Stormur - 09.06.1941, Blaðsíða 1

Stormur - 09.06.1941, Blaðsíða 1
STORMUR Ritstjóri: Magnús Magnússon XVn. árg. Reykjavík, 9. júní 1941. 14. tbL. JEREMIASARBRÉF Reykjavík í júní 1941 Gamli kunningi. í viðtali, sem Morgunblaðið átti við Ólaf Thors atvinnu- málaráðherra nýlega, kvartar Ólafur undan því, með hversu mikilli lítilsvirðingu almenningur tali um Alþingi. Segir hann, sem rétt mun vera, að fjölmargir telji að þingið leysi lítil störf af hendi, og að yfirleitt fari vegur þess og virðing hnignandi. Ráðherrann telur, að það sé illa farið, að almenningur hafi þessa trú, og þetta orðbragð um löggjafar samkomuna, og hann telur einnig, að þetta almenningsálit hafi ekki við rök að styðjast. — Þingið vinni bæði mikið og vel, en það villi almenningi sýn, að vinnubrögðum þess sé nú öðruvísi háttað en áður var. — Þingmenn séu nú að mestu hættir að þreyta orðræður langar í þingsölunum, en í þess stað sé nú málunum ráðið til lykta í nefndum og á flokksfundum þing- manna eða þá í samstarfi þingflokkanna bak við tjöldin. Má heyra að ráðherranum þyki hér um framför en ekki aftur- för að ræða. — Loks telur hann þetta þing hið merkilegasta, þótt ekki væri nema vegna afskifta þess af sjálfstæðismálinu einu, en auk þess hafi það fundið viðunanlega lausn á skatta- málunum — einhverju mesta og erfiðasta deilumáli stjórn- málaflokkanna — og enn sé það svo að leita að heppilegri lausn á dýrtíðarmálunum. Auðvitað er það rétt hjá ráðherranum, að það er mjög illa farið og jafnvel stórhættulegt að þingið skuli njóta jafn lítillar virðingar og það óneitanlega gerir nú hjá öllum þorra manna. Eins og allir vita, er nú háð harðari orusta um tilveru lýðræðis og þingræðis í heiminum en nokkru sinni hefir fyrr verið háð. Mestu stórveldi veraldarinnar heyja þenna hildarleik og enginn veit hvernig honum lýkur. En það vita allir, að ef hin svokölluðu möndulríki vinna algei’an sigur, að þá er úti um lýðræðið og'þingræðið í venjulegustu og eiginlegustu merkingu þessara orða. Við íslendingar höfum um nokkra tugi ára haft lýðræði og þingræði að nafninu til. Allflestir af oss þykjast a. m. k. unna þessu stjórnfyrirkomulagi, og nú hefir Alþingi með ákvörðun sinni um að konungssambandinu skuli slitið við Danmörku og lýðveldi stofnað, lýst því yfir, að það telji þetta stjómarfyrirkomulag best. Það má því teljast í mésta máta furðulegt, að um leið og allur þorri manna telur lýði’æðið og þingræðið ákjósan- legast, skuli hann fara niðrandi lítilsvirðingarorðum um þá stofnun, sem fyrst og fremst ber þetta stjórnarform uppi — Alþingi. Hvað myndi líka geta orðið lýðveldi voru hættulegra ent það, að þjóðin missi alla virðingu fyrir Alþingi? Er þá ekkt í raun og veru brostinn grunnurinn undir lýðveldishöllinni, og er þá nokkuð annað líklegra en að einhver íslenskur Hitler eða Mussolini hrifsi til sín einræðisvaldið, þegar minst von- um varir? En um leið og ráðherrann bendir á þá hættu, sem af hinni sívaxandi lítilsvirðingu fyrir Alþingi getur leitt, er það harla mikilsvert, að bæði æðstu valdamenn þjóðarinnar og allur almenningur reyni að gera sér Ijóst, hverjar ástæð- $ t t t ! *H^HinXwX‘*W*‘HnH‘‘X**t**i**íMJ**I**Hf STORMUR *!♦ hefir verið sendur allmörgum mönn- £ um hér í bænum frá nýári. Eru nú t ♦*♦• þeir menn, sem ekki vilja gerast kaup- % endur að honum vinsamlega beðnir að ý endursenda þetta blað, eða tilkynna í t *♦* síma 4191, að þeir kæri sig ekki um t það. Hinir, sem hvorugt gera, verða taldir kaupendur að blaðinu. Það kost- ;!; ar 1 krónu á mánuði og hefur ekkert | hækkað, þrétt fyrir alla dýrtíðina. Þess f *♦*■ skulu menn Iíka minnast, að Stormur f X er eina blaðið, ser?i elcki er háð nein- ;!; *♦• ■ um stjórnmálaflokki og þorir því að | gagnrýna gerðir þeirra og ríkisstjórn- t arinnar. X: Eflið og styrkið STORM með því ;!; að gerast kaupendur hans og aflið honum nýrra kaupenda. |

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.