Stormur - 16.06.1942, Blaðsíða 2

Stormur - 16.06.1942, Blaðsíða 2
SrORMUR 2 III. Nú væflast margur sleginn framsóknar úlfurinn út, um bygðir landsins og rennir ,,dauða-bólgnum augum" eftir nýrri bráð. H|afa sumir þessara „úlfa“ verið flæmdir úr heimahögum sínum og verða nú að kanna ókunnuga stigu. Hefir útlitið aldrei verið jafn slæmt fyrir skepnum þess- um og nú. Má að vísu velra, að þeir lifi af vorið, en í haust- hretunum hljóta óhjákvæmilega sex þeirra að týna töl- unni, og verður þá hópurinn orðinn svo lítill, að enginn kostur er slíkra fanga og ránsferða sem fyr. Ekki bætir það úr, að óeining er orðin hin mesta í þessari úlfa- hjörð og situr hver á svikráðum við annan. Mestur er þó fjandskapurinn milli forustuúlfanna tveggja, enda vargs- eðlið ríkt í báðum. IV. Sigurður okkar ,,seriös“ hefir nú haft hamskifti, eins og sum kykvendi jarðarinnar gei’a á vorin, og er nú orðinn ,,kómiskur“. Býður hann sig fram hér í Reykjavík og hefir þrjá menn á lista með sér og er einn þeirra þjónn Sigurðar í tóbakseinkasölunni. Eitthvað mun hinn kómíski hafa feng- ið af meðmælendum, en sagt er að þeir gefi það fjandan- um að þeir kjósi hann, þegar þar að kemur, og líklega á Sigurður ekkert'atkvæði víst, nema sín sjálfs og æðarkollu- banans, en þeir Sigurður og hann eru aldavinir og hafa margt rætt um ráðvandlega öflun fjár og meðferð þess. Til þess að afla sér kjörfylgis hefir Sigurður ráðist í að gefa út blað, en svo er efnahagurinn orðinn þröngur, að það er langs/amlega smáskítlegasti blaðsnepillinn, sem gefinn hefir verið hér út í áratugi. — Auðsöfnunin er líka það, sem Sigurði er nú orðinn mestur þyrnir í augum, og -stendur honum mjög stuggur af auði Kveldúlfs, sem hann telur 15—20 miljónir. Er ekki nema von, að þeim mönnum súrni sjáidur í augum, sem fyrir 2—3 árum voru búnir að safna sér nokicrum hundruðum þúsunda með heiðarlegum fjáraflaplönum og smáþóknunum frá erlendum firmum og voru orðnir ríkustu menn landsins, þegar þeir alt í einu hrapa nú niður í það að verða sjötti eða sjöundi í auðmannaröðinni, sem enginn lítur til og taldir eru aðejns bjargálnamenn. — Hefir það löngum verið svo, að fólk hefir lítið gefið fyrir heiðarlegleikann, og því er mjög hætt við, að hann dugi ekki Sigurði við þessar kosningar. Engin fjáraflaplön birtir Sigurður í þessu blaði sínu. Minnist hann ekkert á að flytja Hengilinn nær bænum eða þá hveri, sem í honum eru. Ekkert minnist hann held- ur á að reisa stöð til þess að hafa ðamband við framliðna, og hafa þeir þó haft mikil áhrif á líferni Sigurðar, og Breytni að undanförnu. Eru helstu einkenni blaðsins hógvær, kristileg auð- mýkt og minnimáttar kend. * ' V. Þá er yfirlætið ólíkt meira hjá#,,Þjóðveldismönnum“, ■enda eru þeir tólf í flokki, og ægir þar saman hinum ólík- ustu manntegundum, en sameiginlegt mun það þó mörg- um, að þeir eru jurtaætur og heimspekilega sinnaðir. Er stefnuskrá þeirrra lika mjög óhlutræn og einna líkust .ákomu sem ullarhnoðri. Mikla furðu vekur það, að út- varpsstjórinn skuli ekki vera á listanum, því að hann hefir lagt þessum flokki til siðferðisþróttinn og siðgæðiskendina frá byrjun, en vera má þó, að það saki flokkinn ekki, því :að vitað er, að hann er enn sem fyr sá siðfetðisbrunnur, sem svalar flokknum og Iðunnarepli hugsjóna hans. Auk þessara tveggja „flokka“ og þriggja aðalflokk- anna, Sjálfstæðis, Alþýðu og Kommúnista, hafa svo fram- sóknarmenn sinn lista. Þekkja bæjarbúar lítt til þeirra manna, sem á honum eru, og enn hefir Tíminn ekkj birt mynd nema af einum þeirra, og mun það hafa verið mis- ráðið' af blaðinu, því að þótt sálin sé vafalaust fögur í þess- um manni, eins og í öðrum framsóknarmönnum, þá hefir hún ekki haft mátt til þess að láta dýrðarljóma sinn spegl- ast í ásjónunni. Eru þá taldir þeir „flokkar“, sem bjóða fram hér í Reykjavík, því að einhverra hluta vegna hefir Jóh. Kr. Jóhannesson trésmíðameistari hætt við að bjóða fram fyrir sinn flokk, sem heitir „Frelsis og friðarflokkurinn“. Má vera að orsökin sé sú, að honum hafi fundist, að svo lítið bæri á milli í skoðunum Sigurðar Jónassonar og sín, að ekki tæki því, að bera fram sérstakan lista. Annárs bauð Jóhannes Hermanni Jónassyni að vera næstur sér á listanum, en Hermann kvaðst ekki geta það, vegna þess, að hann ætlaði' að bjóða sig fram í sínu gamla kjördæmi, en ráðlagði honum að bjóða formanni Fram- sóknarflokksins sætið. Sennilegt verður að teljást, að Jóh. hefði hlotið meira fylgi en Sigurður Jónasson banamaður framsóknarinnar og Grétar ó. Fells, því að hann er fjölhæfari og gervilegri ásýndum en þessir menn eru. VI. Áður en afráðið var, að kosningarnar skyldu fara fram um kjördæmamálið, reyndu Framsóknarmenn að-slá mjög á þá strengi hjá þjóðinni, að það væri stór ábyrgðarhlutur að stofna til æsinga og harðvítugrar kosningarbaráttu á þessum hættulegu tímum. Þeim var þá bent á það, að engir aðrir en þeir myndu gera þetta réttlætismál að æsingamáli og þótt þeir reyndu það, myndi þeim tæpast tlakast það, því að allir sanngjarnir og sæmilega vitibornir kjósendur hlytu að sjá, að hér væri ekki íarið fram á neitt annað, en það, sem sjálfsagt var og réttmætt. Tímamenn virðast nú líka hafa komist 'að raun um að kiósendur sveitanna reyndust sanngjarnari og hvggnari en þeir hugðu. Hófu þeir blaðagreinar í Tímanum með offorsi miklu og blekkingum, en nú hefir dregið úr þessu æði þeirra, og verður naumast annað sagt, en lað vopna- burður þeirra nú sé sæmilega heiðaflegur eftir því, sem við má búast hjá þeim mönnum. Fult útlit er því fyrir, að kosningar þessar verði jafn vel íriðsamlegri en flestar undangengnar kosningar, enda er það ekki nemfa eðlilegt þar sem um þetta eina mál er barist, en lausn þess hinsvegar svo auðsæ, að allir sjá í hjarta sínu, hver hún á að verða. Enn verður ekkert sagt um, hver kosningaúrslitin verða í hinum einstöku kjördæmum, en þótt búast megi við, að áróðurinn verði enn sem fyr harðari hjá Framsókn- armönnum en Sjálfstæðis, þá mættu það samt undur telj- ast, ef Framsóknarmenn ynnu nokkuð verulega á í þessum kosningum, hvað þá að þeir bæti við sig 5 nýjum þingsæt- um, en það er sú tala, sem þeir þurfa til þess að neyta stöðvunarvaldsins. En þrátt fyrir sigurvissuna um réttláta lausn kjördæmamálsins, væri það ófyrirgefanlegt af Sjálf- stæðismönnum að liggja á liði síru, því að farsælleg lausn þessa máls hlýtur að gera þá að öflugasta þingflokki kom- andi ára.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.