Stormur


Stormur - 06.11.1936, Blaðsíða 2

Stormur - 06.11.1936, Blaðsíða 2
2 STORMUR En brátt sótti í sama horfið um heilsufarið, og megr- aðist nú auminginn dag frá degi, þrátt fyrir miklar iýsis og mjólkúr gjafir frá Sambándinu, ríkissjóðí og einokun- arverslunum ríkisins. — Var nú enn sem fyr að hjúkrun- armanninum eða lækninum var um kent, og var nú hinn skygni maður látinn fara. Var nú Sigfús nokkur Halldórs frá Höfnum feng- inn til þess að stunda aumingjann. Hafði hann víða ver- ið og sigrast á kyrkislöngum og ýmsum skaðlegum kykvendum. Honum leiddist mjög hjúkrunarstörfin og hafði sér tjl afþreyingar að spila og drekka með íhalds- mönnum. — Komst einn faðir barnsins, Hriflu-Jónas, að þessari sviksemi, enda var nú vesalingurinn ekki. orðin annað en skinnin og beinin, og rak Sigfús samstundis. Var nú stofnað einskonar heilbrigðisráð, ef ske mætti, að það gæti forðað lífi aumingjans. — Var það þriggja manna. ráð og var einn þeirra bruggarinn Guð- brandur Magnússon og átti hann að hafa lyfjablöndunina með höndum. — Þetta ráð kaus síðan einn mann, Þórar- inn nokkurn Þórarinsson, til þess að hafa hina daglegu hjúkrun með höndum, mæla hitann og sjá um hægðirnar. Lítið brá þó til batnaðar, og afréð heijbrigðisráðið nú að senda Þórarinn þennan út til þess að kynnast nýjustu aðferðum og lækningum beinkramaraumingja. Fór hann(eftir því, sem segir í afmælisblaðinu til Kaup- mannahafnar, Stokkholms og Þrandheims, og er nú nv- kominn heim úr þessari námsferð sinni. — Boðar hann nú á þriggja ára afmæli aumingjans, sem nefnist nú „Tíma- gimbill , að ýmiskonar lækningatilraunir séu í vændum, og hefir nú þegar á afmælisdeginum byrjað á sumum þeirra. Helstu aðgerðirnar eru þær, að Björn Björnsson teiknari hefir verið látinn gera nýjan haus á blaðið og er hann hafður mjög miki.ll fyrirferðar til þess að menn festi augun á honum og sjáist því fremur yfir megurð og uppdráttarsýki líkamans. Þá hefir nákvæmlega sami yfirbragðssvipur verið settur á vesalinginn og er á Alþýðublaðinu, nema örv- arnar þrjár vántar ennþá, enda komu þær heldur ekki strax á Alþýðublaðið. Enn hefir og baksvipurinn verið gerður hinn sami og á barni Rnts. og stendur nú nafnið líka skráð á hnakk- anum. Þá er fjórða aðgerðin sú, að byrjað er á neðan- málssögu í „gimblinum“, sem heitir „Töframærin“, og er henni líklega ætluð sálgæsla vesalingsins. __ Málfarið á sö&u þessari er mjög frumlegt, og er þar meðal annars talað um ótamdar lendur íshafsbygðarinnar. Er það lík- lega Ásmundur frá Skúfsstöðum, sem þýðir sbr. lífborðs- flatar-grímu hans í Skýjafari. Er naumast á færi annara en Samvinnuskólagenginna manna að temja lendur eins og hross. Þetta eru nú helstu læknisaðgerðirnar, sem enn eru sjáanlegar, og er vonandi, að þær hafi einhver áhrif á heilsufar þessa margþjáða sjúklings, sem fyrst kom hálf óskilgetinn inn í veröldina og hefir síðan mátt búa við alla þa krom, sem lýst hefir verið hér að framan. Enn þa er þó vonin um sæmilega heilsu ekki mikil, því að aummginn varpar fram þessari stöku á afmælisdegi sín- um, er hann nefnir: Þunglyndi: „Þegar sortinn lamar lund, ljósinu verð eg feginn, ef eg mætti stutta stund standa sólarmegi.n“. Fei vesalingurinn ekki fram á mikið, og er vonandi, að honum verði að þeirri ósk sinni að fá að standa „stutta stund sólarmegin“, áður en lífið fjarar burtu — líf, Sem hefir verið sífeld vansæla og hefndargjöf. Dttlarffiíl fyrirbrígðí. Sterk sönnun fyrir öðru lífi. í hinni athyglisver$u bók séra Jakobs Jónssonar: Framhaldslíf og nútímaþekking, er tekin eftirfarandi frásögn, en höfundurinn hefir tekið hana upp úr bók eftir dr. Ernest Bozzano, ítalskan prófessor og snjallan sálarrannsóknamann. Heimildarmaður prófessorsins er Walter Appleyard, dómari og fyrverandi borgarstjóri í Sheffield. Hann taldi sig hafa stöðugt samband við konu sína látna gegnum kvenmiðil nokkurn. —Frásögnin ev þýdd orðrétt eins og Appleyard ritaði hana. Hún hefst á miðilsfundi 13. apríl 1933. „Eftir að kveðjur höfðu farið fram og við höfðum látið í ljós velvild okkar til hinna ósýnilegu gesta, var ókunnugum manni (þ. e. anda) Ieyft að kynna sig- Kvaðst hann heita Arthur Eame og hafa dáið úr lungna- bólgu fyrir nálega þrem árum á spítala þar í bænum> tuttugu og þriggja ára að aldri. Hann skýrði okkur enn fremurfrá því, að hann hefði átt-heima í húsinu 18, Clive Road, og að hann hefði átt unnustu að nafni ungfrú Carroll, sem byggi í 229 Flint Street. Hann sagði: — Viljið þið láta hana vita, að eg sé ekki dáinn og skila kveðju minni, til hennar. Eg held, að það verði henni til huggunar. Og segið pabba að mamma sé hjá mér og biðji að heilsa honum. — Morguninn eftir hringdi eg spítalalækninn upp> bað hann að gera svo vel og líta í bækur sínar og gæta að því, hvort ungur maður með þessu nafni hefði dáið þar með þeim atvikum, sem getið hefir verið. Svarið var á þá leið, að maður einn hefði dáið úr lungnabólgu fyrir á að giska þrem árum, en hann hefði verið kominn yfir fertugt, heitið sama skírnarnafni en öðru ættarnafni og verið frá öðrum stað. Eg átti all-erfitt með að átta mig á þessu, því að allar þær frásagnir, sem eg áður hafði fengið, voru hinar nákvæmustu. Þegar béðið var útskýringar á þessu. svaraði konan míh: — Þú áttar þig bráðum á því. Þá ákvað eg að fara til 18 Clive Road, sem er í austurenda borgarinnar, þar sem verkamenn eiga aðallega heima. Þegar þangað kom, fekk eg að vita, að íbúarnir hétu ekki því nafni, sem upp var gefið, og þektu heldur ekki neinn með þessu nafni í nágrenninu. Er eg hafði evtt löngum tíma í fyrirspurnir, fór eg aftur heim, þreytt- ur og uppgefinn Undir eins og þetta hafði átt sér stað, fór eg burt í frí, og þegar eg kom aftur, ásetti eg mér, að spyrjast fyrir að nýju. En í þetta sinn ákvað eg að fara heim til unnustunnar, því að ef vel bar í veiði, gat skeð, að hún yrði fær um að leysa gátuna. Eg sagði rniðlinum írá ætlun minni, og sagði hún mér þá, að síðustu dagana hefði, hún heyrt (með dulheyrn) nafnið „Frazer“, endur- tekið hvað eftir annað, fyrst með kvenrödd og síðan með karlmannsrödd, en það kom ekkert meira, engi11 útskýring, svo að hún vissi ekki, hvað þetta átti að þýða- Mér datt í hug, að það stæði í sambandi við þetta máb og sagðist skyldi hafa það í huga. Eg fór til 229 Flint Street, barði að dyrum, og voru þær opnaðar af ungum kvenmanni, sem eg ávarpaði með þessari spurningu: Á Carrolls fólkið heima hérna? — Já, sagði hún. — Eruð þér ungfrú Carroll? — Já. Hafið þér nokkurn tíma þekt ungan mann nafni Arthur Eame? Nei, svaraði hún. Eg hefi aðeins heyrt það naf*1- Þá lét eg skrfða til skarar. — En þekkið þér Arthut* Frazer?: ,

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.