Stormur


Stormur - 06.11.1936, Blaðsíða 4

Stormur - 06.11.1936, Blaðsíða 4
4 STOBMUR Dansandi land-leikandi lýöur. „ísland farsældar frón, og hagsælda hrímhvíta móðir! Hvar er þín fornaldar frægð, frelsið og manndáðin best?“ Þetta segir Jónas okkar Hallgrímsson. Það er á hon- um að heyra, að einhverntíma hafi þetta land verið sann- arlegt sældarland, og landsfólkið eftir því farsælt og frægt; en að á hans dögum hafi verið heldur en ekki ,,skipt um skreið' — alt í eymd, niðurlæging og volæði. En nú ætti, hann, blessaður, að líta upp úr gröf sinni í Kaupmannahöfn, og sjá og heyra hingað og héðan, og mundi hann þá kveða við annan tón. Því að svo mikið „farsældar frón og hagsælda móðir ‘ sem ísland kann að hafa verið í fyrndinni, og fólkið í því sælt og frægt, þá mun þess þó hvergi getið í fornsögum íslendinga, að hag- sældin hafi verið svo mikil og fólkið svo hamingjusamt, kátt og frískt og fjörugt, að bæði land og lýður iðaði af dillandi dans-,,músík“ og leikjum, eins og er þó farið að gerast hér. Já, aldrei fór það þó svo, að hér yrði ekki far- sælt fólk í farsældar-landi; og það átti þá loksins svo að verða, á okkar dögum, á 19. og 20. öldinni, og það svo verulega, að landið, sjálf jörðin, dansar, titrar, iðar og ymur af fjöri og fögnuði, í „takt“ við danslagafótaburð leikanda lýðs á glymjandi ,,böllum“ í „borg og bý ‘ um landið vort alt; og þetta ótrúlega oft og víða og löngum. Þetta má sýna og sanna með opinberum, skjallegum sönnunum, og almennum, alkunnum dæmum, um allt land- ið. — Lítið í dagblöðin — þar á meðal í sjálf stjórnarblöð- i,n — og þið munuð varla opna blað svo, að ekki blasi við sjónum ykkar, oft á fremstu síðu, eða öðrum áberandi stað, með áberandi letri, og hátíðlegu hrifningar-orðalagi, einhverja auglýsingu, og oftast fleiri en eina, um að héy eða þar hafi verið í gærkvöldi, eigi að vera í kvöld og muni verða á morgun, eitt, tvö, þrjú eða fleiri „böll“ eða dans- leikir, svo og svo mikilsháttar og munarsæt. Ber æfinlega mest á þessu, þegar er dimma, tekur kvöld og nótt síðsumars, og heldur svo áfram þar til birta fer aftur af vori og hásumri, svo að jafnvel leiðinlegasti árstíminn hér hjá oss áður fyr, verður kannske nú enn in- dælli en sjálft sumarið; og þessi tvö misseri ársins verða hvort öðru skemmtilegra fyrir hið leikfúsa og ,,ball“_glaða fólk, með því líka, að það má svo sem dansa á sumrin, þótt þá sé óþarflega bjart reyndar. Og hvar og hvenær sem einhver önnur samkoma er boðið, svo sem til að samfagna einhverjum eða út af ein- hverju, eða 1 uppfræðsluskyni, eða jaínvel í gustukaskyni, þá fylgir oftast með sá fagnaðarboðskapur, að samkoman skuli enduð — kórónuð með dansi eða ,,balli“, og bregst þá ekki sóknin. Svo tekur „Útvarpið' við, ein rnesta „menningar“- stofnun, og auglýsir, ásamt dagblöðunum, mjög vel og rækilega, öllum lýð um land alt, alla þessa gleðidýrð og dásemd. Kemur varla sá dagur fyrir, að það boði ekki al- þjóð þá ,,farsældar“-frétt, ýmist á undan eða á eftir öðr- um fréttum, eða innan um þær, að hérna eða þarna hafi nú verið haldið, sé verið að halda, eða eigi að halda meir eða minna hátíðlegt og hugnæmt ,,ball“; og stundum er jafnvel þessum upplyftandi fregnum stráð út með andláts- jarðafara- eða öðrum raunafréttum, eins og til sárabóta. En útvarpið blessað gerir enn meir og betur. Það held- ur uppi kostgæfilega stöðugum skóla, til kenslu og undir- búnings undir. dansferðina og ,,böllin“ fyrir hvern daginn, með látlausum, mjög samviskusamlegum flutningi heill- andi danslaga og „balla-músikur“ eftir hæstu og nýjustu tísku í „yppurstu menningar ‘-löndum. Og varla er nokk- urt kvöld látið enda danslagalaust. Já, og svo alvarlega og hátíðlega er nú þetta ,,menningarstarf“ rekið, að því er Kóbinson Krúsée. Þetta er barnabókin, sem lesin hefir verið af þúsundum og' aftur þúsundum barna um allan heim, og- á jafnt erindi til barnanna í dag eins og' þegar hún var skrifuð. Gefið börnum yðar þessa bók, það er ekki hægt að gefa þeim aðra betri. Pæst í öllum bókaverslunum. helgaður æði drjúgur tími af síðkvöldi og nótt næstum því hvers einasta Drottinsdags- næstum því alt árið, svona þetta vanalega til kl. 12 um miðnættið. og þó nokkrum sinnum til kl. 3 að nóttu eða lengur. Er þá ekki valið af 'verri endanum, en útvarpað þeim allra kostulegustu dansa- lögum og fínustu ballahljómlist, hoppandi, spriklandi fjör- ugum, sykursætum, dúnmjúkum, dillandi, seiðandi dátt, og þá stundum svo ótrúlega listilega, að auðvelt er að heyra, finna og jafnvel sjá, út á ystu annnes og innst til dala, alla hina ljúflegu, töfrandi fótamenningu, svo að liggur við, að jafnvel „karí og kerling í koti sínu“, jafnt og „kongur og drottning í ríki sínu“ fari að taka til fót- anna — auk heldur ungdómurinn. Hann kemst auðvitað allur blátt áfram á háa loft og hreyfingu, eins og til er ætlast og vænta má; og harmar þá helst það eitt, ýmist hátt eða í hljóði, að geta nú ekki komist, eða verið í verki með annari eins eða sömu menningu. En þetta er honum þó ekki bláónýtt. Því að á þenna hátt lærir hann þó fóta_ burðinn, og fleiri viðeigandi, hreyfingar, og stendur því miklu betur að vígi til að verða fljótt fullnuma, hvenær sem tækifærin gefast til að komast þangað, þar sem fólkið flest er svona leikandi kátt og dansandi glatt. Öll þessi helgi-kvöld og þessar dýrðlegu nætur er fólk því alls ekki ætlað að sofa, eins og skötur eða rottur, svo sem geta má nærri, heldur auðvitað að vera vel vakandi og læra og æfa hina fögru, hollu og ljúfu list. Það er líka margt kvöldið og mörg nóttin, bæði sýknt og heilagt sem blessað fólkið. helst hið yngra, og þó nokkurt slangur af því eldra, vakii' hamingjusætt, og vinnur sig, með gleði, heitt og sveitt, og jafnvel þreytt fyrir þessa unaðslegu og göfugu næturlisb sem vissulega ber að meta fult eins’ góða og gagnlega og hverja aðra uppbyggilega dagvinnu, enda er það gert oft og víða — já, meir en svo. Því að oft og víða fer mörg' dagvinnan til undirbúnings, og margri er frestað eða alveg slept vegna hins mikilsverða næturlistiðnaðar, eins og eðlilegt er og vera ber hjá farsælu fólki í hagsældai’- landi, þar sem ,,menningin“ er komin svo hátt og langt. að „lífið allt er leikur og líður tra-la-la‘ . Framhald. __ laafoldarpraiiitMniCja k.í.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.