Stormur - 23.02.1940, Blaðsíða 1

Stormur - 23.02.1940, Blaðsíða 1
ORMUR Ritstjóri: Magnús Magnússon XVI. árg. Föstudaginn 23. febrúar 1940 5. tölublað Landsreikningurinn 1937 Stjómarráðskostnaður umfram ætlun ca. 42500 krónur. — Jurtakynbætur. Ólafur Friðriksson. 8. athugasemdin er svohljóðandi: „Kostnaður við Stjórnarráðið hefir farið fram úr á- ætlun fjárlaganna um kr. 42466.68. Hæstu umframgreiðslur eru þessar: 3. a. Kostnaður við dómsmálaráðuneytið . . kr. 11544.06 3. b. Annar kostnaður........................ 29661,83 Yfirleitt virðist þessi stórfeldi kostnaður umfram fjár- lagaheimild liggja í starfsmannafjölgun, hækkulum laun- um og margvíslegum aukagreilslum til eins og annars. Á starfsmannaskrá ríkisins 1937, eru launin yfirleitt ■ miklu hærri en launalög heimila. Þar eru laun við Stjórn- arráðið, að fráteknum ráðherralaunum, ríkisféhirði og ríkisbókhaldi, en þeir liðir eru að mestu í samræmi við fjárlög, samtals kr. 129675,00. En eyðslan er með aukavinnu o. fl. kr. 170871,00, eða kr. 41196,00 hærri en starfsmannaskrá tilgreinir. I jjessari upphæð kennir margragrasa, en á fátt eitt skal hér minst. 1. Til Ólafs Friðrikssonar er greitt fyrir umsamið verk kr. 2500.00. 2. Til Sigfúsar M. Johnsen kr. 6000.00. 3. Fyrir útgáfu ritsins: „Enn um háskólann og veit- ingarvaldið“ hefir verið greitt kr. 1131,75. Virðist hæpin heimild til að greiða úr ríkissjóði útgáfu slíkra varnarrita. 4. Bifreiðakostnaður Stjurnarráðsins, færður þar til reiknings, hefir orðið kr. 2941.50. Þar af sérstaklega eytt af Haraldi Guðmundssyni atvinnumálaráðherra kr. 1426,25 og Eysteini Jónssyni fjármálaráðherra kr. 582,00. Af reikn- ingunum er ekki hægt að sjá hve mikið af þessu er í þarf. ir embættanna og hve mikið í pólitískar og persónulegar þarfir.“ Ráðuneytið svarar þessari athugasemd, sem felur all- mikið í sér með eftirfarandi: „1. Ólafur Friðriksson hefir fengið þessa upphæð fyrir vinnu við bók um jurtakynbætur. 2. Sigfús Johnsen er skipaður fulltrúi í dómsmála- ráðuneytinu og á því rétt til launa, með því, að honum hefir ekki verið vikið frá starfi. 3. Réttmætt þótti að greiða úr ríkissjóði kostnað við að svara árásum, er kenslumálaráðherra varð fyrir, út af embættaveitingum við Háskólann. 4. Að sjálfsögðu er ekki greiddur bifreiðakostnaður ráðherranna í persónulegar eða pólitískar þarfir. Hefir athugasemd um þetta komið fram áður og vísast að öðru leyti til svars við henn.i, sem prentuð er með landsreikn- ingi 1936“. Yfirskoðunarmaðurinn telur þetta ekki fullnægjandi svör og vísar málinu til aðgerðá Alþingis. Yfirleitt er mönnum persónulega vel til Ólafs Frið- rikssonar, því að innrætið er gott, en þar fyrir munu marg- ir efast um, að hann sé fær til þess að semja bók um; burtakynbætur, þótt hann viti dálítinn graut í náttúru- fræði, sem að mestu mun fenginn úr erlendum alfræði- bókum. — Annars hefði það legið nær, ef Ólafur þurfti á þessum krúnkum að halda, að láta hann hafa þær fyrir að gera athuganir og tillögur um, hvernig gera mætti mann-kynbætur á rauðliðum. En hvernig er það, því kemur þessi vísinda.ritgerð Ólafs ekki út? Og hvar er handritið? Er það geymt á svo öruggum stað, að það geti ekki brunnið? Hvernig stendur á því, að Sigfús iJohnsen tekur ekkí við starfi sínu í dómsmálaráðuneytinu? , ósvífni er það blátt áfram — og nálgast það, þegar Tíminn var gefinn út á ríkissjóðs kostnað — að láta ríkissjóð kosta árásargreinar Haraldar Guðmundssonar á Háskólann. — Fór það saman í þessari vörn Haraldar, að málstaðurinn var illur og vörnin öll slæleg og órök- studd. Mundi ekki líðast í nokkru öðru landi en hér, slík ásælni æðstu manna þjóðfélagsins í það fé, sem þeim er trúað fyrir. Alleinkennilegt virðist það, hversu mikið flangur Har- aldur hefir orðið að hafa vegna embættis síns, þar sem bifreiðakostnaður hans er um það bil þrefalt hærri en Ey- steins. — Annars má auðvitað deila um það, hvort það sé heiðarlegt eða ekki, að láta ríkissjóð greiða bifreiðar- kostnað að fullu, enda þótt bæði persónulegum og pól.it- ískum erindum sé lokið jafnframt því, sem — a. m. k. á yfirborðinu — eitthvað er gert í embættisins þágu. — Það munu líka finnast þeir menn, þótt fátt muni vera af þeim í hópi rauðliða, sem telja það ekki nema miðlungs- ráðvendni, að skrifa á ríkissjóðskostnað bílakstur milli heimilis ráðherrans og stjórnarráðsins í veðri, sem jafnve.l hvítvoðungar þyldu að liggja allsberir úti í. 15. athugasemdin er svohljóðandi: „Eg hefi gert kröfu um að fá reikning um framlög- til atvinnubóta, sem í hefir verið greitt úr ríkissjóði kr. 500500,27. Um þetta hefi jeg svo fengið reikninga frá vegamálastjóra yfir atvinnubætur á þessum stöðum: 1. Hafnarfjarðarvegi, er greitt hefir verið til kr. 81364,94 2. Fossvogsbraut —— ----- kr. 71452,35 3. Elliðaárvegi ----- ---------- kr. 59946,77 4. Mosfellssveitarvegi ----- ---------- kr. 5828,18 5. Landsspítalalóð --------- —--------- kr. 50,75 6. Til framræslu í Flóa — ----- kr. 62377,22 7. Sogsvegi ----- ---------- kr. 15000,00 Þetta gerir samtals kr. 296000,21 og hefir Reykja- víkurbær, að því er virðist, greitt þar af kr. 20000,00. Um það er spurt í sambándi við þetta, hve mikið fje alls Framhald á bls. 3

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.