Stormur


Stormur - 21.12.1936, Blaðsíða 2

Stormur - 21.12.1936, Blaðsíða 2
o S T O R M U R Tilkynning. Hjer með tilkynnum vjer, að frá og með deginum í dag að telja, gefum vjer öllum vorum viðskiftavinum ÍO prósent afjslátt gegn staðgreiðslu (þó ekki af við- gerðum). í þessu sambandi viljum vjer benda viðskiftavinum vorum á það, að af- slátturinn nær eingöngu til kontant- greiðslu og það því EINI MÁTINN til þess að verða lækkunarinnar aðnjót- andi. Lárus G. Lúðvigsson, skóverslun Treetex- innanhússklæðning einangrar best. Gerir húsin hljóðþjett, hlý og rakalaus. Treetex selur Timburversl. Tðlnndor M. Reykjavík. rithöfundum og- töfrar í stíl hans. — Um Virka daga Sæ- mundar og Guðmundar Hagalíns hefir verið ritað í Stormi, og bókin lofuð að makleikum. — Ilmur daganna eftir Guðmund Daníelsson er að mörgu leyti vel skrifuð bók, en sá galli er á, að höfundurinn er mjög undir áhrifum frá Laxness, jafnvel öllu meira, en hann var í fyrri bók sinni: Bræðurnir frá Grashaga, sem var mjög vel skrifuð bók af byrjanda. Ólafur Erlingsson gefur út Lampann eftir Kristmann Guðmundsson. Þessi saga er mjög ólík fyrri sögum Krist- manns. Höfundurinn leitar hér meira inn á við en í fyrri sögum sínum, og þótt sagan sé ekki atburðarík heldur hún lesandanum föstum tökum. Enn mun skáldinu láta betur að rita á norsku máli en íslensku, og líklega mundi honum fremur hagur að því að fá góðan þýðanda að sögum sínum en þýða þær sjálfur eða rita á íslensku. — Kristmann Guð- mundsson er gott skáld, en hefir naumast verið metinn að verðleikum í sínu föðurlandi, enda hefir hann ekki gerst skáld „öreiganna“, eins og nú er tíska og vissasti vegurinn til þess að verða lofsunginn. Þá má minnast á Rauðku Spegilsins. Þar kennir margra grasa og að mörgu má þar hlæja. Þar eru t. d. flest af bestu kvæðum Z., s'em komið hafa í Speglinum, Orustan á Bola- völlum, sem allir vildu skrifað hafa, og svo allar teikning- arnar eftir Tryggva Magnússon, sem margar eru gerðar af hinni mestu list. — Rauðka er með vönduðustu bókum að ytra frágangi, sem hér hafa verið prentaðar. H.f. Mímir hefir gefið út tvær bækur: Frá Malajalönd- um eftir Björgúlf lækni Ólafsson á Bessastöðum og Hnit- björg eftir Pál Kolka lækni. Segir Björgúlfur í bók sinni frá veru sinni í þessum nýlendum Hollendinga, og er frá- sögn hans öll hin skemtilegasta og nýstárlega oss íslending- um. Er þetta mikil bók, 318 bls. í Skírnis-broti, pi'ýdd fjölda mynda og hin vandaðasta að öllum frágangi. — Enn hefir Jeremíasi ekki veist tími til að lesa Hnitbjöi’g, en nokkur deili kann hann á kvæðum Kolka, og má mikið vera, ef þarna er ekki margt góðra kvæða og svo hefir honum verið sagt af manni, er gott skyn kann þeirra hluta, að þýðingarnar í bókinni séu góðar. Verið er að ljúka við prentun á nýjum ljóðaþýðingum eftir Magnús Ásgeirsson og ennfremur á ljóðaflokki: Hinir tólf, eftir rússneskt skáld. Hafa „Hinir tólf“ getið sér frægð mikla ei'lendis, og þýðingin er snildax-góð. — Menningarsjóður gefur xit Ijóðaþýðingarnar og mun það eina bókin, sem frá honum kemur á þessu ári, en bókafoi'- lagið Heimskringla gefur út hina og hefir vandað mjög til útgáfunnar. Verður nú hér látið staðar numið, enda mun þér end- ast þetta fram undir þrettándann með gegningum og öðru, sem þú hefir að dútla við. Þegar eg ætlaði að fai-a að enda bréfið til þín, barst mér í hendur Nýja Dagblaðið með grein eftir Jónas Jóns- son, þar sem hann lýsir veiðikænsku Jóns Baldvinssonar. Er það vafalaust rétt, að Jón sé laxveiðimaður góður, en lítið mun hann nú þurfa á list sinni að h’alda við J. J. og þá framsóknarmennina, því að svo gráðugir eru þeir nú, að þeir gleypa öngulinn maðklausan. Svo óska eg þér gleðilegi'a .jóla. Þinn einl. Jeremías. Allir krakkar með L e i k fö n g ur EDINBOKG Jólasveinn Edinborgar.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.