Stormur


Stormur - 10.02.1936, Blaðsíða 1

Stormur - 10.02.1936, Blaðsíða 1
STORMUR XII. árg. Reykjavík, 10. febrúar 1936. 4. tbl. Dýpra ©g clýpr**. Endalaust sígur á ógæfuhlið og undir í djúpunum logar. I. Nú á þing að koma ráman eftir cæpa viku. En hvað á þetta þing að gera, spyr.ia ..ienn. Hálfur annar mánuður er liðinn síðan 123 daga þinginu lauk, — lengsta þinginu, sem staðið hefir á íslandi. Þetta þing fann engin bjargráð, kostaði ríkissjóðinn ca. 300 þús. króna, og vann það eitt til afreka, að af- greiða hæstu fjárlögin, sem enn hafa verið afgreidd og stórauka tolla á nauðsynjavörum alls almennings. Eru nú nokkrar líkur fyrir því, að stjórnin eða þing- flokkur hennar hafi váxið að visku og framsýni síðan? Ætli gáfurnar í Hermanni, Haraldi og Eysteini séu ekki svipaðar og þær voru á Þorláksmessunni síðustu, eða hvenær það var, sem þinginu var slitið? Ætli þýháttur framsóknarliðsins og sannfæringarfjötrar séu ekki eða verði ekki á næsta þingi svipaðir og þeir voru á því síð- asta? — Ætli vitsmunum og heilindum gamla mannsins, Magnúsar Torfasonar, verði ekki eitthvað líkt varið 1936 sem þeim var 1935? Ein breyting verður að vísu. Þá verður Ásgeir Ás- geirsson kominn heim úr hinni frægu Vínlandsför sinni og getur skýrt frá samtalinu, sem hann átti við Roosevelt for- seta Bandaríkjanna. Kannske að björgunin komi þar. *— Hvað segir Jónas? II. Nei, í alvöru mælt, þá þarf enginn að vænta þess, að þetta þing geri nokkurn skapaðan hlut, sem að því hníg- ur að draga úr þeirri þungu kreppu, sem nú þjakar allan landslýðinn. Ef það gerir nokkuð verður það fremur til að þyngja hana en létta. Auknum tollum og sköttum getur það að vísu eða þorir ekki að bæta við, því að svo eru nú klyfjarnar orðnar þungar, að klárinn myndi kikna undir, ef við væri aukið. En annað getur það gert og gerir sjálf- sagt: að auka einokunarfarganið og hækka mqð því verð vörunnar um leið og kipt er fótum undan atvinnurekstri þeirra manna, sem með vörur þessar hafa verslað. r—• Nýj- um bitlingum og embættum verður og að sjálfsögðu bætt við til þess að fjölga lífvarðarsveitinni, sem leggur svo fram fé til blaðaútgáfu flokkanna og kosningastarfsemi. Mega hinir ríkislaunuðu menn stjórnarflokkanna, og þeir, er við einokunarfyrirtæki og ríkisfyrirtæki yinna, greiða stórfé til flokksbaráttunnar. Miðlungslaunaðir menn 25— 50 kr. á rriánuði af launum sinum og mundi mörgum sjálf- stæðismanninum svíða, ef hann þyrfti að greiða jafnhátt til kosningastarfsemi sjálfstæðisfíokksins. HI. Það mun flestum mönnum koma saman um að aldrei hafi ástandið verið alvarlegra eða verra en það er nú. — Togararnir reknir með stórhalla, þúsundir manna atvinnu- lausir, viðskiftin við útlönd öll í fjötrum og vöruinnflutn- ingur í raun og veru að miklu leyti stöðvaður til landsins, jafnvel á brýnustu lífsnauðsynjum. — Er blátt áfram hlægilegt um leið og það er grátlegt að hlusta á sumar sögurnar, sem nú ganga um viðskifti innflytjenda við inn- flutnings- og gjaldeyrisnefnd og bankana. Sagt er fc. d., að einn af stærstu matvörukaupmönnum í Reykjavík hafi fyrir nokkru farið fram á að fá innflutningsleyfi í'yrir nokkrum tugum sekkja af kartöflum, þar sem bærinn var að verða kartöflulaus. Hann fékk leyfi fyrir 7 pokum. Það mun láta sem næst því að vera mátulegt fyrir heimili hans og starfsfólk. — Kaupmaður á Vesturlandi sækir um leyfi fyrir innflutning á nokkrum tugum sekkja af £Úg- mjöli. Hann fær leyfi fyrir 2Vá sekk. — Stórt iðnaðarfyrir- tæki hér í bænum fær síðastliðið ár að flytja inn hráefni fyrir 40—50 þús. króna. Nú er þessi innflutningur skorinn niður í tæpar 2000 kr. Auðvitað verður fyrirtækið að hætta. — Svona mætti telja í það óendanlega. Það eina, sem leyft er að flytja inn ótakmarkað, er tóbak og vínföng, því að á þessu hvorutveggju lifir ríkis- sjóðurinn. — Skúffur vínverslunarinnar og tóbakseinka- sölunnar eru skrapaðar innan á hverju kveldi, og skilding- arnir, sem þaðan koma, fleyta ríkissjóðnum yfir daglegu útgjöldin og brýnustu nauðsynjunum — launum til lífs- varðarsveitarinnar. IV. Svona er nú ástandið í byrjun ársins 1936. Stjórn hinna vinnandi stétta er búin að lama hi.iar. vinnandi stéttir í stað þess að bæta hag þeirra, eins og lýðskrumararnir lofuðu við síðustu kosningar. í stað þess að bæta kjör þessa fólks hafa brýnustu lífsnauðsynjar þess verið stórhækkaðar í verði með auknum tollum, og jafnhliða því hefir verið þrengt svo að kosti stærstu at- vinnurekendunum, að þeir verða að draga saman seglin og sumirkikna algerlega undan álögunum. Af þessu leið- ir svo auðvitað stóraukið atvinnuleysi. Svo þykjast þessir loddarar, sem verkamenn hafa fal- ið mál sín, hafa ,efnt öll loforð sín með því að fá sam- þyktar alþýðutryggingarnar. En þessar tryggingar, þótt góðar séu í sjálfu sér, a. m. k. sumar þeirra, auka aðeins á útgjöld hinna bláfátæku manna svo tugum króna skiftir á ári, og gerir þeim því lífsbaráttuna enn harðari en hún þyrfti að vera. — Og svo guma þessir menn af og blöð þeirra, að þeir séu sífelt að vihna nýja markaði og áfella jafnframt útgerðarmenn fyrir að þeir skuli ekki á undan- förnum'ár-um hafa leitað fyrir sér um nýja og aukna mark- aði.— En þeir þegja að vonum um það, að stjórn þessara flokka hefir setið að völdum síðan 1928. Fyrstu 3 árin voru veltiár, þau mestu, sem komið hafa síðan land bygð- ist. Miljónirnar streymdu í ríkissjóðinn og tekjurnar fóru svo morgum miljória króna skifti árlega fram úr aætlun. En öllu þessu ógrynni fjár var sóað, mestum hlutaniim í ráðleysu og vitleysu og sumu vár blátt áfram sto.lið.. — En

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.