Stormur - 03.06.1942, Side 1
S T O R M U
N
Ritstjóri: Magnús Magnússon
XVIII. árg. Reykjavík, 3. júní 1942. 13. tölublað.
Jeremíasarbréf
Reykjavík í maí 1942.
Gamli kunningi!
Áliðið var orðið þiingtímans, þegar ekki var útlit
fyrir annað en að þetta ný afstaðna þing mundLverða með
þeim lélegustu, sem haldin hafa verið, og hafa þó afrek
margra verið næsta lítil.
En þessu þingi lauk svo. að það mun æ verða talið
með þeim merkari og ber tvennt til.
Annað er það, að því bar gæfa <41 að hrinda úr valda-
stóli stjórn þess flokks, sem um fimtán ár hafði farið með
æðstu völdin í landiu og misbeitt þeim svo, að óhlutdrægir
sagnritararseinni tíma munu verða sammála um það, að
ójafnaðarfyllri og ósvífnari stjórnmálaflokkur hafi aldrei
starfað í íslenskum stjórnmálum. — Stjórnmálaflokkur,
sem mútaði os? þá mútur og lét æ sína hagsmuni sitja ífyrir-
rúmi fyrir hagsmunum þjóðarinnar.
En hitt afrek þingsins er stjóniarskrár breytingin, sem
hefir það í för með sér, að framsóknarflokkurinn mun
tapa 6 þingsætum, sem hann hefir ranglega haldið í mörg
ár, en þau sæti hljóta þeir flokkar, sem fullan réttt hafa
haft og eiga á þeim.
Með þesari miklu réttarbót er loku fyrir það skotið,
ao framsóknarflokkurínn geti nokkurntíma hlotið það
þingfylgi, að hann verði forystuflokkur í íslenskum
stjórnmálum, og þó svo ólíklega kjmni að fara að hann
ætti einhverntíma eftir að mynda stjórn, þá myndi þing-
val dhans vera svo lítið, að hann þyrði ekki að beita því
einræði og þeiiri ósvífni, sem hann beitti meðan hann
naut hins .rangfengna þingmanna fjölda.
I útvarpsumræðunum um þctat mál báru formæl-
pndur Sjáifstæðisflokksins — ráðherramir brír — langt
af andstæðingum sínum. Málflutningur alh-a var rök
fastur, rólcgur og prúðmannlegur. Þeir lýstu því allir yfir,
að þeir hefðu verið fylgjandi kosninga frestun til þess
að friður og samstarf gæti haldist, en þegar framsóknar-
flokkurinn sleit friðinn og ætlaði að knýja fram kosn-
ingar án stjórnarskrárbreytingar, var ekki hægt að hafa
samstarf við þessa ófyrirleitnu flokkshagsmuna menn,
og þá var ekki önnur leið fær, en sú sem farin var. Lýstu
þeir því allir yfir, að þeir myndu fylgja fast fram oí? ein-
læglega stjómarskrárbreytingunum, og einn þeirra, Jakob
Möller, kvaðst nú vera farinn að sjá, að sér hefði skjátl-
ast, er hann vildi halda áfram samstarfi við þessa ósvífnu
menn, sem skirtust ekki við að stofna til upplausnar á
hættulegustu tímum. Han lýsti því líka yfir, að þótt sú
ógæfa henti þenna flokk, að hann fengi stöðvunarvald,
bá mundi það ekkert gagna honum, því að kosningum
yrði haldið áfram þar til yfir lyki og fullu réttlæti vær.
náð.
Það er þetta stöðvunarvíald, sem framsóknarmenn
heimta af kjósendunum. Hann heimtar það af þeim, að
þeir séu svo illgjarnir og ofstopafuhir að þeir ekki að-
cins kjósi þá 19 þingmenn, sem um 15 ára skeið hafa
framið og lagt samþykki á öll óhæfu verkin, sem unnin
hafa verið í stjórnmálunum, heldur bæti 5—6 þingmönn-
um við svo að hægt verði að hindra það, að kjósendur
njóti þess réttar, sem þeim ber og þeim er ætlaður i
sjálfri stjórnarskránni.
En hver eru þá líkindin fyrir því að hann hljóti þetta
vald? — Til þess verða þeir að haláa öllum t/ímennings
kjördæmunum, sem þeir nú hafa og bæta við 5—6 kjör-
dæmum, sem Sjálfstæðismcnn hafa haft þingumboð fyrir.
Þau kjördæmi sem framsóknarmenn gera sér nokkra
von um eru þessi: Vestur-Skaftafellssýsla, Akureyri, Aust-
ur-Húnavatnssýsla, Dalasýsla, Vestur-Isafjarðarsýsla og
Snæfellsncssýsla.
Er það nú herbragð þeirra að taka annan þing-
manninn úr sumum tvímenningskjördæmunum og tefla
þeim fram í þessum vonar kjördæmum. Stafar þetta bæði
af því, að þeir hafa lélegt mannaval nýrra og ungra manna
og svo hitt, að þessir menn eiga þótt þejr falli nú, að fara
þar fram í haust og síðar.
Sagt er að Sveinbjörn Hö(gnason prestur eigi að fara
í Vestur-Skaftafellssýslu gegn Gísla Svcinssyni sýslu-
manni. — Prests planta þessi mun ættuð þaðan, þó ólíklegt
megi virðast því að margt er þar góðra grasa. _____Um
Sveinbjörn þenna er það að segja, að hann er tillaftna
verstur hinna nýju brennumanna og jafnframt er hann
sá, sem einna mesta bitlingana hefir þegið, enda einn af
hátekjumestu embættismönnum þjóðarinriar.
Er hér mikill manna munur á frambjóðendum. Gísli
Sveinsson er, eins og öllum er vitað, einhver flekklaus-
asti embættismaður þessa lands. Drenglundaimaður og
prúður, sem í engu vill vamm sitt vita, gáfaður maður
og mentaður, og einn af helstu forvígismönnum þjóðarinnar
í vsjálfstæðisbaráttu hennar, bæði að fornu og nýju.
Yrði Skaftfellingum að því mikil hneisa, ef þeir tækju
prestsribbalda þenna og orðhák, fram yfir þenna prúða,
gáfaða og flekklausa mann.
Vesalings Rangæingarnir eiga að njóta áfram gáfu-
mannsins á Stórólfs-Hvoli, sem sagður er skýrastur í
hugsun allra framsóknarþingmanna og fegurst talaður.
Ekki hefir heyrst, hver eigi að fara með honum, en langt
fyrir neðan meðallag af gáfum mætti sá maður vera —
enda hafa framsóknarmenn gnótt slíkra manna — til þess
að samanlagðar gáfur þeirra Helga og hans yrðu þó ekki
flokknum til sæmdar.
Á Akureyri er sagt, að maðurinn sem ekki mátti vera