Stormur - 25.11.1940, Blaðsíða 1

Stormur - 25.11.1940, Blaðsíða 1
STORMUR Ritstjóri: Magnás Magnússon XVI. árg. Miðvikudaginn 25. nóvember 1940. 28. tðlnblad. Sundurlausir þankar I. Stephan G. Stephansson segir einhversstaðar: Heimsborgari er ógeðs yfirklór. Alþjóðrækni er hverjum manni of stór, út úr seiling okkur stuttu höndum. Ósjálfrátt fljúga manni í hug þessi vísu orð spekingsins og skáldsnillingsins, þegar smámennin í rauðliða flokkunum hér þykjast þess umkomin að umlykja allan heiminn í kær- leiksfaðmi sínum. II. ,,Sælir eru barnslega einfaldir, því að þeir munu guðsríki erfa“. — Það er þetta fyrii’heit, sem þeir forustumenn Sjálf- stæðisflokksins geta friðað sig við sem treyst hafa á trúnað Framsóknarmanna í samstarfinu, en hafa nú orðið fyrir dá- lítið ónotalegum vonbrigðum, er Sigurður „Seriös" og komm- únistar gerðust á ný hvílufélagar. — En mun það annars ekki vera svo, að ekkert sé ómælanlegt í heiminum, nema heimska sumra manna, sem þykjast vitringar og til þess færir ,að stjórna öðrum. II. Jónas Jónsson er einn af þeim ógæfumönnum, sem getur ekki án þess lifað að ofsækja einhvern eða einhverja. Um fjölda ára snérist þessi ofsókn hans gegn Sjálfstæðismönn- um, og er þá auðvitað fyrst og fremst þeim, sem mest höfðu sér til ágætis. En þegar svo var komið, að alt riðaði á „hel- vítis barmi“ hjá Framsóknarstjórninni og ekki var annað sýnna en að lýðskrumarar flokksins steyptust sjálfir í log- ana og yrðu þar að pólitískri ösku og gjalli, gi’eip hann til þess sniðuga herbragðs, að freista þess að gera hina fyrri fjend- ur að vinum sínum, og Sjálfstæðismennirnir, sem alltaf hafa verið menn vel kristnir, minntust orð,a biblíunnar að sólin ætti ekki að ganga undir yfir þeirra reiði, hreinsuðu úr eyrum sér Jónasarkorg rógsins en sugu að sér hunangs- ilm vináttumála hans, og fyltu hlustir sínar með úða kjass- mælginnar. Og að skammri stundu liðinni hafði svo skipast veður í lofti, að maðurinn, sem hafði ofsótt þá og rógborið um fjölda ára, var orðinn trúnaðarvinur og ástmögur sumra leiðtoganna, og lagt var ríkt á við hina óbreyttu liðsmenn, sem enn báru nokkurn tortryggninnar ugg í hjörtum sínum, að gleyma allri óvild og tortryggni til þessa manns, sem hefði nú tekið einlægum sinnaskiptum, og elskaði þá, sem hann hat- aði fyrr. Og til þess svo að sannfæra sjálfstæðismenn enn betur um heilindi sitt og afturhvarf, hóf Jónas hina trylltustu ofsókn gegn kommúnistum, hinum gömlu fósturbörnum sínum, og vildi hrekj.a þá út í hin yztu myrkur fyrirlitningarinnar og umkomuleysisins. En svo einkennilega hafa örlaganorniniar búið að humum mönnum, að ofsókn þeirra snýst þeim til bless- unar, er þeir ofsækja, en fylgi þeirra til bölvunar þeim, er þeir snúast á sveif með. — Og svo fór hér. — Andi óánægju og sundrungar læddist inn í Sjálfstæðisflokkinn, en kommún- istarnir fylktust fastar saman, og mun nú vera sá flokkurinn, sem mest vinnur á og þéttast stendur saman. — Þrátt fyrir það, þótt blað flokksins njóti nú ekki rússneska gullsihs og hafi verið svipt auglýsingum, kemur það út eins og fyrr, og það er vitað, að kaupendatala þess hefir mikið aukist. — Auð- vitað stafar þetta að nokkru leyti af því, að það er eina flokksblaðið, sem er í stjórnarandstöðu, en áreiðanlega á það ofsókn Hriflu-Jónasar mest að þakka hina auknu velgengni sína. — En jafnframt þessu hefir fölvi blóðleysisins færst yfir málgögn Sjálfstæðisflokksins — þessa flokks, sem virð- ist áskapað sama auðnuleysið og Sveini tJlfssyni Danakon- ungi, sem alltaf beið ósigur í orustum, en var þó um margt ágætlega gefinn. IIII. tJR KOLBEINSLAGI (Stephan G. Stephansson). Kölski: Hvellum gómi yrkjum af innantómum huga. Kolbeinn: Dáðin hljómi, stuðla staf studd, sem rómar duga. Kölski: Feitu skjalli skal á ,alla skruma galla, ef eiga völd. Kolbeinn: Lýð, sem fallinn líður halla, ljóð vor kalli að heimta gjöld. Kölski: Tökum hvaða tungu, er flyst, tuddamál að skrifa. Kolbeinn: Skynjum, ,að í orðsins list aldasálir lifa. Kolbeinn: Þeir skulu aldrei af sér láta ættjörð kúga. Kölski: Ómennskunni á sig trúa og þeim best, sem naprast ljúga. , Kolbeinn: Sveitir forráð eiga enn og óðul kjöru. Kölski: Kauptúnin af hverri þvöru kaupast upp með lýð og vöru. y. Fremur skakviðrasamt hefir verið að undanförnu og því lítið sóttur sjór sumsstaðar, enda fiskafli sagður heldur rír. — Hér í Reykjavík hefir þó róðurinn verið fast sóttur að

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.