Stormur


Stormur - 21.12.1936, Blaðsíða 6

Stormur - 21.12.1936, Blaðsíða 6
6 STORMUR þó ekki, sem getur gengið svo langt, að brúðguminn setji upp smokkinn brúðkaupsnóttina og hafi ekki tekið hann of- an síðan. Er merkilegt hve mjög hugsunarháttur almenn- ings getur breyst á örfáum árum“. Vísa Bjarna djöflabana. (d. 1790). Þegar reisa herrar heim hérvistar úr tjaldi, ætti að standa yfir þeim athöfn þeirra á spjaldi. Þeir, eem fara með völdin nú á íslandi munu tæp- lega vilja skrifa undir þetta með Bjarna. Elstu búnaðarfélögin. Búnaðarfélag Suðuramtsins var stofnað árið 1837. Búnaðarfélag Svínavatnshrepps í Húnavatnssýslu var stofnað 1842. „í stjórn voru framkvæmdasamir menn, svo félagið gerði talsvert gagn, einkum fyrstu árin“. Búnaðarfélag Fljótsdæla var stofnað 1847, en lagð- ist niður eftir nokkur ár. Um 1850 voru stofnuð búnaðar- félög í' Árnessýslu, Andakíl í Borgarfirði og S.-Þingeyj- arsýslu og víðar, en flest lögðust niður eftir nokkur ár. Milli 1885 og ’95 voru mörg búnaðarfélög stofnuð. Búnaðarfélag íslands var stofnað 5. júlí 1899, á þann hátt, að Búnaðarfélag Suðuramtsins var látið breyta nafni og ná yfir landið alt. — Ef rauðliðar fá að ráða, er nú saga þessa merka íélags brátt úti. Vísa eftir vestfirska konu: Geingur slunginn, gæðasmár, girndum þrunginn púki, sprundin ungu flekar, flár flagarinn tungumjúki. Heims ven j an. Þegar Napóleon keisari var á ferðinni frá Elbu til Frakklands 10.—20. febrúar 1815, stóðu í blaðinu „Le Moniteur“ í París svohljóðandi lýsing á ferðalagi keis- arans: 10. febr. Mannætan er nú strokin úr holu sinni. 11. febr. Skrýmslið frá Corcika er nú komið á land við Cap Juan. 12. febr. Tígrisdýrið er komið til Cap. 13. febr. Ófreskjan er í nótt í Grenoble. 14. febr. Hinn grimmi harðstjóri er kominn fram hjá Lyon. 15. febr. Ofbeldismaðurinn er nú ekki lengra frá París en 60 mílur. 16. febr. Bonaparte fer nú hratt yfir til París. 17. febr. Napoleon er nú kominn að borgarveggjunum. 18. febr. Keisarinn er nú kominn til Fontainebleau. 19. febr. Hans keisaralega og konunglega hátign hélt í dag inn í sínar keisaralegu hallir með sigur- hrósi sinna trúu og auðmjúku þegna. Gætti ekki að sér. Tveir menn, sinn í hvorum kaupstað voru að tala saman í síma. Talið var að konu einni á millistöð væri gjarnt til að hlusta. Mönnunum 'var kunnugt um þetta og þá segir annar, að nú segi hann ekki meira því að kerlingarhelvítið — og nefnir hana með nafni — liggi sjálfsagt í símanum og hleri Þá er gollið við í símanum og sagt í bræði: „Og það er andskotans lýgi, eg er ekkert að hlusta“. Ekki hefir heyrst, að stjórnarliðunum hafi orðið það sama á og kerlingarhortunni, þegar þeir lögðu við hlust- irnar í bílstiþraverkfallinu. Veiðarfæri — og allt annað til útgerðar — fyrir komandi vertið verðnr eins og undanfarið, bezt að kaupa hjá Verslun O. Ellingsen Elsta og stærsta veiðarfæraversl. landsins Biðjið um verðfitboð! Símnefni: Ellingsen, Reykjavik Kærkomnustti jólagjafírnar. uerður í dr einkuer fallegur hlutur úr nýtísku kúnst Keramík eða hanðskornum Krístaíí. En hanða börnunum fallegir hyggingar-kubbar og ðúkkur. fDest úrual. — Lcegst uerð. Allír tíl K. Eínarsson & Björnsson. Bankastrceti 11. Úrvalslfóð. Eggert P. Briem byrjaði á því, þegar hann var bóksalL að gefa út úrvalsljóð eftir íslensk skáld og var frágangur allur hinn fegursti, pappír og prentun í besta lagi og bæk- urnar bundnar í alskinn. Fyrst komu út úrvalsljóð eftir Jónas Hallgrímsson, síðau kom Bjarni Thorarensen, og sá Kristján Albertson um val kvæðanna og ritaði snjallan formála um skáldskap Bjarna- Og loks kom Matthías, og sá Árni Pálsson um útgáfuna, og þarf enginn að efast um, að þar hefir verið smekklega valið- Nú eru komnar heildarútgáfur af verkum allra þessara skálda, mjög vandaðar, en sá er galli á gjöf NjarðaU flestar þeirra eru svo dýrar, að mörgum Ijóðelskum mann- inum verður um megn að eignast þær. — Þessi úrvalsljóð til samans eru hinsvegar ekki jafndýr og útgáfa þeirra Jónas- ar og Bjarna er hvor fyrir sig, og geta menn því fyrir 24 ' 30 kr. eignast úrvalsljóð allra þessara höfuðskálda þjóðai vorrar. — Ætlunin mun að halda þessari útgáfu áfram og verður þetta hið smekklegasta ljóðasafn, sem út hefir kom- ið hér á landi. ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA H.F.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.