Stormur - 09.10.1940, Page 2

Stormur - 09.10.1940, Page 2
2 STORMUR ASÍA Hér eftir munu öðru hverju birtast 1 Stormi greinar um helstu þjóðir Asíu, Japana, Kínverja og Indverja, þjóð- hætti þeirra, menningu, stjórnmál og atkvæðamenn. — Verða föng til greina þessara víða dregin að, og farið eftir bestu heimldum, en einkum mun þó verða stuðst við bók ameríska blaðamannsins John Gunther: Inside Asia, sem er stórfróðleg bók og flestum íslendingum ókunn. Þessar þjóðir eru að mörgu leyti einhverjar merkilegustu þjóðir heimsins, og Kínverjar eru t. d. einhver mesta menningar- þjóð, sem lifað hefir í heiminum. Sérstök ástæða er til þess fyrir oss að forvitnast nú lítið eitt um hagi þessara þjóða vegna þeirra atburða, sem nú eru að gerast í heiminum og líkur benda til að framund- an séu. Eins og kunnugt er, stefna Japanar að því, að ná yfirráðum yfir allri Asíu og jafnvel heimsyfirráðum. Vegna þessarar yfirdrottnunarfýsnar má búast við því, að þá og þegar komi til árekstra milli Japana og Bandaríkjanna út af Filipseyjum og yfirráðunum í Kyrrahafinu, og margir spá, að þess muni ekki langt að bíða, að styrjöld hefjist á milli þessara stórvelda. — þá er og grunt á því góða á milli Japana og Breta, en hinir síðarnefndu eiga mikilla hagsmuna að gæta austur þar. öllum ætti því að vera nokk- ur forvitni á að vita, hvernig högum er háttað þar eystra og hverjar líkur séu fyrir því að Japönum auðnist að ná takmarkinu. Þá eru ekki síður Indlandsmálin hin merkilegustu, ekki síst nú á þessum þrengingartímum Breta og mun því mörg- um kærkomið að fá nokkurn fróðleik um þetta merkilega land og merkilegu þjóð. Verður þessum greinum meðal annars sagt frá ýmsum atkvæðamestu mönnum þessara þjóða og einnig frá ýmsum einkennilegum siðum og háttum. Er líf þessara þjóða, menning og allur hugsjónaheimur gerólíkur því, sem í Evrópu er, og verður fyrir þá sök oss enn nýstárlegra. Greinar þessar munu hefjast á Japan og birtist sú fyrsta í blaðinu í dag. 1. kafli. Keisarinn í Japan. Leifar konungsins eru betri en gjafir guðs. Cervantes. Jafnvel keisarinn í Japan er maður. Hann borðar, sef- ur og lifir sínu lífi eins og við hinir. Hann hefir fæðst, hann hefir átt börn, og hann mun deyja. En hin mannlegu ein- kenni hans, eins mikilvæg sem þau þ óeru, hverfa algerlega fyrir hinu guðdómlega eðli hans. Keisarinn í Japan er „fæddur“ en honum eru önnur sköp ætluð en öðrum dauð- legum mönnum. ,,Deyja“ mun hann, en dauði hans, eins og fæðing, er aðeins atburður í eilífri alheimslegri þróun. Hann er maður, en hann er líka raunverulega guð. Og þar eð japanski keisarinn er guðlegur, er hann meira en æðsti stjórnandi ríkisins. Hann er ríkið sjálft. Hinir rétttrúuðu í Japan trúa því, að fullveldið eigi sér bústað í honum, en ekki í neinni stofnun ríkisvaldsins. Keis- arinn og þjóðin eru eitt. Allir Japanar, ekki aðeins keisav- inn telja sig vera af guðlegum eða hálf-guðlegum uppruna, en keisarinn er hinn ríkjandi guð, einskonar alfaðir, sem sameinar alla þjóðina í hinni tignu ópersónulegu og geisl- andi tilveru sinni. Hinir guðlegu eiginleikar keisarans í Japan eru hug- tök, sem erfitt er að lýsa. Þar erum vér undir eins komnir inn á svið dulspekinnar. En það er ógerlegt að skilja jap- önsku þjóðina fyrr en maður hefir gert sér ljósa grein fyrir, hvað krúnan í raun og veru er, því að hún er annað og meira en nokkur krúna í Evrópu, einkanlega vegna þeirrar trúar- helgi, sem við hana er bundin. En samfara örðugleikunum eigum vér það líka á hættu að móðga japönsku þjóðina sem telur keisarann hafinn yfir það að honum sé lýst. Sú lotning og virðing, sem keisaranum er sýnd af öll- um konunghollum Japönum — og þá um leið af langsam- lega mestum hluta þjóðarinnar — er algert einsdæmi í stjórnmálum vorra tíma. Og fyrir Ameríkumenn er hún jafnvel lítt skiljanleg. öllum þeim, sem kunnugir eru kenn- ingum Aristótelesar og Newtons, trúa á gildi vísindalegra rannsókna, frjálsa hugsun og staðreyndir reynslunnar, mun finnast æðimargt í japönsku dulspekinni furðulegt og lítt samrýmanlegt við heilbrigða dómgreind og skynsemi. Allur þorri Japana ber hina mestu lotningu fyriv keis- aranum, en það eru aðeins fáir, sem hafa séð hann. Þetta kemur til af því, að þeim er boðið að líta til jarðar, þegar hann sýnir sig við hátíðleg tækifæri. I raun og veru er það svo, að þeir hafa alls ekki leyfi til þess að horfa á hann, og það eru ekki nema þeir hugrökkustu, sem brjóta þetta bann á laun. Þessi siður á rót sína að rekja til þeirrar goð- sagnar, að sá verði blindur sem horfir á himinsins son. Myndir eru mjög fáar til af keisaranum og á þeim flestum er hann með slæðu fyrir andlitinu. Þegar keisarinn er á ferðalagi verður að setja hlera fyrir alla glugga þar sem hann fer um og það enda þótt leið- in skifti hundruðum mílna. Enginn má horfa niður á keisarann. Það hefir aldrei verið lokið við turninn á nýju lögreglustöðinni í Tokio, af því, að það sýndi sig, að frá nokkrum gluggum í honum var hægt að sjá niður í lystigarð keisarans. (Á síðustu tímum hefir þó orðið að leyfa undantekning frá þessu; þegar keis- arinn t. d. setur þingið, horfa blaðamennirnir frá svölunum í raun og veru niður á hann). í febrúar 1939 bannaði japanska lögreglan sýningu á Ilamlet af því að hinar „hættulegu hugsanir“ Hamlets gátu dregið úr virðingunni „fyrir konungdóminum". Ameríska tímaritið „Times“ birti 1936 forsíðumynd af keisaranum. Ritstjórarnir voru beðnir um að skora á les- endur tímaritsins að láta ekki myndina standa á höfði eða leggja neitt ofan á hana. Einu sinni skopteikaði W. Gropp- er keisarann í „Vanity Fair“, og þó fremur meinleysislega. Japanska sendiráðið í Washington bar samstundis fram mótmæli. Japanska útgáfan af ,,Fortune“, ágætu blaði, var bönnuð þar í landi, þó ekki vegna efnis þess heldur af því að það hafði birt á kápunni mynd af hinu keisaralega chrysanthemum blómi, sem er dýrmætt japanskt tákn (það einkennilega var, að á myndinni voru fimtán blöð í stað þess að þau eiga að vera sextán, en ef til vill hefir átt með þessu að komast hjá því að valda hneyksli, þótt það tækist ekki). Þegar einhver meðlimur keisarafjölskyldunnar sest að í Yamató hótelinu í Mukden leggur hann undir sig alla þriðju hæðina en allir verða að rýma af þeirri fjórðu sam- stundis. Mikilsmetinn erlendur sendiherra spurði japanskan skrifara sinn að því, hvernig honum litist á keisarann sinn, eftir að þeir höfðu báðir setið í garðveislu hjá honum. Skrif- arinn neitaði að svara með þeim rökstuðningi, að það væri guðlast, ef hann svaraði. — Ekkert var samt að athuga við útlit keisarans.

x

Stormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.