Stormur - 09.10.1940, Page 3

Stormur - 09.10.1940, Page 3
STORMUR 3 Einu sinni sagði leiðsögulögregluþjónn keisaralegu skrúðfylgdinni skakt til vegar. Hann blygðaðist sín svo, að hann framdi sjálfsmorð. (Hinsvegar er það ekki rétt, að ekill keisarans eigi að fremja Hara kíri, ef bílnum eða lest- inni seinkar á leiðinni). Enginn læknir fékk leyfi til þess að snerta við líkum föðurs og afa keisarans nema með silkiglófum. Sagan seg- ir, að jafnvel hirð-klæðskerinn hafi orðið að taka mál af föður núverandi keisara í hæfilegri fjarlægð, svo að all örð- ngt veittist að láta fötin fara vel. Mjög þekktur lögfræðingur og prófessor dr. Minobe að nafni, sem í 30 ár hafði verið prófessor í stjörnuvísindum við keisaralega háskólann í Tokyo misti stöðu sína, og komst með naumindum, undan því að verða myrtur, vegna þess, að einhverir urðu til þess að vekja athygli á því, að hann hefði í bók sem hann hafði gefið út fyrir 20 árum, sagt að krúnan væri aðeins einskonar „ríkisstofnun". Frásagnir eins og þessar, sem valdar eru úr fjölda annara ættu að nægja til þess að sýna ljómann og þá dular- fullu áru, sem leikur um keisarann. Vér skulum nú leitast við að skygnast dálítið í gegn um þenna dularhjúp og skýra hvernig hann hefir orðið til, en til þess að særa ekki tilfinn- ingar þjóðarinnar verður það gert með hinni mestu nær- gætni. Keisarinn er lifandi tákn og persónugerningur jap- önsku þjóðarinnar og örlaga hennar, en undir því, hver ör- lög Japan verða eru ef til vill örlög mikils hluta af Asíu komin, og því verður rannsóknin að vera eins nákvæm og hlutlaus og unt er. Að svo mæltu hefjum vér ferðalag vort í þessari heims- álfu með frásögn af keisaranum 1 Japan. FERÐASAGA Framh. , Gott var að koma til Magnúsar míns Ásgeirssonar og konu hans. Var Anna fornbýl og átti súrt, vel mörvað slát- ur, og gaf hún mér nokkra keppi er við skildum. — Þau hafa bygt sér þarna í Laugarási snotrasta hús, sem hit- að er upp með laugavatni, og innan skamms munu garðar og tún prýða umhverfið. — Kveldið var fljótt að líða, en einn morgunn snemma skyldi haldið af stað með mjólkur- bíl niður að Svignaskarði, og síðan með Steindórsbíl á Akranes, því að suður þurfti ég að komast þenna dag, ef ég átti að komast hjá afsögn nokkurra víxla, sem ég hefi haft gangandi í bönkunum nokkur undanfarin ár þeim til styrktar og álitsauka. Vil ég taka það fram hér, af því að svo margir bölva þessum stofnunum, að mér hefir frá því fyrsta líkað prýði- lega við þær og bankastjórana, og þó best við þann, sem misjafnasta hefir fengið dómana. Um morguninn er við kvöddum Magnús og frú hans var þoka í lofti, norðan hryssingur og hraglanda rigning og naut því ekki útsýnisins yfir þetta fagra og tilkomu- mikla hérað, sem Einar Benediktsson lýsir svo í kvæðinu Haugaeldur (Á siglingu um Borgarfjörð) : Jöklanna enni sjást upprétt og skær, efst upp’ til lands yfir skýjanna kafi. Og snjóheiðar falda fannhvítu trafi með flakandi skikkjulafi. En undir er daggarúðans sær; í eiminum marar til hálfs hver bær, með fjúkandi reykjum fjær og nær, sem ferðlaus skip sjáist kynda út á hafi. Héraðsins ásýnd er hrein og mild í háblóma er lífið á völlum og sléttum og úi og grúi af grænum blettum hjá gráum, sólbrendum klettum. Náttúran sjálf er hér góð og gild, sem glitborð, dúkað með himneskri snild, breiðir sig engið. Alt býðst eftir vild. Borðið er þakið með sumarsins réttum. Á leiðinni niður að Svignaskarði mintist ég þess, hversu mikið mér hafði fundist um að koma í Borgarfjörð- inn fyrir um þrjátíu árum, er ég fór seytján ára gamall á Hvítárbakkaskólann og hafði aldrei út úr Húnavatnssýslu komið. — Byggingar og allar verklegar framkvæmdir voru 0<XX><X><XK><X>00<>0<>00<><><><><X>0C>0<X>00<X) þá miklu lengra á veg komnar í þessu héraði en fyrir norðan heiðarnar. Undraðist ég hin stóru íbúðarhús og þó eink- um hlöðurnar og fjárhúsin úr steinsteypu, því að það var lítið um hlöður í Húnavatnssýslu og hvergi voru þær stein- steyptar. Þótti mér það æfintýri, er ég heyrði að vinnu- maður á Arnbjargarlæk, Davíð að nafni, sem raunar var sonur bóndans, ætti 500—600 fjár og hefði bygt stein- steypu hús yfir mestallan þenna fénað. — Guðmundur á Svignaskarði var þá að ljúka við bygginguna á íbúðarhús- inu þar, sem enn stendur og margan hefir hýst, og fanst mér það líkast því, sem ég hefði gert mér í hugarlund að kastalarnir væru, eða höll konungsins í Kaupmannahöfn. Og stofurnar í Bæ, þar sem Björn bóndi Þorsteinsson bjó, fundust mér svo fínar með vængjahurðunum og gyltum listum að ég þorði varla að ganga um þær. Þegar komið var að Svignaskarði hefir stytt upp og veðrið nokkuð batnað. Við göngum upp á hamraborgina og horfum yfir þessa fögru sveit, þar sem hvert stórbýlið er öðru meira. — Þarna er Arnarholti, þar sem Sigurður sýslumaður Þórðarson bjó, maðurinn, sem skrifaði á gam- alsaldri eitthvert snarpasta og hárbeittasta pólitíska á- deiluritið, sem skrifað hefir verið á íslandi og jafnvel þó víðar væri farið. Og þar ólst upp skáldið, sem kendi sig við Arnarholt og æ verður talinn með bestu lýrisku skáld- unum, sem vér höfum átt, þótt ekki lægi mikið eftir hann. Og þarna er Sólheimatunga, góð jörð og falleg, þar sem myndarhjónin Jónas og Kristín Ólafsdóttir bjuggu lengi. Þar gisti ég eitt sinn, er ég var í Mentaskólanum og var á leið heim til mín norður, fótgangandi. Átti ég þar góða nótt, og fylgdi Gústav skólabróðir minn mér langt upp í Norðurárdal á hestum og drukkum við einn brennivínspela að skilnaði og þóttumst menn að meiri. Framh.

x

Stormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.