Stormur - 03.06.1942, Blaðsíða 3
S T 0 R M U R
3
Druknun
Þorsteins Sigurðssonar .
Þorsteinn hét maður Sigurðsson frá Hnausum í Húnavatns-
sýslu. Ilann var greindur, smiður góður og talinn vel að sér
til munns og handa og fékk gott orð. Hafði hann áður búið
í Iiaga í Þingi. Þorsteinn átti konu þá er Ragnhildur hét og
var systir henn'ai' Arnþóra, er flutst hafði suður á land og
komist þar í kynni við mann er Jón hét; var hann talinn
tveggja handa jám, en skáldmæltur vel. Arnþóra fluttist til
hans. Fóru þau bæði litlu síðar norður í kaupavinnu. Fór
Amþóra til systur sinnar að Haga og var þar um sumarið.
Um haustjð fór Þorst. með henni í Vatnsdalsréttir; var hús-
bóndi hennar þar íyrir og tók á móti kaupi hennar og henni.
Þótti Jóni það lítið, en Þorsteinn kvaðst hafa vel goldið.
Varð þeim þetta að sundurþykkju og kvöddust þungum orð-
um á. Og er þeir skildu kastaði Jón fram stökum fjórum og
eru þannig tvær þeirra:
Fyrir hrelling háðungar
handar svella viður,
þar sem fellur flóð í mar
feldu elli niður.
Auðs fyrir beðju atlotin,
af því gleðjast máttu.
Þarna er kveðjan, Þorsteinn minn;
þér vel geðjast láttu.
Árið eftir reri Þorsteinn úti á Skagaströnd og var formað-
ur á skipi er Jósep Skaftason læknir átti. Er hann fór h'eim
hélt hann skipinu inn í Húnaós og fórst þar. Var þannig
sem ummæli Jóns rættust.
Tilkynning
frá ríkisstjórninni.
Breska flotastjómin hefir tilkynnt íslensku ríkis-
stjóminni að nauðsynlegt eé að öll íslensk skip,
10—750 smál. að stærð fái endurnýjuð eins
fljótt og hæg er, ferða, skírteini þau, sem ræðir
um í tilkynningu ríkisstjórnarinnar dagsett 7.
mars 1941.
Skírteini þessi verða afgreidd sem hér segir:
I Reykjavík hjá breska aðalkonsúlnum, á Akur-
eyri hjá býeska vicé-konsúlnum, á Seyðisfirði
hjá bresku flotastjóminni og í Vestmannaeyj-
um hjá bresku hernaðaryfirvöldunum.
Atvinnu- og samgöngumála-
ráðuneytið, 27. maí 1942.
Aöalfundur
Utvegsbanka Islands h.f. verður haldinn í húsi banltans
í Reykjavík föstudaginn 5. júní 1942, kl. 2 e. h.
Dagskrá:
1. Skýrsla i'ulltrúaráðsins um starfsemi Útvegsbankans
síðastliðið starfsár.
2. Framlögð endurskoðuð reiknisuppgerð fyrir árið
1941.
3. Tillaga um kvittun til framkvæmdarstjórnar fyrir
reikningsskil.
4. Kosning tveggja l'ulltrúa í fulltrúaráð og jafnmargra
varafulltrúa.
5. Kosning tveggja endurskoðunarmanna.
6. Breyting á samþyktum hlutafélagsins.
7. Önnur mál.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir í skrifstofu
bankans frá í. júní n. k. og verða að vera sóttir í síðasta
lagi daginn fyrir fundihn. Aðgöngumiðar verða ekki af-
bentir nema hlutabréfin verði sýnd. Útibú bankans hafa
um boð til að athuga hlutabréf, sem óskað er atkvæðis-
réttar fyrir og gefa skilríki um það til skrifstofu bankans.
Reykjavík, 28. apríl 1942.
f. h. fulltrúaráðsins
Stefán Jóh. Stefánsson.
Lárus Fjeldsted.
r
Utgerðarmenn.
Leyfum oss hér með að tilkynna yður að fyrir-
tæki vort hefir nú tekið til starfa, og munum vér
framvegis hafa ís til sölu. — Sími 5532.
Hraðfrystistöðin í Reykjavík h.f.
við Mýrargötu.
Tilkynning
frá
Pásf- o« símawiálafiffárnðnol
Hinn 17. maí hófst að nýju beint símskeytasamband
við Ameríku. — Frá sama tíma eru öl) símskeytaviðskifti
við útlönd háð skeytaskoðun Bandaríkjasetuliðsins og
gilda um þá skeytaskoðun og skeytaviðskifti við útlönd
yfirleitt sérstakar reglur, sem fást í afgreiðslusal lands-
símans í Landssímahúsinu.
Öl) skeyti til útlanda, sem afhent verða á landssíma-
stöðina í Reykjavík, skulu vera í 2 samhljóða eintökum.
faafoldarprentsmiöja h.f.
V
%