Stormur


Stormur - 25.11.1940, Qupperneq 3

Stormur - 25.11.1940, Qupperneq 3
STORMUR Ólafur prófessor Lái’usson hefir ritað formála að bókinni, og er það eitt nægileg trygging þess, að höf. hafi leyst verk sitt vel af hendi. Frágangur er allur hinn prýðilegasti. Gustaf af Geijerstam: BÓKIN UM LITLA BRÖÐUR. Gunnar Árnason þýddi. Útg. Isafoldarprentsmiðja h.f. Gustaf af Geijerstam (1858—1909) var allkunnur á sinni tíð og hlaut miklar vinsældir, einkum í Þýskalandi, fyrir skáldsögur sínar. Kunnastur varð hann af bók þeirri, sem síra Gunnar Árnason frá Skútustöðum hefir nú íslenskað. — Sagan er fögur og viðkvæm lýsing á samlífi hjóna og hinni stuttu æfi og dauða litla drengsins þeirra, Nenna. Þýðandinn virðist hafa náð vel frásagnastíl höfundarins, og málið er einfallt og fellur vel við efnið. Frágangur er góður. Leivis Broad: WINSTON CHURCHILL. Víkingsútgáfan. Þetta er æfisaga þess mannsins, sem nú ber hæst allra þeirra mörg hundruð miljóna manna, sem teljast til breska -heimsveldisins, enda er það tvímælalaust meira honum að þakka en nokkrum öðrum, að Þjóðverjar flæddu ekki inn yfir England, en urðu ,að staðnæmast við Ermarsund. Það var ógæfa Englands — og er þegar orðin ógæfa margra annara þjóða, — að Englendingai’, — eða öllu fremur þeir, sem með völdin fóru — kunnu ekki að meta til fulls yfirburði þessa afreksmanns og tróðu baðmull skilningsleysisins og sjóvleikans upp í eyrun, þegar hann varaði þjóð sína við hin- um mikla vígbúnaði Þýzkalands og hernaðaranda. Enginn maður sá glöggar að hverju stefndu en Churchill, og enginn hefði verið færari að fara með stjórn landsins á undanförnum árum en henn. En miðlungsmenn eins og Baldwin, Mac Don- ald og Chamberlain stjórnuðu enska heimsveldinu, höfðust lítið að og voru trúgjarnir og einfaldir eins og kona, sem ef- ast ekki um trygð mannsins síns í siglingum. Afleiðingin varð því sú, að England var óviðbúið og máttlaust, þegar Þýska- land grátt fyrir járnum hóf styrjöldina — styrjöldina, sem enginn veit, hvernig endar, en sennilega mun ráða aldahvörf- imi í sögu mannkynsins, hvernig sem hún fer og hverjir svo sem verða sigurvegararnir. Bók þessi lýsir allvel starfi og þroskaferli þessa mikil- mennis, en ýmislegt kysi lesandinn þó að vita meira um hann, en þarna er sagt. Bókin endar á þessum orðum: „Ef Winston Churchill hefir ekki verið lýst hér sem manni, gæddum ótta firrtu hugrekki, stálharðri viljafestu og ósveigj- anlegu þoli, ásamt mjög víðtækri þekkingu á styrjaldarmál- efnum, þá hafa verið gefnar hér rangar hugmyndir um þann mann, sem við höfum falið örlög okkar í hejidur. Alla þessa eiginleika á hann í ríkum mæli. Þeir eru aðalsmerki stórbrot- ins manns“. Aage Krarup Nielsen: HVALVEIÐAR í SUÐUR- HÖFUM. — Karl ísfeld íslenskaði. — Bókaútgáfan Esja. Ferðasögur eru einhver skemtilegasti lestur, sem völ er á, ef sá kann með að fara er segir, og það kann höfundur þess- arar bókar flestum betur, enda fyrir löngu orðinn víðkunnur af ferðasögum sínum. 1 bók þessari er sagt frá mörgu fleira en hvalveiðum og farið með lesendann um þrjár heimsálfur, Evrópu, Afríku og Suður-Ameríku. Ber allstaðar margt fyr- ir augu og frá öllu er sagt mjög vel. — Til þess að gefa þeim, sem enn hafa ekki lesið bókina, dálítið að smakka á, eru teknar hér upp tvær stuttar glepsur úr bókinni. „Það eru aðeins fá kvöld síðan ung og fögur Brasilíudís, sem annáluð var fyrir hlédrægni sína, smánaði elskhuga sinn, *em hafði móðgað hana, með því að stökkva upp á eitt borðið í „Azirya“ og bjóða sig hæstbjóðanda til einnar nætur. — 3 Hljómsveitin hætti að leika í miðjum klíðum. Gestirnir streymdu saman, án þess að vita hvað um var að vera í fyrstu. Svo heyrðist fyrsta boðið: „5 contos" (contos er 100 milreis)', og því næst var farið ac bjóða af kappi. Aldrei var boðið minna en ein conto yfir. Kaffikongarnir í Santos buðu þar í kapp við ameríska dollaraverkfræðinga, sem voru á heim- leið frá hitabeltishéruðunum við Amazonfljótið og enska landshornaflakkara, sem voru að ferðast sér til hresingar eftir hin ömurlegu ár 1 skotgröfunum. Við boðið „40 contos“ varð þögn. Menn biðu í orðlausri eftirvæntingu. Brasilíudísin stóð hreyfingarlaus og tignarleg eins og gyðja uppi á borðinu. Svo heyrðist fyrsta boðið: „5 contos“ (contos er ca. 1000 kr.)], um og gimsteinum settum handlegg var lyft til merkis um, að boðið væri samþykkt, án þess að bíða eftir hærra boði. Hefði hún hikað andartaií, hefði það borið vott um ágimd og lágar hvatir. Hinn spenti bogi hefði brostið, og hún hefði verið fyrirlitin af öllum. En það skeði ekki, því að þetta var hyggin kona, sem þekkti karlmennina og vissi, hvers virði hún var. Og þess vegna var það drottning en ekki ambátt, sem borin v,ar sterkum karlmannsörmum út úr musterinu, og kliður hljómsveitarinnar dunaði í salnum“. Svona er ástalífið í Rio de Janeiro, höfuðborg Barsilíu, en hér fer á eftir dálítil lýsing á ástalífi sæfílanna (seltegund í Suðurhöfum), og geta menn þá dæmt um, hvort göfugra er: „Sæfílinn er soldáninn meðal selanna. Um fengitímann tek- ur stærsta og sterkasta kai’ldýrið sig til og berst til eignar á 30 --40 kvendýrum. f þessum bardögum rennur blóðið í lækjurn og öskrin glymja. Karldýrið safnar því næst kvendýrunum utan um sig, sest að á háum stað, þar sem vel sést yfir, og vakir yfir kvennabúi’i sínu ægilegt á svip, svo að enginn af hinum vesælu, lúbörðu náungum, sem höktu um og sleiktu sár sín í hæfilegri fjai’lægð frá hásæti soldánsins, þorir að koma í námunda við eftirlætiskonur Hans Hátignar. Það var eftii’- lætisskemmtun hvalveiðimannanna í Suður-Georgíu, að lokka þessa hai’ðstjói’a ofan úr hásætinu] því að um leið og þeir voru horfnir úr augsýn, komu hinir sigi’uðu inn í herbúðii’n- ar og oi’sökuðu lauslæti og spillingu meðal haremsjómfrúrma, þangað til „soldáninn" kom, bi’okkgengur og blásandi, til þess að refsa hinum lauslátu". Bókin er pi’ýðilega þýdd, prýdd möi’gum ágætum myndum og frágangurinn allur glæsilegui*. — ísafoldai’pi’entsmiðja hefir .annast prentunina. ÞÝDDAR SÖGUR. Karl ísfeld íslenskaði. Þetta eru 11 sögur eftir 11 höfunda, alla mjög kunna, og surna heimsfi’æga. Yfirleitt eru sögurnar góðar en þó nokk- uð misjafnar. Þykir þeim, er þetta ritar, sagan eftir Ernest Hemingway lélegust, en einna bezt Palmýra gamla, eftir danska skáldið Torn Ki’istensen. — Sögurnar ei*u vel þýddar, en pappírinn í bókinni er til háborinnar skammar prentsmiðj u utanríkismálai;áðherrans. Nýkomið LINOLEUM GÓLFDÚKAR. MIÐSTÖÐVARKATLAR ÞAKPAPPI. Jón Þorláktson A Norðmann Bankastræti 11. Sími 1280.

x

Stormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.