Stormur - 30.06.1942, Blaðsíða 3

Stormur - 30.06.1942, Blaðsíða 3
s T 0 R M U R í Nor6ur-Múlasýslu voru greidd 1321 atkv. Páll Zophoní- asson (F) hlaut 725 atkv. Páll Hermannsson (F) 696, Árni Jónsson (S) 585, Sveinn Jónsson (B) 564. Þeir Pálarnir fara Þar enn fram og munu Norðmýlingar enn kunna að meta orð- speki Páls Zoph. Sveinn á Egilstöðum hefir nú gengið í Sjálf- stæðisflokkinn og býður sig fram fyrir hann ásamt Gísla Helgasyni bónda í Skógargerði. Báðir þessir menn eru hinir prýðilegustu fulltrúar bænda, og er Sveinn á Egilsstöðum ein- hver glæsilegasti og besti bóndi þessa land. í Suður-Múlasýslu voru greidd 2601 atkv. Eysteinn Jóns- son (F) hlaut 1106 atkv. Ingvar Pálmason (F) 1000. Magn- ús Gíslason (S) 666, Kristján Guðlaugsson (S) 620, Jónas Guðmundsson (A) 562, Friðrik Steinsson (A) 408, Arnf. Jónsso^f (K) 322 og Lúðvík Jósefsson (K) 260. Þeir Eysteinn og Ingvar eru enn í kjöri, en af hálfu Sjálfstæðismanna Árni Jónsson og Jón Sigfússon bæjarstjóri á Norðfirði. Jónas Guðmundsson er af hálfu Alþýðuflokksins og Eyþór Gunn- arsson, en Árni og Lúðvík af hálfu Kommúnista. Eirts og öllum er vitað er Árni Jónsson einhver glæsilegasti, mentað- asti og hæfilekamesti þingmaðurinn. Væri Sunn-Mýlingum að því mikill sómi að eiga hann fyrir fulltrúa sinn. Færi vel á því að skifta á honum og Eysteini — manninum, sem einna óþarfastur hefir verið þjóð sinni'á seinni árum. Á Seyðisfirði voru greidd 518 atkv. Har. Guðmundsson (A) hlaut 288 atkv., Guðm. Finnbogason (S) 199. Hai’aldur fer þar enn fram, en af hálfu Sjálfstæðisflokksins Lárus Jó- hannesson hæstaréttarlögmaður. Er Lárus skarpgáfaður lög- fræðingur, starfsmaður mikill og hinn mesti drengskapar- maður. Framsóknarmenn og Kommúnistar buðu þar ekki fram 1937 og fellu því atkv. þeirra á Harald en nú bjóða Framsóknarmenn þar fram Hjálmar Vilhjálmsson sýslum. og Kommúnistar Árna Ágústsson. Mun því Haraldi verða byltuhætt nú. I Austur-Skaftafellssýslu voru greidd 613 atkv. Þorb. Þorleifsson (F) hlaut 337 atkv., Brynleifur Tobíasson (B) 248. Er Þorb. féll frá var Jón ívarsson kosinn með fylgi Bændaflokksins og Sjálfstæðisflokksins, en er á þing kom gerðist hann liðhlaupi og gekk í Framsóknarflokkinn, í von um að tryggja sér með því þingsætið. En Framsóknar- menn sýslunnar fengu skömm á þessu manntetri og neituðu að taka á móti honum nú. Varð nú allt í hinu mesta öngþveiti hjá miðstjórn Framsóknarflokksins og var í ráði um tíma að senda þangað Jón Eyþórsson, en þá vildi annar skarfur fara og varð loks úr að innan sýslumaður var tekinn, Pétur nokkur Þorsteinsson, Sjálfstæðisflokkurinn býður þar fram Helga H. Eiríksson skólastjóra, duglegan mann og einarðan. í Vestur-Skaftafellssýslu voru greidd 889 atkv. — Gísli Sveinsson sýslum. (S) hlaut 436, Helgi Lárusson (F) 289, Lárus Helgason (B) 105. Nú bjóða sig þar fram Gísli og Sveinbjörn Högnason prestur. Veltur hér eins og í Austur- Húnavatnssýslu allmikið á afstöðu Bændaflokksmannanna gömlu, en ólíklegt verður að teljast, að Skaftfellingar taki ruddaskapinn fram yfir prúðmenskun. í Rangárvallasýslu voru greidd 1863 atkv. Sveinbjörn Högnason hlaut 946,' Helgi Jónasson (F) 934, Jón Ólafsson (S) 895 og Pétur Magnússon (S) 891. Með Helga fer nú fram Hjörn Björnsson sýslumaður, meinleysingi að sögn, en Sjálf- stæðismenn bjóða fram. Ingólf Jónsson kaupfélagsstjóra á Hellu og Sigurjón Sigurðsson bónda í Raftholti. Eru báðir vel gefnir menn og drengilegir. 1 Árnessýslu voru greidd 2540 atkv. Jörundur Brynjólfs- son hlaut 1305 atkv., Bjarni Bjarnason 1253, Eir. Einars- son (S) 1075, Þorv. Ólafsson (B) 989, Ingim. Jónsson (A) 170 og Jón Guðlaugsson (A) 127. í stað Bjarna er nú tefla fram sýslumanninum á Selfossi, Páli Hallgrímssyni, en með Eiríki. fer Sigurður Ólafsson kaupm. á Selfossi. Er það mjög vel gefinn maður og nýtur , mikils trausts þar eystra. í Vestmannaeyjum voru greidd 1743 atkv. Jóhann Þ. Jósefsson hlaut 879, ísleifur Högnason (K) 489, Páll Þor- björnsson (A) 289. Þeir Jóhann og Isleifur fara þar enn fram en Gylfi Þ. Gíslason af hálfu Alþýðuflokksins. Er Jóhann auðvitað viss þar enn sem fyrr, enda einn af mikilhæfustu þingmönnum vorum fyrir margra hluta sakir. Hefir þá verið gerð grein fyrir framboðum þeim, sem máli skiftir um og niðurstöðunni 1937. Eins og áður hefir verið minst á hér í blaðinu gera Framsóknarmenn sér veika von um að vinna þessi kjördæmi. Vestur-Skaftfellssýlil, Dala- sýslu, Sflæfellsnessýslu, Austur-Húnavatnssýslu og Akureyri, en tækist þeim það og þeir töpuðu engu þingsæti, hlytu þeir 24 þingmenn og hefðu stöðvunarvald. Furðulegt mætti telj- ast, ef þeir bættu við sig nokkru þingsæti eins og málstaður þeirra er og fortíð. Hitt væri ekki nema eðlilegur og réttlátur dómur kjósendanna að þeir mistu nokkur. Hræddastir munu þeir vera í Rangárvallasýslu og Skagafirði og enganveginm öruggir í Norður-Múlasýslu. Er aðgætandi þegar litið er á atkvæðamagn þeirra í sumum kjördæmum 1937, að þá höfðu Alþýðuflokksmenn og kommúnistar þar ekki neinn í fram- boði og féllu því atkvæði þessara flokka á frambjóðendur Framsóknarflokksins. — Svo var það í Skagafjarðarsýslu, Norður-Múlasýslu, Rangárvallasýslu og jafnvel víðar. Er enginn vafi á því, að ef um heilbrigt samstarf væri að ræða hjá þeim andstöðuflokkum Framsóknarflokksins, sem nú berjast fyrir réttlátri lausn kjördæmamálsins að Fram- sóknarflokksþingmönnunum mundi ekki f jölga, heldur mundu 2—4 hrökkva upp af. En því miður mfln nokkuð skorta á, að herstjórnin sé hin ákjósanlegasta. „Oað er alls ekki sambæriiegi" Jón A. Jónsson á ísafirði var fyrst þingmaður ísa- fjarðarkaupstalðar og síðar þingmaður Norður-ísafjarð- arsýslu. Hann var frændmargur og vinsæll, og þótti á þeim árum ekki dælt við hann að keppa um þingsætið í Norður- ísafjarðarsýslu. En þjóðbankinn okkar fann ráðið. Jón var bankastjóri Landsbankans á ísafirði, og þegar kom að alþingiskosn- ingunum 1927 tilkynnti stjórn bankans hér í Reykjavík lionum, að honum myndi verða sagt upp bankastjórastarf- inu, ef hann byði sig fram. Ekki var ástæðan sú, að útibúið á ísafirði réði ekki yfir gildum og góðum kröftum til forstöðunnar, meðan Jón sæti á þingi, því þá var starfsmaður með Jóni í útibúinu sá maður, sem bankinn mat svo mikils, að hann var skömmu síðar fenginn til þess að taka að sér yfirbókarastarfið í aðalbankanum, og bankastjórarnir síðar lögðu til að gerð- ur yrði að bankastjóra Landsbankans í Reykjavík. Nei, ástæðan var sögð vera sú, að bankastjórar Landsbankans mættu alls ekki sitja á þingi. Jóp Auðunn vildi ekki kúgast láta, og bauð sig fram. Var Hánn þá miskunarlaust látinn víkja úr bankastjóra- stöðunni, og þess alls ekki beðið að vita hvort hann næði kosningu. En nú er annað uppi á teningnum. Vilhj. Þór banka-

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.