Stormur - 23.02.1940, Qupperneq 4
4
STORMUR.
Spurningum svarað
Margir eru að spyrja mig, hvernig mér hafi geðjast
að mönnum og málefnum Hafnfirðinga meðan ég dvaldi
■þar. Ég get ekki svarað því á annan hátt en: ágætlega
vel. Ég flutti þangað árið 1920, og var þar rúman tug ára.
Ég hafði ^ltaf nóg áð gera. Vil ég því lýsa ástandi þar þá:
Vinnuveitendur til sjós og lands:
Ágúst Flygenring vra dugnaðar-, gáfu og gæðamað-
tir, sem hafði stóran atvinnurekstur, er margir fengu vinnu
við, en vegna fiskitregðu og aldurs hans, seldist rekstur
hans Hafnarfjarðarbæ, er heitir síðan „Bæjarútgerð", sem
síðan hefir verið rekin af ágætum dugnaðarmanni, Ásgeiri
Stefánssyni, sem áður stundaði húsasmíði. Mér er kunn-
ugt um, hvaíi Ásgeir reyndist vel fátækum, sem hann bygði
fyrir, sérstaklega einum mjög heilsutæpum, og yfir höfuð
hafði ég ekki nema gott til hans að segja og allra bræðra
hans.
Félagarnir Ásgrímur og Þórarinn, reka útgerð (Ak-
urgerði) með lofsverðum dugnaði, og eru drengir góðir.
Stórvinnuveitandi Bookless Brothers, enskur, sem
hætti og seldi öðrum enskum, Hellyer Brothers, sem hætti
þar líka eftir nokkur ár, og var það skaði fyrir vinnandi
fójk.
Böðvarsbræður höfðu talsverðan atvinnurekstur, og
eru alþektir sómamenn.
Einar Þorgilsson, með stóran atvinnurekstur, ágætur
sómamaður, og ég vil segja um hann nokkuð, sem er ó-
vanalegt, sem er það, hvað hann reyndist vel útslitnu fólki,
sem hafð.i unnið hjá honum. Mér er það líka minnisstætt,
hvernig honum fórst vel við verkstjóra sinn, sem fór á spít-
ala, og hjálpaði heimili hans. Eitthvað hefi ég heyrt að
hann hafi styrkt pilta til náms (veit það ekki með v,issu).
Eftir andlát Einars hafa synir hans stjórnað atvinnurekstr-
inum með dugnaði og gæðum.
Loftur Bjarnason, með stóran atvinnurekstur, gæða
drengur. Hann veitti mikla atvinnu hjá sér.
Hlutafélagið Rán. Framkvæmdastjóri þess félags þá
var Guðmundur Jónasson, og var hann jafnframt verk-
stjóri þess félags úti á „Mölum“, og fórst það vel, því
hann vann alt með vöndun og prýði.
Þá vil ég segja, að mér fanst Hafnarfjörður ekki síðri
bestu kaupstöðum landsins með allar góðar framkvæmdir
og dugnað til sjós og lands.
Eingöngu á landi:
Ágætis dugnaðarmaðurinn Jóhannes Reykda.l, með
stóra verksmiðju og stórbú. Hlutafélagið „Dvergur", sem
er dásamlega vel stjórnað af þar ráðandi mönnum. Þar
voru margir, sem höfðu búrekstur og jarðabætur. Þar voru
2 járnsmiðjur stórar, vel stjórnað og margar verslanir.
Ingólfur Flygenring, vandaður drengur, með íshús. Þar
var vandað sjúkrahús, góð lyfjabúð, ágætir 2 læknar, Þórð-
ur Edilonsson og Bjarni Snæbjörnsson, svo var sá þriðji
kominn, sem ég kyntist ekkert, en sagður var góður mað-
ur. Þar var bíó og kaffihús, klæðskerar, skósmiðir, skólaiv
barnaskóli og Flensborgarskólinn, símstöð, rafstöð, 2 kirkj-
ur með góðum prestum, verkstjórar við bryggjur, þeir Jón
og Gísli, ágætis félagar. Vegavinnuverkstjóri Sigurgeir-
Gíslason, orðlagður gæða- og dugnaðarmaður. Tvö brauð—
gerðarhús. Málarar, múrarar og trésmiðir.
Bæjarfógeti Magnús Jónsson, orðlagður gæða- og-
dugnaðarmaður. Hann hafði óvenjumikið starfsþrek og:
afkastaði því miklum störfum. Hann hafði duglegan og.
ágætan fulltrúa, Finnboga Arndal, sem nú er sjúkrafélags-
gjaldkeri. Bæjarfógeti, Magnús, hafði með sínu embætt.i
bæjarstjórnarstörf yfir 20 ár, fyrir mjög litla borgun. Égr
heyrði menn sþyrja hann, hvernig stæði á því, áð hann
ynni þessi störf fyrir bæinn, fyrir sama sem ekki neitt-
Eftir litla þögn sagði hann, að gjaldendur hefðu nógu
þungar peningabyrðar. Þar var gaman að sjá og heyra á-
gætan verkalýð fara með ánægjusvip og vinsamlegu umtalí
til vinnu og frá. Oft heyrði ég þegar togarar voru að fara
frá bryggju, verkamenn segja, að guð gæfi þeir kæmu
hlaðnir til baka, svo að útgerðin tapaði ekki, það er okk-
ar hagur líka. Kom þá óheppilegur maður til valda hér-
á landi, sem umturnaði velsæmi þjóðar.innar, og hagaði
sér sem duglegur Rússi, og svo var haft eftir mætum mönn-
um, að honum væri ekki sjálfrátt, — en ekki meira um það
í þetta sinn. Á þessum óhappa tíma kom heim Emil Jóns-
son, útlærður verkfræðingur, vel gefinn, sem þurfti at-
vinnu, fékk bæjarstjórastöðuna, sem hann hafði í nokkur
ár, en er nú vitamálastjóri. í stað hans er nú kominn:
Friðjón Skarphéðinsson, ágætur drengur, en í stað Magn-
úsar Jónssonar, bæjarfógeta, ér kominn Bergur Jónsson*.
orðlagður ágætismaður.
Svo enda ég þessar sagnir, og bið afsökunar, hvað þær-
eru ófullkomnar.
Með ósk um gleðilegt ár.
Reykjavík, 6. febr. 1940.
Björn Jónsson.
Rí o>kaf f i
Alfaf fyrirlis'g'jardi
Þ. SveÍnssoD & Co.
.
'
Kol og koks
Nægar birgðir ávallt fyrirliggjandi.
Verð og gæði hvergi betra.
Kolasalan s.f.
Reykjavik,
Simar: 4514 & 1845.