Stormur


Stormur - 06.11.1936, Blaðsíða 3

Stormur - 06.11.1936, Blaðsíða 3
I STORM UR — Hvað eigið þér við? Hvað viljið þér? spurði hún. — Mig langar aðeins til þess að vita, hvort þér i»ekkið mann með þessu nafni. Þá segir hún: — Já, hann var unnustinn minn, en hann dó úr lungnabólgu á sjúkrahúsinu hérna; það eru þrjú ár síðan, í september næstkomandi. Hún fór að gráta, gekk að borði, sem stóð á miðju gólfi, lagði handlegginn fram á borðið, grúfði sig niður og hafði ákafan ekka. Eg var nokkurn tíma að friða hana og segja henni söguna af unga manninum, og frá kveðju hans. Hún sagði mér frá þ\d, hvernig þau hefðu vaxið upp saman frá því þau voru lítil, og að hann hefði farið að heiman til þess að berjast fyrir land sitt, hefði komið heim farinn að heilsu og endað líf sitt á sjúkra- húsinu. Þetta var sorglegt, eins og þúsund annara tilfella. Eg fann, að það var erfitt að koma henni í skilning um það, hvernig eg hefði íengið skeytið — vanþekking á slíkum hlutum er svo takmarkalaus, en eg gerði það, sem í mínu valdi stóð, og eg er þess íullviss, að hún hafði nú Ijósari skilning og aðra hugmynd um líf og dauða en hún hafði áður en við töluðum saman. Hún fór með mig til heimilis piltsins, á að giska fimm mínútna göngu; þar hitti. eg mann, sem var að höggva spýtur inni í eldhúsi. — Heitið þér Frazer?, spurði eg. — Já. — Eruð þér ekkjumaður? — Já. — Mistuð þér son í stríðinu? — Það kemur heim. — Var hann trúlofaður stúlku, sem heitir Carroll? — Já. Þá tók hann ljósmynd ofan af þili og sýndi mér. Maðurinn var mjög skynsamur og virðingarverður verka- maður. Þegar eg skýrði fyrir honum ástæðuna til komu minnar, og rakti söguna um piltinn og móður hans, sem sendi honum kveðju sína, snart eg viðkvæman streng í hinni næmu sál hans. — Já, sagði hann. — Eg hefi lesið töluvert nýlega um Sir Arthur Conan Doyle. Hugur hans var því dálítið Undir það búinn að veita viðtöku þeim sannindum, sem eg var að flytja. Eftir að hafa skrafað lengi og reykt, fór eg heim, ánægður yfir morgunverki mínu. En það var ekki alllt fengið enn. Eg þurfti að fá skýringu á nafnaruglingnum. Kversvegna hafði ungi maðurinn gefið upp nafnið Eame, þegar hann reyndist að heita Frázer. Eg spurði konuna hiína, sem kvaðst ekkert vi,ta, en sagðist skyldi grenslast eftir því. Árangurinn af því varð eftirfarandi skýring: Kafn unga mannsins er Frazer, en þegar hann var að tala við þig, var annar maður hjá honum, sem hét Eame. Kann var í æsingu vegna þess tækifæris, sem þarna gafst t’l að tala, því að hann dó úr sömu veiki á sama degi °8 á sama stað. Undir eins og Arthur Frazer hafði nefnt skírnavnafn sitt, skaut Eame sínu eigin ættarnafni inn í, Svo að eg fékk Arthur Eame, án þess að taka eftir nokk- Ul'K breytingu á röddinni. Eg leit á þetta sem sennilega lausn á vandamálinu en fanst þó nauðsynlegt að sanna það eins rækilega 0{ |r’ögulegt væi-i. Þessvegna fór eg og heimsótti spítala ^kninn. Eg minti hann á fyrri fyrirspurn mína og skýrð 011um frá því, sem eg síðan hefi komist að raun un Vlðvíkjandi atburðinum, og bað hann að gá aftur í skrá Slílar. Hann fór gegnum bækur sínar og sér til undruna eri mér til ánægju, var þar skrásett: Arthur Frazer, 23, lungnabólga, 21. 9. ’20. James Henry Eame, 46, lungnabólga, 22. 9. ’20. Hin eina ósamkvæmni, lítilvæg þó, í þessu eftir sa tarverða sönnunaratriði, er það, þegar konan míi • . *’ að báðir þessir menn hefðu dáið sama dag. Lækn o mn félst á, að annar kynni að hafa dáið um miðnætti 111111 hálftíma síðar,. svo skönrmu > síðar, að engim sæmilega skynsamur maður, hefði hengt hatt sinn á þa$. Skráili sagði aðeins til um dánafdaginn, en ekki stuild- ina. Lækninn stórfurðaði á þeim sönnunum, sem eg hafði aflað. Eg þekti ekki hið allra minsta til neins þeirra, sem hér áttu hlut að máli, það voru engin tengsl á milli okk- ar í félagsskap eða verslun. Þó hepnaðist mér þrátt fyrir alla örðugleika, sem á vegi mínum voru, að sanna það, sem skýrt hafði verið frá, út í ystu æsar“. Hér þrýtur frásögnin, en séra Jakob segir þetta um hana: Frásögn Appleyards dómara er mjög eftirtektarverð, ekki síst 'vegna skekkjunnar, sem fram kom í sambandi við nöfnin. Ef upplýsingarnar voru fengnar fyrir fjar- hrif frá unnustu Frazei's eða föður hans, hversvegna ruglaðist þá nafn Eames inn í skeytið ? Læknirinn getur heldur ekki komið til mála, því að hann var búinn að gleyma og orðinn afhuga mönnunum, enda er ósennilegt, að hann hafi verið þeim kunnugur að nokkru ráði. Úr undirvitund miðilsins getur það heldur ekki verið, því að hann þekti ekki neitt til fólksins, frekar en Appleyard sjálfur, því að hefði svo verið, er ósennilegra en alt ann- að, að hann hefði farið að veikja frásögn sína með þeirri vitleysu, sem óneitanlega virtist fyrst í stað ætla að verða óviðráðanleg hindrun í vegi. Hefði miðillinn verið þessu kunnugur fyrir fram, er hér um bil víst, að engin skekkja hefði komið til mála. Sárt ertu leíkínn, Sámtír fóstrí. Fokið virðist nú í flest skjól fyrir Hermanni vesa- lingnum Jónassyni, þegar blað hans sjálfs — Nýja dag_ blaðið, er farið að sneiða að honum allóþægilega, þótt undir rós sé. í 243. tbl. þess stendur eftirfai'andi: TILKYNNING. Það er alltaf verið að skjóta inn á ílughöfninni á nóttunni, og eg veit, að það er oft farið með fulla poka af æðarfuglum þaðan, áður en birtir á morgnana. En það er ekki bai'a æðarfuglinn, sem verður fyrir ónæði. Það er orðið svo, að eg hefi, ekki frið til að sofa. Eg mótmæli þessu og skora á dómsmálai'áðheri'ann að senda lögreglu þarna inneftir til þess að mér og æðai'fuglinum verði væii; þar framvegis fyrir helvítis íhaldsmönnunum, sem eru að skjóta þar. Oddur Sigurgeirsson, Oddshöfða við Flughöfn. Það er svo sem auðséð, hvert skeytinu er stefnt hjá Oddi og Nýja dagblaðinu, en vera má, að þetta sé gert í góðum tilgangi við Hermann. — Þeim að vara hann við, svo að hann sjá að sér í tíma og hætti þessum bjarg- í'áðum áður en hlutaðeigendur neyðast til að kæra hann til sekta. Ensktt hrútarnír. Ái'ið 1756 kom sænskur barón Vilhjálmur Hastfer að nafni hingað til Suðurlands með 10 enska hrúta, sem bæta skyldu sauðfjárkynið. Keypti hann ti.l þeirra 100 ær. Hann lét byggja sér stofu mikla og fjárhús yfir hjörð sína, sem var stærra en flestar kirkjur hér á landi og alþiljað. Baróninn var hér nokkra hríð. en kona hans skemur, því að hún undi sér ekki. Hastfer barón var ákaflega mikill vexti og haldinn ærið sterkur, en hægur og einfaldlegur í framgöngu. Hrútarnir reyndust kláð- ugir.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.