Stormur


Stormur - 14.02.1938, Qupperneq 4

Stormur - 14.02.1938, Qupperneq 4
4 S T O R M U R betur skilin, eftir því verður móðernið meira aðlaðadni fyrir greindar konur. .... Áður fyr gerspiltu foreldrar sambúð sinni við börnin með því, að prédika fyrir þeim, að þeim væri skylt að elska sig. Ennþá eyðileggja mörg hjón sambúð sína með sama hætti. Ástin getur ekki orðið skylda, af því, að hún er ekki á valdi viljans. Hún er náðargjöf, besta náðar- gjöfin. Þeir, sem hneppa hana í -varðhald, spilla þeirri fegurð og þeim unaði, sem hún getur aðeins veitt, þegar hún er frjáls og óbundin. Hér er einnig við óttann að etja. Sá, sem óttast að missa hamingjugjafa sinn, hefir þegar mist hana. Hér sem annarsstaðar er óttaleysið meginkjarni alls vísdóms. Úr kaflanum um refsingar. Vægar hegningar eru nytsamlegar til þess að bæta úr ýmsum smávægilegum yfirsjónum, dinkum miður heppilegur siðum. — Lof og last eru næsta mikilvægar tegundir verðlauna og refsinga fyrir ung börn og jafn framtfyrir eldri drengi og telpur, ef um þann er að ræða, sem barninu stendur virðing af. Eg álít að það sé ekki gerlegt að ala upp barn án þess að beita lofi og lasti, en þar verður að gæta nokkurrar varúðar. — í fyrsta lagi má ekki beita því til samanburðar. Það má ekki segja barni, að það hafi unnið betur en eitthvert annað barn, eða að eitthvert annað barn sé aldi’ei óhlýð- ið: Hið fyrra leiðir af sér fyrirlitningu og hið síðara óvild. í öðru lagi ætti að beita lasti miklu minna en lofi. Það ætti að vera hrein hegning, sem látin er í té, þegar barnið tekur eitthvert óvænt hliðarhopp frá góðri hegð- un og því ætti aldrei að vera haldið áfram, eftir að það hefir borið árangur. I þriðja lagi ætti aldrei að lofa neitt, sem alveg er sjálfsagt, að barnið geri. ... Á öll- um aldri ættu börn að hljóta lof fyrir óvenjuvel unnin verk. Lof fyrir þrekraunir er hið ánægjulegasta, sem æskunni getur fallið í skaut, og óskin eftir þessari ánægju er réttmæt viðbótaruppörvun, þótt hún ætti ekki að vera aðalhvötin. Aðalhvötin ætti altaf að vera fólgin í áhuga á málefninu sjálfu, hvert svo sem málefnið er. SWA N hveitið er viðurkennt sem ágætis kökuhveiti og til allrar heimabökunar. i smápokum 50 kg. pokum Ávallt til fyrirliggjandi, Heildverstun Garðars Gístasonar STANDARD BAÐHERBERGI MEÐ „STANDARD“ HREIN LÆTISTÆKJUM ÚR POSTULÍNI (VITREOUS CHINA) — ERU^EG- URST OG FULLKOMNUST. — BIÐJIÐ UM „STANDARD", ÞAÐ BORGAR SIG BEST. Helgi Magnússon & Co. REYKJAVÍK, HAFNARSTRÆTI. Lfftryggingar Liftryggingardeild Sjóvátryggingarfjelags íslands h.f. Aðalskrifstofan: Tryggingarskrifstofa: Carl D. Tulinius & Co. Simi 1700 Simi 1730 Rio-kaffí jaftian fyriríiggjandi í heildsölu. Reykjavik. Pórður Sveinsson & Co. h.f fSAFOI.DARPKKNTSMIÐJA H.F.

x

Stormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.