Stormur - 03.06.1942, Page 2

Stormur - 03.06.1942, Page 2
S 1' 0 R M U R að því að gegna skyldustarfi sínu í framsóknarflokknura eigi að fara — Vilhjálmur Þór bankastjóri. Fyig-i hafa framsóknarmenn allmikið á Akureyri, en ekki mun þeim þó endast það til þess að koma manni að ef skynsamlega er á móti þeim unnið, og þeir nienh fylkja þar liði, sem sjálfstæðismehn eru i hjarta sínu þótt ekki hafi þeir opinberlega lýst yfir fylgi sínu við stefnuna. Vilhjálmur Þór fékk orð fyrir að vera kaupsýslu- maður, harðfykinn og óvæginn, en um stjórnmálahæfi- leika hans er engum kunnugt. Sigurður Hlíðar, núverantli þingmaður kjördæmis- ins er hinn drengilegasti og vandaðasti maður, stefnu- fastur og hvikar aldrei frá því, sem hann telur rétt vera. Hefir þjóðin æ þörf fyrir þingmenn sem slíkum kostum eru gæddir. Talið er að Hannes Pálsson á Undirfelli eigi að fara fram gegn Jóni á Akri. Hefir Hannes mænt vonaraugum inn í þing’salinn í fjölda mörg ár, og öd hans hugsun snýst um pólitík svo að vart má hann gegna búi sínu fyrir þeirri þráhyggju. — örlítið hafa þó flokksmenn hans reynt að bæta honum upp þenna sjúkleika hans, því að hann hefir setið í jarðamatsnefndinni í fjölda mörg ár og hlotið fyrir þann starfa marga tugi þúsunda. Þetta jarðamat mun nú hafa kostað ríkissjóðinn um % þúsund króna, en „kirkja fyrirfinst engin“, eins og þar stendur eða árangur hefir enn enginn sést. — Þeir Bjarni á Reykjum og Páll Zophan-: íasson eru með Hannesi í þessa Syofusar starfi en sagt/er, að sumir starfsmenn þeir er á skrifstofunni vinna þekki þessa húsbændur sína ekki í sjón. Hannes er málskrafsmaður rrfi’kill, drengur góður og vinsæll af mörgum, en fljótráður og flasfenginn og á ekkert erindi á Alþingi. — Jqn Pálmason er með atkvæða- mestu bændum, sem á þingi hafa sitið. Málafylgjumað- ur mikill og öruggur í sókn og vöm. 1 Dalasýslu hefir heyrst, að framsóknarmenn séu hættir við hafa Hilmar Stefánsson í framboði, þykir þeim maðurinn sennilega of grandvar og vandaður. — Er mælt að Þórir nokkur Steindórsson eigi að fara þangað. Mun Þorsteinn Dalasýslumaður t^eplega þurfa á Göngu-Hi'ólfs- rímum að halda til þess að þagga niður í þeim sveinstaula. í Vestui’-ípafjarðarsýslu er sagt að þeir tefli fram bróður skáldsins á Kirkjubóli, Guðmundar Inga, sem best hefir lýst framsóknarsauðunum og hrútunum, þegar þeir þyrpast að ríkissjóðsjötunni. — Mun þetta vera hnellinn maður, en Ásgeir er mjúkur og gott mun þeim Ingibjörgunum þar vestra þykja ’að sitja að tafli með honum sem fyr. I Snæfellsnessýslu er sagt að Bjarni á Laugarvatni eigi að vera í framboði. Hann mun að gáfnafari vera um það bil jafnvígur Helga á jStórólfshvoli ,og mjög siðferðis- góður og því var hann látinn fara í þetta ókunna hérað, en Skálholtsbóndinn hafður heima. Talið er, að Gunnar Thoroddsen fari þar fram af hálfu Sjálfstæðismanna og er með honum vel skipað í sæti Thor Thofs, en hann naut þar hinna mestu vinsælda og trausts, enda einna atkvæða mestur hinna yngri manna voiTa, sem að stjórnmálum hafa gefið sig. — Þarf engu um það að spá hvernig leikslokin verða milh þessara tveggja fram- bjóðenda — Hefi ég nú skýrt þér nokkuð frá því, hvernig fylkt mun verða liðinu í kjördæmum þeim sem framsókn hyggst að vinna við næstu kosningar. Væri það með hinum mestu ólíkindum ef þeir bættu við sig nokkru þingsæti, jafn illan og þeir hafa málstaðinn, og jafn litlir sem þeir menn eru fyrir sér, er þeir tefla fram undir merki ofbeldisstefnu sinnar og rangsleytni. — En fari svo, þá er ekkeiT ljósara en það, að lú verður þjóð- argarðinn og uppræta þann arfa, sem þar hefir dafnað á undanförnum hálfum öði’um tug ára. Lifðu heiU, þinn einlægur JEREMÍAS. Bjami rektor Jónsson Svo segir Þorv. Thoroddsen frá Bjarna rektor Jónssyni í Minningab^k sinni: „Ég var í skólahúsinu eitt ár undir stjórn Bjarna rektorg, þó ég væri ekki skólapiltur. Mér stendur hann enn fyrir hugskotssjónum þessi ógurlegi bel- jaki, bæði hár og digur og jötunsterkur, og gengu margar sögur af afli hans; röddin var ákaflega mikil og dimm, og drundi við í skólanum þegr hann hafði hátt, var annaðhvort að setja ofan í við pilta eða kalla á ráðskonu sína, Gróu. Ég man t. d. eftir því, að rektor ætlaði á útreiðartúr og var kom- inn niður að húsi Teits Finnbogasonar dýralæknis við kirkju- liornið, þar stóðu hestarnir. Þá öskraði Bjarni: „Komdu og bittu bgtur á mig sporana, Gróa!“, en ráðskonan stóð hjá skólatröppunum. Bjarni reið í stórum stígvélum og með spora, en um þá hafði losnað. Þegar Bjarni Jónsson kom til skólans hafði verið þar mikil óöld og agaleysi, og er enginn efi á því, að skólinn batnaði mjög á dögum Bjarna, hann var strangur og stjórnsamur, og þoldi enga óhlýðni, hann var svo stórbrotinn i framgöngu og mikilfenglegur að útliti, að eng- inn þorði að mjæmta eða skræmta á móti honum. Það var engin vanþörf á að fá slíkan mann,-og Bjarni gerði sér engan mannamun, og agaði t. d. eigi síður syni Trampe greifa en aðra pilta. Bjarni Jónsson horfði ekki í, ef svo bar undir, að berja á piltum og jafnvel kennurum, hann var bráður en reiðin rauk fljótt úr honum, og laus var hann við langrækni. (Löngu seinna sagði Gísli Magnússon okkur frá því í kenslustund, að Bjarni rektor, sem hann altaf kall- aði: „Þessi Álftaness Bjarni“, hefði reiðst við sig, kallað sig inn til sín og lúbarið sig: „En svo tók hann portvínsflösku út úr skáp, bauð mér glas og sagði: „Eigum við «nú ekki að drekka okkur eitt glas af portvíni, Magnússen?“, og ég þorði náttúrlega ekki annað en drekka“). Þó var flestum heldur hlýtt til Bjai'na rektors, því hann var raungóður mjög og notalegur við pilta, og dró jafnan þeirra taum gagnvart bæj- armönnum, en hlýða urðu allir þeir, er Bjarna lutu, sam- stundis og skilyrðislaust. Drykkjuskaparöld var þá mikil um alt Island, og ekki síst í Reykjavik. Margir skólapiltar voru drykkfeldir og tók Bjarni hart á því, ef piltar urðu útúrfullir eða höguðu sér hneykslanlega niður í bæ, en ekkert hafði liann á móti því, þó þeir hrestu sig á víntári í hófi, og um tíma máttu þeir, er vildu, á laugardagskvöldum hafa toddý- drykkju í herbergi dyravarðar. Ef einhver var leiddur fyrir rektor, sem dulckin var, þá slapp hann, að sagt var, ef hann gat gengið beint eftir fjöl í gólfinu á skrifstofu Bjarna. Sjálf- ur gladdi Bjarni sig á vínföngum, þó aldrei sæist hann ölv- aður, enda þoldi hann mikið. Oft sátu ýmsir embættismenn að toddýdrykkju hjá lionum fram á nótt, og gat þá stundum slegið í rimmu. Ég man t. d. og horfði sjálfur á það úr dyra- varðarherberginu, að Bjarni rétt eftir háttatíma eitt kveld, átti mikla og háværa orðasennu við Benedikt Sveinsson assessor, sem endaði með því, að Bjarni tók í hnakkadrambið á Benedikt og kastaði honum út úr dyrunum í skafl fyrir neðan tröppurnar“-

x

Stormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.