Stormur - 24.03.1942, Blaðsíða 1

Stormur - 24.03.1942, Blaðsíða 1
STORMU Ritstjóri: Magnús Magnússon XVIIL árg. Reykjavík, 24. marz 1942. 7. tölublað. Jeremíasarbréf. Keykjavík í mars 1942. Gamli kunningi! Jæja, nú eru bæjarstjórnarkosningarnar hér í Rvík um garð gengnar og verður naumast annað sagt, en að úrslitin hafi orðið þau, sem allir sæmilega sjáandi menn bjuggust við. Það hefir áður og það mörgum sinnum, verið að því vikið hér í blaðinu, að faðmlög Framsóknar færðu þeim líkþráa, sem fyrir þeim yrðu. Sá flokkurinn, Alþýðuflokk- urinn, sem lengst hefir þessara faðmlaga notið, var alveg að því kominn að grotna í sundur og leysast upp. Læknis- fróðasti maður flokksins, Vilmundur Jónsson, varð fyrstur að vonum til þess að sjá, hversu banvænlega horfði og forðaði sér með einangrun frá rotnunardauðanum. Sá þá Stebbi Jóhann, að jafnvel ríkissjóðs og Breta-whisky mundi ekki duga gegn sýki þessari og f ór því að dæmi hins læknisfróða manns — og svo fylgdi hann smitsjúki flokkur foringjum sínum — hratt frá sér hinu banvæna fangi, þvoði sár sín og bar á þau smyrsl nýrra lóforða og nýrra lífelyga. Enginn vafi er á því, að Alþýðuflokkurinn mundi nær því alveg hafa þurrkast út, ef hann hefði ekki.gripið til þess fangaráðs að slíta samvinnunni við Framsókn. Ef hann hefði ekki gert það, og ef ríkisstjórnin hefði ekki verið honum svo hjálpleg, að leggja honum til kaupdeilumálin rétt fyrir bæjarstjórnarkosningarnar, mundi hann tæplega hafa kómið að nema einum manni hér í Reykjavík og svip- að hefði giftuleysi hans orðið í öðrum kaupstöðum og kauptúnum landsins. Nú, hinsvegar, þegar hann er kominn í harða andstöðu við stjórnarflokkana og getur ábyrgð- arlaust komið með yfirboð og nýjar fjögra ára áætlanir, er ekkert líklegra en að hann eflist nokkuð og haldi a. m. k. þingmannatölu sinni, ef kosningar til Alþingis fara fram á næsta vori. Sigur kommúnistanna hér í Reykjavík er mjög skilj- anlegur og eru orsakirnar margar, sem honum valda. Sú fyrsta er það, að flokkurinn hefir æ verjð í stjórnarand- stöðu og nú um nokkurra ára skeið, verið eini stjórnmála- flokkurinn, sem það hefir verið. — Hlýtur stjórnmála- flokkur, sem slíka aðstöðu hefir, æ að aukast, hversu óheil- brigðar og illa skipaður, sem hann annars kann að vera. 1 öðru Iagihefir ofsókn Hriflu-Jónasar gegn honum aukið fylgi hans stðrkostlega. Þessi ofsókn hefir verið að sama skapi bleyðimannleg, sem hún hefir verið rætin, heimskuleg og illmannleg. Flokkurinn heí'ir verið borinn hinum verstu landráða- brigslum, en þó hefir Dómsmálaráðherrann, Hermann Jón- asson, aldrei látið fara fram neina rannsókn á því, hvort þessar þungu aðdróttanir væru á rökum reistar eða ekki. Og ekki hefir hann heldur bannað flokkinn. En í þess stað úrskurðaði foi'seti same.inaðs þings, Haraldur Guðmunds- son, að flokkurinn væri „utan flokka" og því skyldi hann ekki njóta sömu réttinda og aðrir stjórnmála- og þing- flokkar. Er alveg dæmalaust, að Alþingi Islendinga, skuli láta óráðvanda ofstækismenn gera sig sjálft brotlegt um hina verstu og auðsæjustu hlutdrægni. Sjálfur hefir Hriflu Jónas — sá maðurinn, sem fyrir löngu hefði átt að hljóta ævilangan skeljadóm — sagt, „að þeir væru utan við þjóð- félagið". Er enginn vafi á því, að þessi heimskulega og bleyði- mamilega ofsókn gegn þessum mannkindum, hefir aukið samúðina með þeim miklu meir en þeir eiga skilið. Ein ástæðan til f ylgisaukningar þeirra er það, hvernig rás heimsviðburðanna hefir orðið á síðasta ári. — Menn, sem áður töldu Stalin andskota alls frelsis og ofsækjanda allra guðsbarna, trúa nú á hann og telja, að ef honum tekst ekki að sigrast á Hitler — dýrinu í Opinberunar- bókinni — þá muni engum takast það. — „Mér hefir altaf litist vel á hann Stalin minn", er haft eftir einum gáfuðum manni hér í bænum. — Það er þetta viðfeldna andlit Stal- ins, sem nú hefir komið kommúnistunum, hinum blindu lærisveinum hans, að afarmiklu gagni við hinar nýafstöðnu bæjarstjórnarkosningar. Og það er vafalaust, að þessi Stal- ins ásjóna á eftir að auka mjög fylgi þeirra, ef svo fer enn um langa stund, að hann og Rússinn verði sá eini, sem stendur Hitler og herskörúm háns snúning. Enn hafa svo kauþdeilumar um áramótin orðið mikið vatn á myllu kommúnistanna, og gerðardómslögin, sem í kjölfar þeirra sigldu. Þessi fylgisaukning kommúnistanna er því síst meiri en vænta mátti og það sýnir best stjðrnmálaþroskann hjá. sumum þeirra, er ráða og rita aðalblöð andstæðingá þeirra, að svo virðist sem þeim hafi komið þetta aukna kjósenda- fylgi þeirra algerlega á óvart og að þejr séu nú fyrst að rumska til meðvitundar um það, að eitthvað verði að gera, eitthvað að breyta til um hernaðaraðferð, ef stöðva á framrás þeirra. Eitt frægðarverk unnu reykvískir kjósendur í þessum kosningum, sem þeim ber heiður og þökk fyrir — þeir þurkuðu slepjuna af sér — þurkuðu burt áhrif Hriflu- Jónasar og bitlingalýðs hans á málefni og stjðrn Reykja-

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.