Stormur - 25.11.1940, Blaðsíða 4
4
bættisskylda þeirra. Fyrir nokkrum árum bar það við, að
ráðherra nokkrum að nafni Hari varð það á, er hann var
í heimsókn hjá gyðjunni, að lyfta upp fortjaldinu að hof-
inu með göngustaf sínum. Hann var myrtur á laun, og
morðingi hans dáður sem hetja.
Hér á eftir fer ein tilvitnun úr „Japan Advertiser“:
„Hofið í Isi er ekki aðeins helgur staður í trúarlegri
merkingu, heldur er það ennfremur sýnilegt tákn allra eðl-
iseinkenna þjóðarinnar. Tilbeiðsla hennar á því felst í orð-
inu makoto, sem ekki er hægt að þýða nákvæmlega. Föð-
urlandsást, þjóðerniskend, keisaradýrkun og aðstaðan til
krúnunnar felst alt í þessu eina orði, er alt makoto, en ekk-
ert af þessu felur í sér alla merkingu orðsins. En í því felst
einnig: trygð, sonarleg lotning og ættrækni, sem er sterk-
ari persónukendinni. Öll þessi hugtök felast í makoto, en
ekkert þeirra hefir nákvæmlega sömu merkingu í Japan
CEREBOS
borðsalt
er þekkt um víða
veröld, enda tek-
ur það langt fram
öllu öðru salti
Vörpugam
Botnvörpur
Línugarn
Biodigarn
H.F. HAHPIÐJAN
Símar: 4390 4536 . 8ímnefni: Hampiðja
STORMUR
sem í Evrópu eða Ameríku. Vér getum ekki skilið þá lotn-
ingu, einlægu konungshollustu og ættartilfinningu, sem
Japaninn er gagntekinn af til keisara síns og um leið allrar
þjóðarinnar og sín sjálfs, sem brots af henni“.
Fyrir nokkrum mánuðum stóð ég við innganginn að hinu
mikla Meiji hofi í Tokyo. Það er ákaflega merkilegt að sjá
Japana biðjast fyrir. Þetta var síðari hluta dags og það
rigndi mikið. Konur í kvenvestum og aldraðir menn í
diplomat frökkum streymdu til hofsins. Þegar komið var í
námunda við það — alt fór fram utan húss — hneygðu
þeir sig og skeltu saman lófunum til þess að kalla á and-
ann, sem þeir ætluðu að komast í samband við. Síðan töl-
uðu þeir stutta stund við látinn forföður sinn, lágt og inni-
lega. Síðan hneygðu þeir sig aftur, vörpuðu koparskilding-
um yfir hálmmottuna, hneygðu sig enn, og hurfu svo á
brott, aftur á bak.
Er ég kom til Japan heimskaði ég mig á því, að bera
fram þessa spurningu: „Ef keisarinn sjálfur er guð, hvern
ákallar hann þá?“
Hlutleysi
Grein þessa ritaði ég 15. október þ. á. og sendi „Vísir“
og bað hann flytja, en það hefir ekki orðið. Tek ég því
þann kost, að biðja „Storm“ fyrir greinina, sem hér fer á
eftir orðrétt:
„Forystugrein í Vísi í gær, hvetur mig til þess, er ég hefi
lengi ætlað, að rita örfá orð um orðið hlutleysi, sem nú er
mjög hampað, og á lofti haldið, og verður þetta þó til engr-
ar hlítar gert; en ég ætla að fordæmi til þess að þjóðir
brjóta eigið hlutleysi engu síður en hlutleysi annara þjóða,
þegar þeim virðist svo best hlýða.
Þegar Italir höfðu fyrir nokkrum árum sigrað Abyssiníu-
menn, sendi danska stjórnin ítölum, eða Mussolini heilla-
óskaskeyti, og samfagnaðar. Hið sama gerði sendiherra vor
í Kaupmannahöfn, herra Sveinn Björnsson, fyrir íslands
hönd. Ekki veit ég, hvort hann gerði þetta að fyrirlagi ís-
lensku ríkisstjórnarinnar, eða ekki. Mér þótti þarna hrófl-
að við hlutleysi Islands, þó varla mætti hætta af stafa. Lét
ég þetta berast í tal við nokkra menn, og töldu þeir flestir
Svein þarna hafa leikið af hinni mestu snilld bæði diplo-
matiskt bragð og ökonomiskt. Hann hefði með þessu komið
oss í varanlega vináttu við ítali, er oss væri mikilsverð, og
auk þess tryggt oss mikinn og góðan saltfiskmarkað á Ítalíu
þessa öld, og líklega miklu lengur. Dirfðist ég ekki að mót
mæla, svona viturlegum og sterkum röksemdum, þó ég
fengi ekki skilið hvernig slík brögð mætti duga til markaðs-
öflunar, og skilji ekki enn, enda hefi ég aldrei haft fyrir
að grennslast um, hvernig saltfisksmarðaðinum á ItalíU
hafi brugðið við skeyti Sveins.
Kem ég nú að öðru dæmi. Nokkru eftir aldamótin síðustu
áttu Rússar og Japanar í grimmum ófriði. Árið 1904 á-
kváðu Rússar að senda eystrasaltsflota sinn í Austurveg til
þess að herja á þeim gulu. Kröfðust þeir þess, að Danir léðu
þeim lóðsa til þess að segja flotanum leið út um Stórabelti.
Gerðu Danir það svo sem þeim var vænlegast, því ella hefði
þeir vafalaust orðið illa fyrir barði Rússa. En öllu grófara
hlutleysisbrot en þetta danska getur varla verið um að
ræða. Er nú komið að lokum máls míns, sem ritað er til þess
að sýna það að orðið hlutleysi er orðblaðra ein, ei þjóðii
sprengja jafnt fyrir sjálfum sér og öðrum þjóðum, þegar
þeim virðist svo betur horfa og nauðsyn bjóða.
Ritað 15. október 1940.
Árni Árnason (frá Höfðahólum).
ÍSAFOI-DARFRENTSMIDJA H.P.