Stormur - 25.11.1940, Síða 2
2
STORMUR
Bébafregnir
FÖRUMENN.
Frú Elínborg Lárusdóttir hefir nú með þriðja bindinu af
Förumönnum lokið hinu mikla skáldverki sínu, og hefir
hlotið hina lofsamíegustu dóma smekkvísra og ritfærra
manna. (Guðna Jónssonar í Morgunblaðinu, Sigurðar Ein-
arssonar í Aiþýðublaðinu og Benjamíns Kristjánssonar í
Degi).
Rúm Storrns íeyíir það ekki, að bækur séu ítarlega rit-
dæmdar í honum, og sá er þetta ritar, þykist heldur eng-
líka sannast sagna, að slíkt er hið mesta vandaverk og í
Iéttast sannast sagna, að slíkt er hið mesta vandaverk og í
raun og veru á fárra manna færi oft og einatt. — Þau örfáu
orð, sem hér verða sögð eru því enginn dómur um þetta
skáldrit, eða lcrufning, heldur hvatning til þeirra, sem þau
lesa að kynnast. sjálfir skáldverkum þessa höfundar, sem
nú hefir sest á b.ékk með bestu skáldsagnahöfundum vor-
um.
Þann kost tel ég þetta skáldrit frú Elínborgar, hafa fram
yfir margar hinar stærri skáldsögur, sem komið hafa út að
undanförnu, að það lýsir sannar og betur ýmsu í þjóðhátt-
um. siðum og menningu — eða ómenningu — þjóðarinnar
en þær gera, á því tímabili, sem það fjallar um. — Mér er
nær að halda, að þeir seinni tíma menn, sem vilja kynnast
þjóðlífi voru, eins og það var á seinni hluta 19. aldar og um
og eftir aldamótin, græði meira á þessu skáldriti frú Elín-
borgar en sögum flestra annara slcálda vorra — að Guð-
rriundi Friðjónssyni og Jóni Trausta undanskildum, en sög-
ur þeirra manna lýsa ágætlega íslensku sveitalífi, eða a. m.
k. sumum þáttum þess. — Sólon íslandus Davíðs Stefáns-
sonar, Sjálfstætt fólk Kiljans og Sturla í Vogum Guðm.
Hagalíns munu engar reynast jafn sannar og góðar heim-
ildir um þetta efni eins og Förumenn Elínborgar Lárus-
dóttur.
Ýmsar af persónulýsingunum í Förumönnum eru mjög
vel gerðar. Má þar fyrst og fremst nefna Andrés malara
sem verða mun klassiskur í íslenskum bókmentum. Konum
Efra-Áss ættarinnar þeim mæðgunum Þórdísi og Þórgunni
er og mjög vel lýst. Það eru íslenskar höfðingjakonur, sem
hafa verið til í hverri bygð á íslandi og munu verða til svo
framarlega, sem vér höldum menningu vorri og sjálfstæði.
Skýrt er líka mótuð myndin af Sveini gamla, harðjaxlinum,
vínnuþrælnum og ágirndarseggnum — en sem hefir þó
mannlegar tilfinningar, og hefir það sér til afsökunar, að
hann hefir ekki hlíft sjálfum sér.
Enda þótt þetta síðasta bindi Förumanna, beri nafnið
Sólon Sokrates og síðasti kafli bókarinnar fjalli nær ein-
göngu um hann, verður hann þó naumast aðalsöguhetjan.
— Það er Þórgunnur, og í raun og veru er þetta bindi fyrst
og fremst lokaþátturinn í sögu Efra-Áss ættarinnar. — En
það fer vel á því, að láta þessa sögu förumannanna íslensku
enda á frásögninni um þann, sem ef til vill var einkenni-
legastur og efnismestur þeirra allra — og skáldkonan fer
um hann mjúkum höndum skilnings og samúðar. — Og ef
til vill er það skilningurinn og samúðin, sem eru sterkustu
þættirnir og þó þeir fíngerðustu í skáldskap Elínborgar
Lárusdóttur. M.
Daphne du Maurier: Rebekka. Þýtt hefir
Páll Skúlason. Heimdallur bókaútgáfa, Rvík.
Ekki lagði ég Rebekku frá mér, fyr en ég var búinn að
lesa hana alla, svo „spennandi" fannst mér hún, og svo
hugsa ég að fleirum finnist. Rebekka getur að vísu ekki tal-
ist til stærri skáldsagna, en hún er vel byggð, góður stíll á
henni og persónulýsingarnar yfirleitt skýrar, sérstaklega
þó kvenlýsingarnar. Bókin er mjög góður skemtilestur og
endirinn kemur mjög á óvart. Sagan gerist á breskum
herragarði, sem rómantískum lesendum finnst altaf heill-
andi. Enda hefir bókin farið sigurför um allt.
Þýðingin er vel af hendi leyst.
Helen Bannerman: Sagan af litla svarta
Sambó. Heimdallur bókaútgáfa, Rvík.
Litli svarti Sambó er barnabók, prýdd mjög góðum og
skemtilegum myndum. Hún er með léttum lesteksta og
virðist vera mjög vel fallin til að gefa börnum sem eru al-
veg að byrja að lesa. Þetta er allra spaugilegasta ævintýri,
sem litlu krakkarnir kunna áreiðánlega að meta.
Jonathan Swift: Ferðir Gúllivers II- (Gúlli-
ver 1 Risalandi). Heimdallur bókaútg. Rvík.
Ferðir Gúllivers eru með allra skemtilegustu ævintýrum,
sem hægt er að gefa stálpuðum krökkum og vel fallin til að
auðga hugmyndaflug þeirra. í fyrra heftinu fylgdumst við
með ferðum Gúllivers í landi putanna, en nú er hann kom-
inn í land risanna og vænti ég að krakkarnir séu ekki síð-
ur ,,spennt“ að vita hvernig honum vegnar þar. En ekki
ætla ég að segja neitt af því, það verða þau að lesa sjálf.
Bókin er á góðu máli og allra fallegasta útgáfa.
Horace McCoy: Hollywood heillar. Islensk-
að hefir Karl Isfeld. Heimdallur bókaút-
gáfa, Rvík.
Hollywood heillar er nýkomin á markaðinn. Þeir, sem
búast við glæsiíegum lýsingum af filmstjörnuborginni
verða fyrir vonbrigðum, því að þeir komast að raun um, að
þar er lífið barátta fyrir daglegu brauði, engu síður en hér.
Bókin er afar raunsæ. Engu er eytt í óþarfa orðagjálfur,
því að hún er mest samtöl. Sumum kann að finnast hún vera
full berorð um ástamálin. En því er öllu lýst svo ,,blákalt“
og rólega, að varla er hægt að hneykslast og trúlegt er að
þetta sé mjög sönn lýsing af lífinu í Hollywood.
Ég býst við að bókin freysti margra. Þýðingin er snotur.
G. M.
Alríkisstefnan
eftir INGVAR SIGURÐSSON.
Það er litlum vafa undirorpið, að lífs-
hamingja margra manna og þjóða, er
undir því komin, að hafin sé sterk,
markviss, stjórnarfarsleg barátta fyr-
ir kærleikanum meðal mannanna. Því
að því meir, sem áhrifa kærleikans
gætir í stjórnarfari mannkynsins, því
minna verður hið stjórnarfarslega vald
eigingirninnar og grimdarinnar í heim-
inum. En það er einmitt þetta tak-
markalausa, stjórnarfarslega vald eig-
ingirninnar og grimdarinnar í heimin-
um, sem skapar mannkyninu meiri
bölvun, en alt annað, því að það hindr-
ar raunverulega alla kærleiksþroskun
mannkynsins og alt stjórnarfarslegt á-
hrifavald kærleikans í þessum heimi.