Stormur - 21.12.1940, Blaðsíða 1

Stormur - 21.12.1940, Blaðsíða 1
STORMUR Ritstjóri: Magnús Magnússon Laugardaginn 21. desember 1940. 29.—30. tölublað. XVI. árg. Tilmæli Á tímum eins og þeim, sem nú standa yfir, er ekki síst þörf blaða, sem eru hvorki flokks eða klíkubundin og þora að segja það, 'sem þau telja rétt, hver sem í hlut á. Stormur hefir nú bráðum komið út í 16 ár og aldrei haft neinn flokk eða félag að —baki sér. Hann hefir æ stutt Sjálfstæðis- flokkinn að málum, en þó sífelt gagnrýnt hann og hvergi hlífst við, ef honum hefir fundist, að þingflokkurinn, forystumenn hans eða blöð hvikuðu frá því, er hann taldi rétt vera. Einstöku þröngsýnir og blind- ir flokksmenn hafa kunnað þessari gagnrýni hans og einurð illa, en hinir hafa þó verið miklu fleiri, er hafa talið, að hennar væri full þörf og flokknum til góðs eins. En svo mikil þörfin, sem á þessari gagnrýni var fyrr, þá' er hún þó miklu mest nú, eftir að sam- steypan hófst og samábyrgðin um alla stjórn iandsins. Og þótt kosningar eigi nú að fara fram áður en langt um líður, þá er ekkert líklegra, eins og alt er í pottinn búið, að þetta rekkjufélag haldi áfram, enda mun það ljúft flestum ef ekki öllum þeim, er undir værðar-* voðinni hvílast. En Stormur hefir ekki þá útbreiðslu, sem hann þarf að hafa, og því eru það nú til- mæli hans til kaupenda sinna, sem lengi hafa reynst honum vel, að þeir færi honum í jóla- og nýársgjöf nýja kaupendur, helst sem flesta hver. Er nú peningavelta hér mikil og munar því fæsta um 1 krónu á mánuði, en það er það sem Stormur kostar. — Þelta blað mun einnig verða sent til nokkurra góðra Sjálstæðismanna og mun þeim verða sent blaðið áfram í von um, að þeir gerist kaupendur, ef þeir endursenda það ekki eða tilkynna í síma 4191, að þeir óski ekki eftir því. Að svo mæltu óskar Stormui öllum les- endum sínum, að þeir lifi í logni og friði þessi jól. Stjórn málaþan k ar ... I. Það er eðli einnar dýrategundar, að hún liggur í híði, sefur og dreymir, mikinn hluta ævi sinnar. Dýr þetta er mikið vexti, vel gefið um margt, fremur meinlaust að eðl- isfari, en getur þó orðið grimt, ef sultur sverfúr að því. Óneitanlega er mikill skyldleiki með háttum og eðlisfari þessa dýrs ogg þeirra manna, er helst fara með forustu Sjálfstæðisflokksins íslenska. — Það er vani og háttur þessara manna, að leggjast í einskonar híði á milli hverra kosninga. Þá ræða þeir ekki eða blöð þeirra áhugamál flokks síns, eða þjóðmál yfirleitt, heldur babla einhvers- konar esperantó samvinnu og friðar, sem flestum mönn- um, með sæmilega heilbrigða skynsemi er lítt skiljanlegt. Hinum sífelda áróðri og blekkingum andstæðinganna er ekki svarað, eða þá með gælum einum og tæpitungu. Jafn- vel er dregið úr útgáfu blaðanna eins og hernaðarþjóðir draga úr vígbúnaði að aflokinni stórstyrjöld, Friður og værð færist yfir þá eins og sauðkindina, sem legst niður og jórtrar fæðuna, sem hún hafði ekki tíma til að tyggja til fulls á meðan á átinu stóð. Ef einhver yerður til þess að trufla þessa Chamberlains værð og bendir á, að Hitler andstæðinganna sofi ekki og dreymi á verðinum, er hann litinn illu auga og jafnvel talinn ótryggur flokksmaður. En svo þegar að kosningum kemur, ræðst björninn úr híði sínu og lætur þá ólmslega. Blöðum er hrúgað fit' í tonnatali og send um land alt, að vísu stundum svo seint, að þau koma ekki til kjósendanna fyr en að kosn-! ingum afstöðnum. Glymmiklir ræðumenn þeysast í bílum um allar jarðir, ausa yfir andstæðingana mælskulöðri, sem fyllir svo vit hlustendanna, að þeir greina naumast rökin,

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.