Stormur


Stormur - 10.03.1936, Page 1

Stormur - 10.03.1936, Page 1
STORMUR Magnússon XII. árg. Reykjavík, 10. mars 1936. 7. tbl. Iðrun Hriflu-Jónasar og afturhvarf Kraftaverkin gerast enn. Prestum Framsóknarflokksins, og raunar öllum trú- uðum mönnum hans, má vera það sannarlegt fagnaðarefni, fir nýlega hefir gerst í flokki þeirra. — Sá maðurinn, sem lengst var leiddur í þeirra hópi, og margir örvæntu um, hefir nú umvéndst og, að því er virðist, tekið einlægum sinnaskiptum. Ekki þykir ósennilegt, að hinn prestvígði maður Fram- sóknarflokksins, séra Sigfús, eigi hér einhvern hlut að máli, því að um það leyti sem séra Sigfús kom suður, sáust fyrstu nierki iðrunar og afturhvarfs þessa langt leidda manns. — Og ef þetta væri rétt til getið, að séra Sigfús ætti þarna hlut að máli, annaðhvort með fortölum og siðferðislegum áminningum eða brennheitum bænarandvörpum og handa- áleggingum, þá mætti segja, að það hefði verið guðsfingur, sem stjórnaði eða benti fingri barnsins í Skagafirði, sem kom þessum hvíthærða öldungi á þing. Og ef þetta yrði Hokkru sinni skjallega staðfest eða á annan hátt ótví- ræðilega sannað, þá yrði þingsaga sr. Sigfúsar talin hin nierkilegasta, jafnvel mun merkilegri en þingsaga jafn- aldra hans, eða því sem næst, dánumannsins Magnúsar Torfasonar. En hvort sem sr. Sigfús hefir verið hér milligöngu- niaður guðs eða ekki, þá er það víst, að kraftaverkið hefir skeð. Það kraftaverk, sem snúa mun vantrúuðum mönn- um til trúar og styrkja þá, sem efagjarnir voru. — Og þetta kraftaverk er: AS Jónas frá Hriflu hefir iðrast af einlægu hjarta og snúist til afturhvarfs, og vill aldrei hér frá segja vísvitandi ósatt um nokkurn mann eða rób- bera hann. Sömuleiðis er talið af kunnugum, að hann hafi gert þá ráðstöfun, að ef Þorsteinn Briem lifði lengur en hann, þá skyldi séra Briem tala við ýtför sína, en Jón í Dal vera einn líkmannanna. Hin ytri merki þessarar óvæntu og skjótu hugarfars- ht’eytingar eru þau, að fyrir nokkru síðan áminti Jónas ^ónsson skáldið og rithöfundinn Halldór Kiljan Laxness Ulu það, að hætta að skrifa um stjórnmál og almenn mál, bví að til þess væri hann ekki fær, sökum þess, hversu hætt honum væri við því, að halla réttu máli og vera öfgafullur 1 dómum sínum. Kiljan skeytti þessu engu, og hélt áfram að skrifa sín- ar öfgafullu og sannleiksafvegaleiddu greinar um stjórn- hiál og almenn mál. Um þetta sama leyti var Jónas iíka að skrifa um stjórnmál og almenn mál, og eins og hann hafði gert í full tuttugu ár, eða alt frá því, að hann varð hennari við Kennaraskóla íslands. — En nú brá svo við, að þegar Laxness brá ekki af öfgum sínum, hvarf Jónas frá lyginni og óhroðanum, hætti við róggreinarnar í miðju kafi, og fór að skrifa um skáldið Halldór Kiljan Laxness og fjórar bækur hans. Hefir Jónas síðan ekki skrifað einn staf um stjórnmál. og engan rægt. — Munu nú komnar fullar þrjár vikur síðan þessi gleðilega endurfæðing hófst í sálu þessa manns, og má því fyllilega gera sér vonir um, að hér sé um algera og einlæga iðrun að ræða og fullkomið aftur- hvarf, því að eins og öllum er kunnugt, liefir Jónas þetta tuttugu ára tímabil verið eins og alkóhólistinn — þurft sinn daglega skamt rógsins til viðhalds sálar- og líkams- kröftum, en nú loks sigrast á þessum veikleika sínum, ann- aðhvort af eigin ramleik eða fyrir bænir, handaálagningar og straum- og skjálftalækningar hins prestvígða öldungs Framsóknarflokksins, séra Sigfúsar. Stormur óskar hinum endurfædda manni innilega til hamingju með hinn nýbyrjaða lífsferil sinn, og vonar, að honum verði aldrei svimagjarnt á vegi sannleikans og dygðarinnar, svo að útfarar- og lof-ræða Þorsteins Briem yfir honum látnum, megi verða sönn og einlæg, og þeim báðum samboðin. Vinnutlejlur.—Vínnudömstóll. I. Langmerkasta frumvarpið, sem að þessu sinni liggur fyrir Alþingi, er án efa frumvarp þeirra Garðars Þor- steinssonar og Thor Thors um vinnudeilur. Réttláta og ýtarlega löggjöf um þetta efni hefir oss lengi vanhagað um, og stöndum þar langt að baki öðrum frændþjóðum vorum, sem sett hafa ýtarlega löggjöf um þetta efni. Verkföll og verksvifting eða Strike og Lockout, eins og það er nefnt á erlendu máli, eru hin ægilegustu vopn, sem verkamenn og vinnuveitendur geta beitt í hagsmuna- baráttu sinni. — Sá skaði, sem af hvoru fyrir sig getur hlot- ist, er oft ægilegur, ekki aðeins fyrir hlutaðeigendur sjálfa, heldur og jafnvel þá, sem utanvið standa, og fyrir þjóð- félagið sjálft eða ríkið, bakar það nær því undantekningar- laust stórtjón. Eins og allir vita, sem nokkuð þekkja til þessara mála og gangs þeirra hér á landi, eru það oft og einatt hreinustu smámunir, sem stundum koma af stað verkföllum eða verk- sviftingum, sem bakað geta hundruð þúsunda króna tjón,

x

Stormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.