Stormur - 25.11.1940, Page 1

Stormur - 25.11.1940, Page 1
STORMU R Ritstjóri: Magnús Magnússon XVI. árg. Mánudaginn 25. nóvember 1940. 27. tölublaS. Sundurlausir þankar I. Naumast verður það sagt, að Sólon íslandus Davíðs Stefánssonar sé ádeilusaga á þjóðlíf íslendinga eða stjórn- arfar eins og það nú er og í raun og veru skilur sagan fyrst og fremst eftir hjá lesandanum en glögga og vel gerða mynd af Sölva Helgasyni — þessum hálfbrjálaða lista og hæfileikamanni. — En víða er snjalt að orði komist, frá sögnin fjörug og glaummikil og minnir á freyðandi kampa- vín. Sumstaðar' bregður þó fyrir allsnarpri ádeilu, eins og t. d. í þessari lýsingu á Suður-Þingeyjarsýslu: ,,í þessu bygðarlagi töldu sig allir höfðingja, en það veitt- ist bæði þeim og Sölva jafnörðugt að auðsýna hvor öðrum virðingu. Hann gat á engan hátt viðurkent menningu þeirra, en taldi hana sprottna af lífslygi úrkynja ætta, sem höfðu einangrað sig og blandað blóði í áratugi, stigið hring- dans kringum mykjuhauginn og álitið hann fjallið Síani. Héraðsbúar töldu sig kjarna þjóðarinnar en stórmenska þeirra setti ilt blóð í Sölva, æsti hann til hotfyndni og hlífð- arlausrar gagnrýni. Hann gat á engu merkt, að þeir stæðu öðrum framar. Síður en svo. Húsakynni voru léleg, rækt- un harla lítil, túnin kargaþýfð, stórgripir fáir og rytjulegir. Aftur var sauðfé vænt og margt. En var þá öll þessi í- myndaða hámenning tengd sauðkindinni. Hafði sauðarvitið ekki brjálað dómgreind héraðsbúa? — Ekki bar klæðnað- ur þeirra vott um smekkvísi, sem þó er einn þáttur menn- ingarinnar. Ekki var annað sjáanlegt, en margir settu stór læti sitt í að ganga sem verst til fara. Jafnvel efnaðir bænd- ur, sem voru fyrir öðrum í félagsmálum og hreppstjórn, gengu karbættir með prjónaskotthúfur og litu út eins og skrípi. En þetta þótti tignarmerki heima fyrir. Fátt var þar bókvísra fræðimanna, en margt afglapa, sískrifandi og sí- yrkjandi lofkvæði um hverja lækjarsprænu og hverja hundaþúfu í sveitinni; þóttust þeir spámenn og andlegir skörungar. Sérvisku héraðsbúa gætti þó meira í ræðu en riti. Þegar þeir töluðu, tóku þeir oft langar þagnir, jafnvel í miðri setn- ingu, eins og þeir væru að kafa niður í eitthvert andlegt hyldýpi eftir viðeigandi fágætu eða sérkennilegu orði til að krydda með ræðu sína. Þótti það ótvírætt vísdómstákn. Sumir tömdu sér fornyrði; áttu þau að varpa gullaldar- ljóma yfir ræðu þeirra, en stungu afmjög í stúf, gerðu hana hjákátlega, svo að nærri Iá fíflshætti . . .“. —- En að gætandi er, að það er Sölvi, sem hefir þetta álit á menningu Þingeyinga. — Og svo er langt síðan þetta var. II. 1 þorpi einu á Austurlandi, lætur Davíð Sólon íslandus halda framboðsræðu eina allkröftuga. — Hér fara á eftir fáeinar glepsur úr henni: „------Enginn þekkir íslensku þjóðina betur en ég. Ég er nákunnugur öllum stéttum og hef unnið öll verk til sjá- ar og sveita . .. Ég vil hefja íslenska þjóð til vegs og létta af henni innlendu og erlendu oki: Skattabyrðinni, versl- unarfjötrunum, embættismannafai’ganinu, vanþekkingax- myrkrinu trúai'villunni, hégómanum, skriðdýrseðlinu . . . Þegar erlendir bændur þeysa í kaupstaðina eíns og höfð- ingjar í gljáandi vögnum, lötxnð þið með taglhnýtinga ykk- ar og folaldsmei’ar fót fyrir fót. Ræktun ykkar er engin, bú- stofninn lítill og afurðiimar eftir því. Túnskeklarnir, eru eins og þeir voru fyrir mörgum öldum. Engav framfari. Engin gleði. Aðeins fátækt og strit — vonlaust strit. . . Við sjávarsíðuna er ástandið síst betra en upp til sveit- anna. Sjómenn lepja dauðann úr kx'ákuskel. Þá skortir bæði skip og veiðai'færi. Fleytur þeii’ra eru gamlir og gi’autfúnir manndrápsbollar. Og hver hirðir gi’óðann af veiði þeirra? . . . Þjóðin fálmar sig áfram, og hvex'jir lýsa henni rétta leið út úr myi’ki'inu? Skólakennai'ar? Embættismenn? Al- þingismenn? Nei og aftur nei. Hvoi’ki þing né stjórn, sem nú sitja að völdum. tJr þeiri’i átt skal enginn vænta um- bóta. Ekki skilnings, heldur fávisku. ekki hjálpar, heldur kúgunar. Eða hyggið þið þingmenn ykkar Austfii’ðinga lík- lega til að frelsa þjóðina. (Páll Zophóníasson var ekki þing- maður Austfii’ðinga, þegar Sölvi hélt ræðuna), þó að þeir sýnist skapaðir í kross og nokkurnveginn í maixnsmynd. eru þeir moðstampar og andleg ígulker. . . Þingið er eins og gömul kýr, sem stolist heíir inn á besta blettinn í túni bóndans og hámar liggjandi í sig fæðuna, uns hún er belgfull. Þá jórtrar hún og lygnir aftur aug- unum hálfsofandi“. (Já, rnikill er munurinn á þinginu nú og á dögum Sölva). Sölvi Helgason komst ekki á þing, og ef til vill er það furðulegast við örlög og lífsferil sjálfslygarans og skrum- arans, en þess er að gæta, að það eru fuil fjörutíu ár síðan hann dó, en það er ekki nema tæpur aldaxf jórðungur síðan Fi’amsóknarflokkurinn stofnaði „Tímann“. III. Mikill er áhuginn hjá blöðum Sjálfstæðisflokksins fyrir stefnumálunum, svokölluðu, eins og t. d. frjálsri verslun, afnámi skattakúgunarinnar og einstaklings og athafna- frelsinu. — Fyrir rúmum mánuði síðan kom út þýdd bók eftir mjög kunnan enskan rithöfund og kaupsýslumann, Hei’bert N. Casson, um þessi efni, og var eins og höfund- urinn talaði til oss íslendinga, svo vel hæfði hann í mark- ið og kom við kauninn á hinum gerspilta pólitíska þjóðar- líkama voi’um. — Báðum aðalblöðum flokksins, „Vísi“ og „Morgunblaðinu" var send bókin til umsagnar, en svo mikilvægan boðskap hafa bæði þessi blöð komið því við að endum sínum, að hvorugt hefir enn getað komið því við að minnast hennar. — En hvað skyldi það saka, Sjálfstæðis- flokknum er það auðvitað nóg til sigurs, að eiga þessi mál- gögn sín þegar til kosninganna kemur og þurfa ekki á hjálp erlendra rithöfunda að halda.

x

Stormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.