Stormur - 09.12.1939, Qupperneq 2
2
STORMUR
landi „frá framleiðslunni“ til þess að setjast við „innivinnm
með föstu kaupi“ hjá ríkinu og ríkisstofnunum, en inn-
fæddir Reykvíkingar verða að ganga atvinnulausir vegna
þessara aðskotadýra. Og stóreflis fyrirtæki og skrifstofu-
bákn eru stofnuð til þess að geta fjölgað málaliðinu, og
mönnunum, sem notaðir eru sem milliliðir til þess að draga
fé úr ríkissjóðnum til þess að halda uppi flokkaáróðrinum.
— Og þegar einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins, Jón
Pálmason, ætlar að gera skyldu sína, leysa samviskusam-
,lega af hendi það starf, sem honum hefir verið falið, og
birta nöfnin á þessum ,,afætum“ og tölur yfir hvað æti
þeirra kostar ríkissjóðinn og íslensku þjóðina, þá rísa auð-
vitað þessar afætur og verndarar þeirra upp og banna að
ósóminn komi fyrir almennings sjónir. — Banna, að flett
sé ofan af óráðvandasta og siðspiltast stjórnarfarinu, sem
nokkru sinni hefir ríkt í þessu landi.
— Þingið hefir nú tekið á sig heilmikla rögg gagnvart
Kuusinenmönnum, kommúnistunum íslensku, sem lifa í trú
en ekki í skoðun. — Sjálfsagt harma hvorki eg eða þú
það, að þessum arftökum þeirra manna á Sturlungaöldinni,
sem alt sitt ráð sóttu undir erlent vald, sé viðeigandi lítiis-
virðing sýnd. — En þess er rétt að minnast, að kommúnist-
arnir íslensku og Stefáns-Jóhanns-flokkurinn — eða hvað
hann nú heitir — eru í sama blóðflokknum, hafa lengstum
unnið saman, eru líkir að innræti og hafa sama markmið.
Og það er ekki heldur rétt að gleyma því, að þessi fóstur-
börn Stalins eru líka fósturbörn Hriflu-Jónasar og Fram-
sóknarfiokksins.
Og mikið má það vera, ef Stefán Jóhann, Haraldur,
Sveinbjörn Högnason og ýmsir aðrir jafnaðar- og fram-
sóknarmenn, sem eru hreinir byltingarmenn í hjarta sínu,
yrðu lengi að „láta sér segjast" — svo að gamalt orðtæki
Stefáns Jóhanns sé notað — ef svo skyldi fara, að rúss-
neski risinn teygði hramma sína yfir Noreg og Svíþjóð. —
Mér er nær að halda, að þessir menn myndu þá jafnvel
verða enn auðmjúkari í þjónkun sinni en t. d. Héðinn Valdi-
marsson. — En það er auðvitað ákaflega þægilegt og kær-
komið fyrir Stefán Jóhann og hinn hrörnandi flokk hans,
sem dauðahryglan var komin í, að fá annað eins tækifæri
og þetta, sem kommúnistar hafa nú gefið þeim, upp í hend-
urnar. — Má vera, að þessi fíflskapur kommúnista og undir-
lægjuháttur, megi enn um stund verða til þess, að skýla
rotnuninni og spillingunni í hans eigin flokki — og bræðra-
flokknum — Framsóknarflokknum.
Vertu svo bless.
Þinn einl.
Jeremías.
Happdrætti
Háskóla íslands
Notið tœkifærið.
I 10. flokki eru 2000 vinningar.
Samtals 448900 krónur.
Happdrættisvinningar koma sér vel fyrir jólin.
Ur bréfum
Stephans G. Stephanssonar
I.
í bréfi til Guttorms J. Guttormssonar 1909 skrifar Stephan:
Ég hefi aldrei allskostar verið ánægður með sjálfan mig, en
nú er ég þó þeim þakklátur, sem geta gert sér kvæðin mín að
einhverju góðu, og líklega er ég aldursforseti þess, sem einu
sinni var ófyrirleitnast í íslenskum kveðskap, þess, sem að
vilst hefir vestur á bóginn. Huggunin í öllum leirburðinum
er nú þetta, að hafa „ærlega reynt að gera það bölvaðasta“,
eins og við strákar sögðum stundum heima, þegar við unnum
dýran eig og drengilegan. Víst væri gaman að gá Gvend frá
Sandi vestur, ef þú getur komið því til leiðar, en ekki held ég
að „Matta“ skáldi lítist á það, því að honum er síður um,
að Gvendur sé jafnoki sinn í neinu, og við sendum ,,Matta“
til Chicago, eins og þú kannske manst, sýningarárið góða,
þegar hann villtist á járnbrautinni í Minnisota, og kom hvergi
fram í mannabygð, og laumaðist frá únitörum yfir í lútherskra
land, sem segir í „Chicagó-förinni“.
II.
Úr bréfi til Eggerts Jóhannssonar 1909 :
.... „Ég man ekki til. að Englendingar eða Ameríkumenn
hafi rekist á gott hjá annara þjóða mönnum fyrr en Frakkar
eða Þjóðvei’jar höfðu sýnt þeim það. I bókmenntum eru menn
af ensku kyni þrörisýnastir sjálfbirgingar af mentuðu stór-
þjóðunum. Og dagblöðin herma, þau hafa flest ekki vit á
neinu öðru en því, hvernig því og því verður snúið upp í
glamur og gylling fyrir sig og sína. Ef t.d. .Westerward Ho‘
hefði fengið tvær línur af stirðasta leirburði frá Kipling
með nafninu hans undir, hefði það gleiðgosalegað þeim á titil-
blaðið með miklum kostnaði og sent svo sem 1000 sterl-
ingspunda ávísun. Brandes, Björnson, Ibsen, Tolstoj, allir
heimsfrægir bókmenntamenn, láta aldrei sjá sig í Englandi.
Þeir fara til Frakklands, Þýskalands og Rússlands, jafnvel
Póllands. Þeir vita hvers vegna. Er þá von, að snáðar eins ég
eigi þangað erindi.
III.
í bréfi til Baldurs Sveinssonar 1910, gerir Stephan svofelda
grein fyrir trúarskoðun sinni:
„.....Og satt að segja, ég hefi trú á lífinu, mönnunum —
en guð og himnaríki finnst mér fátt um. í fám orðum, ég held
við þetta: Lífið er eilíft, eins langt og séð verður, var til og
verður til. Það er alls um vert, að um það fari sem best. —
Það, sem einstaklingurinn á sameiginlegt með lifanda manna
lífi, lifir þótt hann deyi. Þegar þess arna kennir í kvæðunum
mínum, er það ekki af því, að ég telji mig „trúboða“ van-
trúarinnar, heldur hitt: Hefði ég nokkurn tíma mátt mín,
hefði ég freistast til að flýta fyrir degi, þegar það yrði leng-
ur engum unnt að falsa vigt manngildisins á villuvog guð-
fræðinnar. Svo hefi ég sagt þér eins og er, Baldur minn!“
ÖLL LEIKFÖNGIN
ÚR
E D IN B O RG