Stormur - 25.11.1940, Page 2

Stormur - 25.11.1940, Page 2
2 STORMUR undanförnu og raun svo verða fram í næsta mánuð, hvernig sem viðr,ar, því að ekki er beitt fyrir þorska á djúpmiðum, heldur fyrir sáiir syndugra manneskja, sem þurfa sáluhjálp- ar við. Frómir menn og velþenkjandi eins og Hriflu-Jónas og sum- ir heittrúarmenn hafa löngum fundið mjög sárt til þess, að þeir síra Árni, síra Bjarni og síra Friðrik fullnægðu ekki lengur andlegum þörfum Reykvíkinga og þeim hefir fundist, að um ekkert vanhagaði Reykjavík meira en svo sem hálfa tylft presta í viðbót við þá, sem fyrir voru og svo kirkjur þegar prestarnir væru fengnir. Hafa þeir barist fyrir þessu mikla nauðsynjamáli með þeim áhuga sem heitri trúartilfinn- ingu fylgir og meðvitundinni um það, að verið sé að vinna fyrir drottinn. Fengu þeir því til leiðar komið — mikið fyrir fylgi kristindómsvinarins Jónasar — að þingið samþykti að fjölga skyldi prestum um fjóra hér í Reykjavík. — og er nú þess skamt að bíða að sú mikLa stund renni upp, að Reykjavík öðlist þessa nýju sáðmenn í víngarði drottins. Margir prestar, — enda þót’t svo ástsælir séu hjá söfnuðum sínum, að þeir mega vart af þeim sjá, — hafa orðið til þess að sækja um þessi nýju prestaköll. Vita þeir sem er, að hvergi er þörfin meiri en hér, því að altaf f jölgar því'vesalings kven- fólki, §em kýs heldur næturvinnu Bretans en dagvinnu reyk- vísku frúnna, og má sín lítils, þótt Sigurður docent reyni að vekja meðaumkvun með frúnum hjá þessum holdsæknu Evudætrum. En vonandi er, að þegar fjórir prestar leggjast á eitt með guðfræðikennaranum, að einhverjar sjái að sér og leiðist til umhugsunar um það, sem stendur í þessari vísu skáldsins: Eitt einasta syndar augnablik, sá agnarpunkturinn smár, oft breytist í æfilangt eymdarstrik, sem iðrun oss vekur og tár. Og sannarlega væri þeim tugum þúsunda, sem fara til þess- ara nýju presta, vel varið, ef þeir gætu leitt emhverj.a Siglu- fjarðar-Rósu á veg dygðarinnar, eða hamlað einni frúnni frá því að hlaupast á brott frá börnum og saklausum eiginmanni. Vonandi er að valið á þessum nýju sálgæzlumönnum takizt vel, og að enginn þeirra hafi neinn skyldleika með prestinum, sem Stephan G. Stephansson kvað þetta um: Þó skemtun mér væri að viðræðu hans, þess varist ei allténd ég gat að finna, að hver sköruleg hugsjón var heft, að hálfkrept öll viðkvæmnin sat, að alt var sem gufa með guðfræðisþef af góðmeti ársins sem leið, frá háborði andans, tóm yfirlitsrit í útþynning, — leyfar og sneið. En meðal annara orða: Nálgast ekki óðum sú stund, að þjóðin fái presta, sem notið hafa handleiðslu guðfræðikenn- arans, sem kvað þetta einu sinni: Það tókst að þessu sinni að tefja þína för. Hér reis trúðboðsstöð og kirkja, sem á að veita sáluhjálp og græða gömul ör. og gljúpa hugi að yrkj.a til auðmýktar og hlýðni við auðvaidið og trúna og ameríska handleiðslu í landinu þínu rúna........ En kannske söfnuðirnir, sem nú fórna syndugum reykvísk- um sálum gæslumönnum sínum, fái þá? Nýjar bækur. Jóhann Bárðarson: ÁRASKIP. — Útgefandi ísafoldarprentsmiðja h. f. ísafoldarprentsmiðja hefir lagt mikinn skerf til menning- ar þjóðarinnar á undanförnum árum. Engin nefnd eða „ráð“ með tugi þúsunda króna í höndunum úr ríkissjóði hefir þó staðið fyrir þessari útgáfu eða ráðið vali bókanna, heldur aðeins einn víðsýnn, velviljaður og gáfaður maður, Gunnar Einarsson prentsmiðjustjóri. — Var það mikið happ, að mað- urinn, sem hóf þessa stórfeldu bókaútgáfu skyldi ekki hafa það eitt fyrir augum, að auðga fyrirtækið, sem hann veitir forstöðu, því að þá hefði vel mátt svo fara að flætt hefði yfir þjóðina rómariarusl og klámritaþvættingur, því að vel selst þetta drasl og útgáfukostnaðurinn er lítill, því að ytri búningurinn samSvarar oftast nær innihaldinu. En ekkert af þesskonar bókum hefir Isafoidarprentsmiðja gefið út. — Hún hefir verið vönd að vali bókanna, vandað frágang þeirra og gætt þess að hafa fjölbreytni þeirra svo mikla, að öllum mætti eitthvað að gagni koma. En þótt margt hafi verið merkilegt um þessa bókaútgáfu, þá hefir þó ef til vill verið merkilegastur sá þátturinn, sem veit að menningarsögu þjóðarinnar, atvinnuvegum, siðum og háttum. Bækur, sem hún hefir gefið út og að þessu lúta, eru t.d. Þjóðhættir sr. Jónasar Jónassonar, stórmerk bók. Reykja- vík í myndum og Virkir dagar þeirra Sæmundar og Haga- iíns. — Og nú hefir ein bæst við, sem skipar virðulegan sess við hlið þessara rita: Áraskip Jóhanns Bárðarsonar. Þetta er hið merkilegasta rit og mjög til þess vandað. — Hefir höfundurinn auðsjáanlega vandað mjög til þess, stuðst við hinar bestu heimildir og sótt víða föng til. Lýsir bókin hin- um gamla bátaútvegi, sem nú er að mestu horfinn, en auk þess er mjög mikinn annan fróðleik að finna um líf og háttu sjómannanna fyrir 40 árum, eða í lok áraskipatímabilsins. Mjög mikil drög eru þarna líka að sögu Bolungarvíkur og niega Bolvíkingar vera höfundinum þakklátir, því að vel ber hann þeim söguna. Kennir nokkurs metnaðar í frásögn hans um fæðingarþorp hans, en vel er honum þó í hóf stillt og gild rök að því færð, að Bolungarvík hafi um langan aldur verið ein mesta og merkilegasta veiðistöð landsins. Fjörutíu og fimm myndir prýða bókina, eru margar þeirra af gömlum sjóhetjum og formönnum Bolungarvíkur, og er auðsætt á svip margra, að það hafa ekki verið neinir miðl- ungsmenn. Auk þess mikla fróðleiks, sem rit þetta hefir að geyma, hefir það og þann kost, að vera vel ritað. Höfundurinn hefir ágætt vald á íslenzku máli og segir prýðilega og skemmtilega frá og er bókin því skemtilestur um leið og hún er fræðandi. Auðsætt er, að Jóhanni muni ekki vera erfitt um að koma saman vísu. Það sýna þessar sléttubandavísur, sem munu ver,a eftir hann, þótt höf. sé ekki getið: Kynning drengja þægi þjóð, þekkist gengi róðurs. Minning lengi geymist góð glymji strengir hróðurs. Djarfir, knáir færðu fley, fengu smáa gjaldið. Þarfir sáu, ofbauð ei Ægis háa valdið. Öllum sendist þakkir þjóð þeirra lending greiði. Snjöllum endist gæfan góð, guða hendur leiði.

x

Stormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.