Stormur - 25.11.1940, Qupperneq 3
STORMUR
3
Undralond A§íll
Japönsku keisararnir eru ekki krýndir og engin kóróna
er til. Þeir setjast sjálfkrafa að völdum, en nýi keisarinn
gefur samstundis út hina keisaralegu tilskipun sína. Til-
skipunin eða yfirlýsingin sem Hirohito birti, er hann tók
við völdum, var á þessa leið:
,,Þar sem vér með náðarsamlegri hjálp hinna keis-
aralegu forfeðra vorra höfum sest að ríkjum eftir
fyrirrennara vorn, samkvæmt ríkiserfðum, sem frá
örofi alda hafa verið óslitnar og hafa veitt oss vald-
ið til þess að stýra og stjórna ríkinu, höfum vér nú
int af hendi allar hinar hátíðlegu athafnir, sem
ríkistökunni fylgja. Það er ákvörðun vor, að beygja
oss undir grundvallarlög ríkisins, rækja hinar arf-
teknu dygðir, og varðveita óflekkaðir hina dásam-
legu erfðavenju, sem forfeður vorir hafa oss eftir
skilið“.
Til krýningarinnar svarar hin mikla ríkistökuhátíð (So-
tai-rei) og matarveisla (Daijosai), sem haldnar eru í Ky-
oto — hinum forna höfuðstað — eftir að keisarinn hefir
tekið við völdunum. Þessar veislur eða hátíðafögnuðir eru
sambland af veraldlegum og trúarlegum siðvenjum, svip-
að eins og krýning í Westminster Abbey, en það trúarlega
má sín meira. Hugh Byas hefir lýst þessu mjög vel í blað-
inu Japan Advertizer: Vér sjáum hann (keisarann) eins
og prestakonunginn, sem á dularfullan hátt sameinast sál
kynflokksins. Þetta dularfulla og trúarlega atriði gengur
eins og rauður þráður í gegn um alt hátíðahaldið og helgi-
siðina og gefur skýringuna á því hversu áhrifamiklir þeir
eru til þess að vekja dýpstu þjóðerniskendina hjá japönsku
þjóðinni. Þeir eru lifandi tengiliður milli fortíðar og nútíð-
ar, og því annað og meira en viðhafnarmikil erfðavenja".
Á ríkistökuhátíðinni, sem haldin er fyr, gengur keisarinn
að litlu og fátælclegu Shinto skríni og lýsir því ,,yfir við
anda forfeðra sinna, að hann hafi nú sest í hásætið". Því-
næst hlustar hann á — klæddur í bleikgulan kirtil (fyrsti
litur upprennandi sólar) — á hina opinberu tilkynningu
,,forsætisráðherrans“ um valdatökuna. Sú athöfn er geysi-
lega tilkomumikil og á engan sinn líka í Evrópu eða Asíu.
„Það tilkynnist hinmu lifandi heimi, sem áður hefir verið
tilkynt öndunum“. Að endingu fer svo fram einskonar
uppskeru helgisiður, sem keisarinn framkvæmir einn. Hann
gefur guðunum mat, og talar einslega við hina himnesku
ættmenn sína í afviknum kofa.
Þrjú tákn um keisaradóminn og guðdóminn eru lang-
samlega þýðingarmest í þessum helgisiðum: spegillinn,
hálsfestin og sverðið, sem sólgyðjan „gaf“ Jimmu, sem
tákn um völd hans. Heilagastur þessara gripa er spegillinn,
því að í honum sést sál sólarinnar. Jafnvel ekki keisarinn
má horfa í hann. Hann er geymdur í svörtu ski'íni, fóðruðu
með hvítu silki, í hofinu mikla í Isi. En eftirlíking af spegl-
inum er geymd í konungshöllinni í Tokyo í herbergi, sem
heitir Kash-Kidokoro — staður lotningarinnar.
Helgisögnin skýrir svo frá, að spegillinn hafi verið merki-
legasta hernaðartækið, fyrr á tímum því að flötur hans hafi
endurspeglað hið ægilega og æruverðuga auga sólarinnar,
sem blindaði alla fjandmenn.
Hálsfestin er úr steinum og er geymd í Tokyo. Af svei'ð
inu er aðeins til eftii-líking, því að það týndist í orustu á
miðöldunum. Þegar nýr keisai’i sest að völdum veitist hon-
um sá í’éttur að taka í vörslur sínar þessa þrjá helgu gripi,
en spegillinn verður ávalt að vei’a kyr í Isi-hafinu hjá Na-
goya, sem er helgasti staðurinn í Japan, en þar var honum
komið fyrir í geymslu af keisara nokkrum þremur ái’um fyr-
ir fæðingu Ki’ists.
Við rnjög hátíðleg tækifæi’i fer keisarinn til hafsins í Isi
— helgidóms sjálfrar sólgyðjunnar. .Erindi hans þá er að
skýra sólgyðjunni fi’á mikilvægum ákvæðum. Hann fór
þangað þegar faðir hans dó, bæði á undan og eftir ferð
sína til Evrópu, eftir brúðkaup sitt o. s. frv. Ef Japan lýsti
yfir sti’íði mundi hann tafarlaust fara þangað. Þegar ráð-
herrar hans og háttsettir embættismenn taka við störfum
verða þeir undir eins að fara þangað til að biðjast fyrir og
skýi’a sólgyðjunni fi’á útnefninu sinni. Það er fyrsta em-
en treysta mest eigin fyrirhyggju.
Hann hefir keypt hjónatryggingu og
líftryggt bæði börnin.
Svo bjóða þau framtíðinni byrginn.