Stormur


Stormur - 10.01.1936, Qupperneq 2

Stormur - 10.01.1936, Qupperneq 2
2 STORMUR Margt er mjög athyglisvert í niðurstöðum Lundbergs, og mjög fara viðreisnartillögur hans í bága við þá fjármála- stefnu bændaflokksins og framsóknarflokksins að hækka sem mest verð á innlendum landbúnaðarafurðum til styrktar fyrir bændurna. Telur Lundberg að verðið eigi að Iækka að mun. Lundberg segir meðal annars: „Lækkað verð á kindakjöti, mjólk, smjöri, og eggjum o. s. frv. mundi vafalaust auka neyslu þessara vörutegunda verulega og þyrfti ekki að gera bændum örðugra fyrir. (Auðk. hér). Eins og á stendur virðist verðið á þessum i vörum mjög hátt. Mjólkin kostar næstum því helmingi meira í Reykjavík en í Stokkhólmi, smjörið 1 kr. meira, smjörlíki 46 aurum meira, og eggin eru næstum því helmingi dýrari en í Stokk- hólmi. Sem dæmi þess, hversu neysla getur vaxið við verðlækkun má minna á reynsluna í Svíþjóð. Á árunum 1929 til 1934 hefir smjörverðið lækkað um 20% (3.40—2.80), en salan innanlands óx frá 23 og í 33 milj. kr. eða um 70%. (Auðk. hér). Auðvitað að nokkru leyti á kostnað smjörlíkisins, en með því að neyslan jókst svona mikið meira en verðfallið nam, gátu bændur á þessu tímabili auk- ið brúttó tekjur sínar um 40%. Nú er í raun og veru engin ástæða til annars en líkt geti farið á íslandi, einkum þegar þess er gætt, að þörfunum er langtum minna fullnægt hér en í Svíþjóð. Það kemur í Ijós að neysla mjólkur og smjörs er 50% minni á íslandi en í Svíþjóð og neysla eggja að minsta kosti helmingi minni. Af þessu er bersýnilegt, að það er öndvert við allan hag landsins að styrkja atvinnuveg á þenna hátt með lögfestri verðhækkun, þegar neyslan tak- markast og sjálf hin raunverulega neysluþörf fær eigi notið sín. Það er miklu réttara að láta hjálp- ina koma að ofan, ef svo mætti orða það, með styrkveitingum eða breytingum á lánum. Jafnvel gjaldeyrisverðfall, svo minst sé á það efni aftur, er réttari fjármálapólitík, því að hækkaða útflutn- ingsverðið mætti nota, til þess að lækka verð þess hluta framleiðslunnar, sem seldur væri innanlands. Það sem þá færi raunverulega fram, væri að skatta innflytjendur og neytendur innflutnings- vara til hagnaðar fyrir útflytjendur og neytedur innlendra framleiðsluvara. En það er einmitt mark- miðið, sem að ber að keppa, og er grundvöllur þess, að rétt sé með verð farið á íslandi. En áhætta sú, sem er fylgifiskur hins háa gengis, sem nú er á íslenskri krónu, er gjaldeyris- smyglun og sú staðreynd, að menn flytja eigi heim 0 gjaldeyri þann, er þeir hafa komist yfir erlendis. Menn fá mikið meira í raunverulegum verð- mætum, með því að verja gjaldeyrinum beint ytra, en með því að flytja hann heim og selja þar fyrir íslenskar krónur vegna þess að núverandi viðurkent verfr hans er lægra en hið raunverulega verð. Auk þess skekkist öll lánveitingarstarfsemi, hún verður ekki starfræn að því leyti, að veitt sé fé til ríkis eða einkafyrirtækja, er beri arð, held- ur verður hún óstarfræn, er féð fer til þess að greiða töp, sem stafa af háum launum og lágu verði erlendis, bankarnir fjötrast í frosnum lánum, sem afskrifa verður“. Eric Lundberg segir ennfremur: „I landi þar sem rekstur allur er eins saman- þjappaður og á íslandi, má vel hugsa sér eins konar tvöfalt gengi á þann hátt að gjaldeyrir fyrir innflutning af nauðsynjavörum sé seldur með nú- verandi verði og innflutningsleyfin séu veitt einsog neysluþörfin segir til um svo verðið hækki ekki, 1 en fyrir annan innflutning sé gjaldeyririnn seldur með hærra verði og leyfð sé verðhækkun á þeim vörum“. Eins og sjá má af því, sem tilfært er hér að framan fara tillögur sænska hagfræðingsins algerlega í bága við það, sem stjórnarflokkarnir hér hafa gert bæði með kjöt- ið og mjólkina. Þær ráðstafanir — og þó einkum með kjötið hafa beinst að því að hækka verðið og minka með því neysluna innanlands, með öðruiíi orðum þyngja á þeim sem neyta eða vilja neyta innlendu framleiðslu- varanna. Tillaga Lundbergs um tvöfalda gengið virðist mjög athyglisverð, og er þess að vænta að næsta þing taki hana til rækilegrar yfirvegunar. Gtmnar. Skáldsaga eftir Eyjólf Jónsson frá Herru. Þetta greinarkorn á svo sem ekki að vera neinn rit- dómur um þessa skáldsögu Eyjólfs Jónssonar, heldur er greinin skrifuð í þeim tilgangi að kynna þeim lesendum Storms, sem ekki hafa séð bókina, hana lítilsháttar, og hinsvegar er Eyjólfur svo gamall í hettunni sem rithöf- undur, að það er í alla staði sanngjarnt að minst sé í blöðunum á bækur hans, jafnóðum og þær koma út. Gunnar er sveitasaga sem ætti að hafa gerst hér á landi fyrir nokkrum tugum ára. Það er sveitafólk, sem lýst er og sumar lýsingarnar eru mjög góðar . Guðrún: Þessi stórlynda kona, er dregin skýrum dráttum, hjá skáldinu, það er eins og maður sjái hana ljóslifandi, þegar hún situr í tómstundum sínum við borðið í stofunni á heimili hins harðlynda föður síns, yfirkomin af ástarsorg og starir fram í óbygðirnar, — og margt fleira mætti telja, marg- ar lýsingar á fólki og af viðburðum sem eru séðar með glöggu auga og góðum skilningi höf. á því sem hann er að lýsa, — og svo er eitt — sem hvergi finst í skáldsögu Eyjólfs — það er þar ekkert klám og ekkert guðlast, eða yfirleitt neinn sóðaskapur, en þessi atriði virðast vera orðin fastur liður í mörgum af hinum nýrri skáldritum. Gunnar, aðalsögupersónan hjá Eyjólfi, er góður og göf- ugur maður, og ef hann hefði verið uppi 1935, þá held eg að hann hefði ekki átt heima í neinum af þeim stjórn- stjórnmálaflokkum sem nú eru til, — en einhversstaðar hefði þó maðurinn orðið að vera. — Frásögn Eyjólfs er ósköp blátt áfram, málfarið er ekkert skrúfað eða skælt. Það má kannske segja að lýsingarnar séu allar nokkuð jafnar og bragðdaufar stundum, en yfirleitt eru tlsvei’ð notalegheit í efnismeðferðinni frá höfundarins hendi. En af því að Eyjólfi hefir tekist margt í þessari bók vel þá get eg ekki, áður en eg legg frá mér pennann, annað en bent á það sem mér finst að skemmi hjá honum söguna sem heild, og það eru ýmsar öfgar sem ekki eiga neitt erindi inn í þessar sveitafólkslýsingar. Eg skal nú taka tvö dæmi: Þegar Bárður hreppstjóri giftir dóttur sína, lætur hann slátra 4 nautum og 2 vetrungum, það er drukkin rommtunna utan koniaks og brennivíns. — Guð- mundur á Hungurgili er einstakur hestamaður og hunda- vinur, hann elur altaf nokkra gæðinga að vetrinum, og gefur þeim töðuna frá kúnum og verður auðvitað altaf heylaus á góu, — en alt í einu er hann í póstferð á þrem- ur folaldsmerum og hefir með sér þrjár tíkur og fylgía fimm hvolpar hverri tík, — þetta útgerir 25 stykki með Guðmundi sjálfum, og var eina bótin að aumingja póst- stjórnin þurfti ekki að standa straum af öllu þessu, þv* heldur var hún nú spör á aurunum í þá daga og er víst enn. — Þetta og því um líkt á ekki heima í þessari bók, það ber svo mikinn keim af því að það sé verið að ljúga í kapp — og vita hver komist lengst, og þó þetta hefði

x

Stormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.