Stormur - 21.12.1940, Blaðsíða 5

Stormur - 21.12.1940, Blaðsíða 5
STORMUR o Hvers vegna tekur Ljómasmjörl íki öllu öðru smjörlíki fram? Vegna þess að LJÓMI hefir fullkomn- ari vjelar en nokkur önnur smjörlíkis- gerð á landinu. — Hin nýja gerð AT- LAS-vélanna, sem LJÓMI fékk á síð- astliðnu ári, fer sigurför um allan heim. —• LJÓMI er einasta smjörlíkis- gerðin á landinu, sem hefir þessa allra nýjustug erð Atlas-véla. Fullkomnustu tækin skapa besta smjörlíkið. Húsmóð- irin velur Ljómasmjörlíki vegna þess, að hún hefir reynslu fyrir því, að best er að baka úr Ljóma, best að steikja og brúna í Ljóma að því ógleymdu, að Ljómi geymist betur en nokkurt annað smjörlíki. Menn greinir á um margt, en eitt eru allir sammála um, að best er LJÓMA-SMJÖRLlKI. \ Hygginn maður notar jnlugget" Öviðj afnanlegur sem leðurvari SPARAR PENINQa! !> OFVITINN Þórbergur Þórðarson: OFVITINN. — Fyrra bindi. Bókaútg. Heimskringla. Rvík 1940. í bókunum Bréf til Láru og íslenskur aðall, hefir Þór- bergur Þórðarson fyrst og fremst verið að kynna sálarlíf sitt og sinn ytri og innri mann fyrir þjóð sinni, og er það vel, því að náttúra Þórbergs er með nokkuð annarlegum hætti, og getur þar að líta ýmsar hinar furðulegustu mynd- ir. í þessari nýju bók sinni: Ofvitanum, heldur Þórberg- ur áfram þessari sjálfkynningu sinni en bregður einnig upp mjög skýrum og skemtilegum myndum af ýmsum sam- ferðamönnum sínum. Bókin hefst á því, er ofvitinn Þórbergur Þórðarson var kokkur og „eiturbrasari í þrjú veltandi úthöld“ á Seagull og kútter Hafsteini, en skipstjóri á honum var þá Jón Ólafs- son ,,er fyrstur hvatti ofvitann til lærdómsiðkana, kanski ræktarbesti náungi, sem ofvitinn hefir nokkurn tíma þekt. Síðan segir frá inngöngu hans í Kennaraskólann 1909 og því hugarangri sem hann kvaldist af út af því, að hann hefði ef til vill fransós, en þó hafði hann aldrei „gert hitt“. — í Kennaraskólanum líkaði honum miðlungi vel og fann aldrei þá visku, sem sál hans sóttist eftir. Lítið var hann hrifinn af skólastjóranum, en aðdáun hans á Birni Björns- syni frá Viðfirði er mikil og einlæg. Aðalefni þessarar lífssögu Þórbergs gerist þó í Bergs- húsi við Skólavörðustig 10 á árunum 1909—10. Koma þar ýmsir kunnir Reykvíkingar við sögu: Þorleifur Gunnars- son, Sigurður Lárusson prestur (Siggi Lar, Larsen), Oddur Ólafsson, Sigurður Grímsson, Eiríkur prestur Helgason o. fl. Segir Þórbergur, eins og vænta má skemtilega frá, og mun tæpast ofmælt þótt sagt sé, að Þórbergur muni nú vera einna fyndnastur þeirra ’manna er á íslenska tungu rita og sérkennilegastur um margt. Á þessum árum fór Þórbergur eitt sinn í stúkuna Skjaldbreið og er löng frásögn um þann fund. Til þess að gefa þeim, sem ekki eru kunnugir stíl og frásögn Þórbergs, er birtur hér örstuttur kafli úr frásögninni, er hann var tekinn inn í bræðra og systra félagið: „Þá svifu inn til mín tvær ungar meyjar með skínandi borða framan á útbungandi brjóstum. Til hvers koma nú þessar kerlur? hugsaði ég. Þær námu staðar fyrir framan mig og voru svo falleg- ar, að allir eiginleikar mínir urðu að engu, þegar þær litu á mig. Þær sögðu eitthvað við mig, sem mér fanst óviðeig- andi að skilja. Þá virtu þær mig fyrir sér. Skyldi þeim lít- ast vel á mig? Ég dró hægra augað í pung og gjóaði því vinstra fram á nefið á mér. Ætli nefið á mér sé nokkuð rautt núna? Svo brosti ég sætt út í hurðina á milli þeirra. Þær stóðu þegjandi fyrir framan mig, eins og þær væru að bíða eftir einhverju. Ég stóð hreyfingarlaus með hend- urnar spentar í greipum á kviðr.um neðan við naflann og hélt áfram að brosa. Þá vinda þær sér þegjandi að mér, taka mig sinn undir hvorn arm og leiða mig milli sín út úr herberginu og yfir þveran ganginn að dyrum fundarsals- ins. Ég 'sýndi engan mótþróa. Ég flaut allur út í rjóma-. lygna sæluvímu. Nú líður mér vel. Svona ætti alt lífið að vera. Við innganginn að fundarsalnum stóð borðalagður maður, sem sló hurðinni upp á gátt um leið og okkur bar að dyrunum. í sama andartaki laukst upp fyrir augum mér hátíðlegur geimur, og þegar við stigum þar inn þrjú saman arm í arm, gall við á móti okkur júblandi söngur

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.