Stormur - 14.02.1938, Qupperneq 3
S T O R M U R
3
Uppeldi Og kynferðismál.
Fyrir nokkru var byrjað að birta dálítinn útdrátt
úr kaflanum „Uppeldi og kynferðismál“, úr bók Ber-
trands Russels: Uppeldið. Hér kemur nokkuð viðbót:
„Forvitnin um kynferðismál byrjar að öllu sjálf-
sögðu á þriðja ári. Það verður með þeim hætti, að barnið
fer að hafa áhuga á mismunandi líkamsskapnaði karls
og konu. Á þessari forvitni og forvitni bamsins yfirleitt
er enginn eðlismunur. Hún er aðeins einn hluti af hinni
almennu forvitni þess. Þau sérkenni, sem á henni hafa
verið fundin meðal barna, sem hafa fengið vanabundið
uppeldi stafar af þeirri siðvenju fullorðna fólksins að
sveipa dulhjúp um þessi mál. Þegar um engan slíkan
dularhjúp er að ræða, hverfur forvitnin jafnskjótt og
hún hefir verið södd. Frá upphafi ætti barninu að leyf-
ast að sjá foreldri og systkini nakin, þegar svo ber und-
ir. Það má með engu móti gera neitt veður út af þessu.
Það má hreint og beint ekki vita, að fólk bindi nokkrar
tilfinningar við nekt sína, (auðvitað verður það að fá
vitneskju um það síðar). Það mun koma fljótt í ljós, að
barnið tekur fljótt eftir mismuninum á föður sínum og
móður og tengir hann mismuninum á bræðrum sínum
og systrum. En jafnskjótt og þetta hefir verið athugað,
dregHr það ekki að sér meiri athygli en bollaskápur, sem
oft stendur opinn. Auðvitað verður að svara hverri/spurn-
ingu, sem barnið spyr á þessu tímabili, alveg á sama hátt
og spurningum um annað efni mundi verða svarað.
Að svara spurningum er aðalverkefni hins kyn-
ferðislega uppeldis. Tvær reglur nægja. í fyrsta lagi:
Gefið sönn svör við spurningunum. í öðru lagi: Lítið á
þekkingu í kynferðismálum alveg eins og aðra þekkingu.
Ef barnið spyr greindarlegra spurninga um sólina og
tunglið eða skýin, eða bíla, eða gufuvélar, er yður ánægja
að svara því eins rækilega og barnið er fært um að skilja.
Að svara slíkum spurningum er einn af meginþáttum
uppeldisins á fyrstu árunum. En ef barnið spyr spurn-
inga, sem tengdar eru kynferði, freistast menn til að
svara: „Uss, uss“. Ef menn hafa ekki lært að svara
þannig, svara menn stutt og þurlega, ef til vill dálítið
vandræðalega. Barnig tekur undir eins eftir hugblænum
og á þann hátt hafa menn lagt grundvöllinn að óheil-
brigði og forvitni. Það ætti að svara hér með sömu ná-
kvæmni og eðlileika eins og spurt hefði verið um eitt-
hvað annað. Leyfið ekki sjálfum yður þá tilfinningu, jafn
vel ekki óafvitað, að það sé eitthvað ógeófelt eða saur-
ugt tengt kynferðinu. Ef þér gerið það, lýstur tilfinn-
ingu yðar niður í barninu.. Því hlýtur óhjákvæmilega að
finnast, að það sé eitthvað viðbjóðslegt við samlíf for-
eldra sinna. Síðar mun það álykta, að þau telji ljótt það
atferli, er leiddi af sér tilorðningu þess. Slíkar tilfinningar
kæfa nærri því allar sælar eðlisbundnar tilfinningar, ekki
einu sinni í bernsku, heldur einnig síðar á ævinni.
Ef barnið eignast bróður eða systur, þegar það er
orðið nógu gamalt til spyrja spurninga um þetta, þá
segið því, að barnið hafi vaxið í líkama móður sinnar,
og segið því einnig, að það hafi sjálft vaxið á sama hátt.
Það verður að fá að sjá móður sína, gefa baminu að
sjúga, og segið því, að alveg sama hafi verið gert við
það. Þetta, eins og alt annað, sem tengt er kynferðis-
málum, verður að gerast án hátíðleika, alveg í vísinda-
legum anda. Það má ekki tala við barnið um hið „dular-
fulla og heilaga hlutverk móðernisins“. Alt verður að
gerast á hlutlægan hátt.
.... Hlutverk föðursins í æxluninni kemur síðar í
umráða í sambandi við daglega viðburði, nema barnið
sé alið upp í sveit. En það er mikilsvert, að bamið fái
þessa vitneskju frá foreldrum sínum, eða kennurum, en
ekki frá börnum, sem ilt uppeldi hefir gert ógeðfeld. Eg
man glögt þegar ég var fræddur um þetta út í ystu æsar
tólf ára gamall, af öðrum dreng. Alt var þetta' sagt á
saurugan hátt, eins og klám væri. Þetta var hin venju-
lega fræðsla í þessum efnum, sem drengir fengu, þegar
eg var að alast upp. Af þessu leiddi, að ástalíf stóð alla
ævi sem eitthvað saurugt og skoplegt fyrir hugsjónum
langflestra þeirra, með þeim árangri, að þeir gátu ekki
virt þá konu, sem þeir höfðu haft samræði við, jafnvel
þótt það væri móðir barnanna þeirra. . . . Það verður frá
upphafi að ræða um ástalíf, sem eðlilegt og siðsamlegt og
tengt yndisþokka. Að gera annað, er að eitra samlíf
manna og kvenna, foreldra og bama. Ásalífið birtist í
sinni fulllcomnustu mynd meðal manns og konu, sem elska
hvort annað og börn sín. Það er miklu æskilegra að börn-
in fái fræðslu sína um kynferði í sambandi við samlíf
foreldra sinna, heldur en þau fái fyrstu kynningu sína
frá dónum.
Ef engar líkur eru til þess, að barnið fái óheppilega
vitneskju um kynferðið af vörum annara barna, mætti
fresta fræðslu um það, þangað til barnið leitar hennar af
eigin hvötum, og þyrftu foreldrar þá ekki annað að gera
en að svara spurningum þess — þó yrði það að fá að
vita alt fyrir kynþroskaskeiðið. Þetta er auðvitað alveg
bráðnauðsynlegt. Það er ómannúðlegt að láta slíkar lík-
amlegar og andlegar breytingar koma drengjum og
stúlkum á þessum aldri að óvörum, sem sennilega ímynda
sér, að þau hafi tekið hræðilegan sjúkdóm. Ennfremur
er alt, sem að kynferðismálum lítur, svo eldfimt á kyn-
þroskaskeiðinu og fyrst á eftir, að unglingarnir geta
»3kki hlýtt á það með vísindalegri hugarró, en það geta
þau hæglega fyrir þann tíma. Af þessum ástæðum ættu
unglingar að fá að vita alt um eðli og athafnir kynferð-
isins, áður en þau komast á kynþroskaskeiðið, alveg án
tillits til hættunnar á viðbjóðslegri fræðslu af vörum ann-
ara barna.
Það er undir ýmsum atvikum komið, hversu löngu
fyrir þennan tíma væri heppilegt að veita þessa fræðslu.
Það verður að segja greindu og eftirtektarsömu barni
þetta fyrr en andlega sljóu barni. — Það ætti aldrei að
vera til ósödd forvitni. Hversu ungt, sem barnið er, verð-
ur að segja því það, sem það spyr um. Og framkoma for-
eldranna verður að vera með þeim hætti, að barnið spyrji
þau ef það langar að vita eitthvað. En ef það spyr ekki
af sjálfsdáðum, verður alténd að segja þeim um þessi
efni fyrir tíu ára aldur, vegna þessarar hættu, sem stafar
af óhollri fræðslu. Það er því æskilegt að örva fróðleiks-
fýsn þess með fræðslu um æxlun jurta og dýra. Það má
ekki gerast með neinni hátíðlegri athöfn, þar sem fað-
irinn ræskir sig og tekur til ftiáls með svofeldum orðum:
„Jæja, drengur minn, það er nú mál til komið, að ég
segi þér nokkuð, sem þú þarft að vita“. Það verður að
gerast eins og annar daglegur viðburður. . . . Ungt fólk
verður að fá að vita um kynferðissjúkdóma, áður en það
getur átt á hættu að sýkjast af þeim. Það ætti að fá sem
sannasta þekkingfu um þá, lausa við allar ýkjur, sem
sumt fólk reynir að viðhafa af áhuga á siðferðinu. Það
ætti að læra, hvernig hægt er að forðast þá, og hvernig
þeir verða læknaðir.
.... Það ætti að innræta ungu fólki, að það er mikið
alvörumál að eignast barn, og að til þess ætti ekki að
stofna, nema skynsamlegar líkur séu á því, að barninu
geti hlotnast heilsa og hamingja.
.... Það ætti að kenna stúlkum, að líkindi séu til,
að þær verði mæður síðar meir, og þær ættu að nema
frumdrögin að þeirri þekkingu, sem að gagni geti komið
í því efni... Eftir því, sem nauðsyn þekkingarinnar er