Stormur - 15.08.1935, Blaðsíða 4
4
STORMUR
Er þetta það, sem koma skal?
„Ósköp“, eftir Þorstein Björnsson úr Bæ.
Kynþættirnir hafa altaf borið þá von í brjósti, að
spámaðurinn kæmi fram á sjónarsviðið í þessum ættlið
eða þá þeim næsta, eða næst-næsta. Stundum hefir þessi
von, ekki orðið sér til skammar, spámaðurinn hefir komið,
óskirnar uppfylst, og jafnvel hefir það átt sér stað að
spámaðurinn hefir orðið það ,,sterkari“ enn Jónas okkar,
sem er þó sterkur talinn, að fjarskyldir kynþættir hafa
átt alt sitt traust í spádómum þessa fjarskylda spámanns;
grunur minn er sá, að fjöldinn allur af „þessari þjóð“
vonist nú hálft í hvoru eftir því, að spámaðurinn komi
fram á sjónarsviðið, sprottinn upp úr íslenskum jarð-
vegi, og virðist þá ekki öðru en bændamenningunni til
að dreifa, og þá er'nú komið að þeirri spurningu, sem
eg er ekki fær um að svara: Eru ,,Ósköp“-in spádóms-
orð hins íslenska spámanns Þorsteins Björnssonar úr
Bæ? Eða eru þau hreinræktað bull, framsett með þess-
um einkennilega stíslmáta þessa einkennilega manns?
Hinir aðrir lesendur bókarinnra svara þessu hver
fyrir sig.
G. Guðmundsson.
Annálar.
t % 1602.
Það haust voru héluföll og frost fram að Magnúsar-
messu. Þá kom fjúk og jarðbönn, með hallæri og harð-
indum, svo þá var svo harður vetur um alt landið, að
enginn kann af slíkum að segja né séð af skrifað, síðan
ísland bygðist. Kolfelli um alt landið, svo at margir
mistu alt, hvat áttu. Hestar stóðu dauðir af frosti á
Reykjanesi. Þá var enginn gróður á Jónsmessu um vor-
it. (Sá vetur er almennilega kallaður gamli og harði
vetur.) Þá formyrkvaðist sól og tungl um haustið
fyrir. I sjö vikna fardögum var genginn ís úr Steingríms-
firði og á Vatnsnes. Á Hjallasandi var sjaldan eða ald-
rei á sjó komit um veturinn; fram á mið var lagnaðar-
ís. Nær graslaust um sumarið. Lögðust í eyði yfrið mikil
jarðagóss um alt landið. — Þá var eg 5 vetra. Um slíkt
ár finnast engir annálar, síðan landið var kristnað, að
svo hart hafi verið. í fardögum var sjór riðinn frá
Kambsnesi að Skoravík í Hvammsfirði.
1603-
Vetur dáðagóður til veðuráttu, svo fitnuðu pening-
ar, þar þeir voru, eftir jól.
Aldrei hefir skeð hér á landi slíkt mannfall sem þá
af hungri, svo þat er ógnarlegt, hvat fólkit hefir mér
þar af sagt, sem það mundi. Þat finst prentat í einum
formála herra Guðbrands, at 600 fólks hafi af vesöld
dáið í Skagafjarðarsýslu. Þá voru seld jarðagóss á land-
inu með afföllum, og fengust þó ekki seld sem þurfti.
Þá var frábær þjófnaður í landinu; hefur gert hallæri.
Hryggilegt er at heyra slíkt tilfelli, sem þá skeði af
hungursneyð í landinu. Þessi vetur í Þórsallaspá heitir
Ríningur. Fólkið kveikti við eld sér til matar bein úr
við sjóinn. Menn sumir, sem til sjóar fóru, höfðu ei ann1
ann mat með sér, en steiktu nokkuð af nautshúðum á
kveldum.
1604 og 1605.
Veit eg ekkert annálað, nema stórt hallæri og
þjófnaður.
1611.
Gekk mikil sótt. Var köllut megrunarsótt; mjög
mikil, en ekki mannskæð. Varð vegna þeirrar sóttar
mikill heybrestur.
Hressíngarskáli Vestttrbæjar
hefir ávalt besta matinn að bjóða. Kaffi með brauði að-
eins 50 aura. Heit og köld mjólk. Heimabakaðar tert-
ur og fleira. Itölsk salöt seljast altaf með stuttum fyr-
irvara á 50 aura og 1 kr. skamturinn. Smurt brauð
hvergi betra í bænum.
Verslið allir við Hressingarskála Vesturbæjar.
Á þeim vetri sáust ekki tunglin, úr því þau voru 18
nátta, þótt heiðríkt væi’i.
Gekk draugur á Snæfjöllum, með gi-jótkasti nótt og
dag allan veturinn.
31. maí um vorit voru rekntr á land á skipum í
Bjarnareyjum 40 vopnhvalir, sunnan af stagleyjarhöggv-
um, inn í voginn, og lagðir þar allir.
1621.
Þá drekti maður sér í sjó í Flatey á sunnudegi um
messu; hafði skriftast, en þá fólkit átti at bergja, strauk
hann útúr kirkjunni og drekti sér. — Þá hengdi sig mað-
ur í Staðarsveit.
Þá datt maður niður dauður fyrir dómi á Laugar-
brekku. Árni Eysteinsson, átti máli at gegna, sem um
var dæmt.
1630.
Þá varð Benedikt Þorleifsson veikur, píndur og
plágaður af göldrum, svo menn vita ekki dæmi til slíks.
Fyrir jól varð hann veikur og lá 5 vikur; var teygður
og togaður, og hárreittur.
1631.
.... Þann vetur gekk um draugur í Búðardal, eftir
þat Benedikt batnaði, sáu skygnir og óskygnir, líka
heyrðust hljóð til hans, busl og þrusk.
1636.
Þá fyrirfór kona barni sínu nýfæddu á Hömrum í
Haukadal í Haukadalsá; var henni drekt um vroit.
Systkin syðra áttu barn til samans.
Þá var ein kona hengd fyrir þjófnað á Laugar-
brekku. — Syðra 3 hengdir. — Maður í Hrútafirði, Helgi
Kráksson, hengdi sig sjálfur.
Þá brann Hekla, og stóðu upp úr henni 9 reykir.
Kom öskufall úr henni í Lundarreykjadal. Þá druknuðu
ferjumenn á Þjórsá af vikri. Þá kom vikursteinn úr
lofti, menn meina úr Heklu, austur í Reyðarfjörð á Aust-
fjörðum. •
1637.
Sást niður úr fiskileytum, þeim djúpustu og tií
lands, vestur fyrir Víkum og Tálknafirði, fertugt djúp;
sást hver gimburskelin og kletturinn í sjónum. Mönnum
sýndist á djúpum svo grunt, at standa mundi skipit, en
þá var þar 35 faðmra, er rent var.
Þá rak fyrst þá orma, sjóorma, sem sumir kalla
........fisk, undurmarga á Vestfjörðum, en síðan hef-
ir rekið hér og hvar um landið, einkum í Vestfirðinga-
fjórðungi, undur af þeim; halinn á þeim var sem akker-
isfleygur aftan, kjafturinn mjög víður, með öngum.
fram úr hausnum, og þá í þá var tekit, duttu öll innýflin
fram um kjaftinn, svo smokkurinn var eftir ótmur.
1640.
Varð eg veikur (þ. e. Pétur Einarsson lögréttumað-
ur á Ballará) með undarlegu móti; kom í fæturna og
svo fyrir brjóstit; sá eg eldsnetti, áður en eg varð var
við í hverl sinn, svo sá veikleiki loddi við mig nær þat
ár. Þá um veturinn eftir varð veik Sigga Ambjörnsdóttir
hér á Ballará, fekk titring um allan líkamann í ýmsa
einu. Með þeim veikleika var hún lt/2 ár; á næturnar
skulfu rúmin, og margt bar hér undarlega til á bænum.
taafoldarpraatsmiðja h.f.