Stormur - 30.06.1942, Blaðsíða 4

Stormur - 30.06.1942, Blaðsíða 4
4 S T 0 R M U R stjóri Landsbankans, var lengi kaupfjelagsstjóri á Akur- eyri. Hann þykir líklegastur Framsóknarmanna til þess að geta unnið Akureyrarkjördæmi úr höndum Sjálfstæðis- manna. Og þá er ekki að sökum að spyrja. Hann er um- svifalaust sendur til framboðs á Akureyri. Bannið gegn því að bankastjórar Landsbankans megi bjóða sig fram til þingmennsku eða sitja á Alþingi nær ekki til Fram- sóknarmanna. Það er frægt orðið, að piltur einn steig af ógætni á höfuð framsóknaruppskafningi í bröttum stiga á farþega- báti hér við land. Uppskafningnum þótti sér misboðið og varð^æfur. Skömmu síðar henti uppskafninginn það óhapp að troða höfuð piltsins í hinum sama stiga. En er piltur- inn kvartaði umdan þessu, svaraði Framsóknarmaðurinn: „Það er alls ekki sambærilegt!" Annað var maður úr sérréttindaflokki, sem átti það heimilt að traðka á öðrum, hitt var bara óbreyttur borgari, sem átti að láta traðka á sér möglunarlaust. Þetta er hinn rótgróni framsóknarhugsunarháttur. — Framsóknarmenn eru engum lögum háðir, hvorki skráð- um né óskráðum. Þeir eiga að traðka á öðrum, og allir aðrir en þeir eiga að láta traðka á sér. En verst er, að þessi framsóknarhugsunarháttur hefir verið framkvæmd- ur í mörgu lagi svo langt árabil, að það hefir fært dóm- greind almennings úr réttum skorðum, og landsfólkið er farið að sætta sig við uppivöðslu og yfirtroðslur Fram- sóknarmanna eins og lögmál. Þetta sést m. a. á því, að engin rödd hefir heyrst í blöðúm Sjálfstæðisflokksins til mótmæla gegn framboði Vilhjálms Þór. Ef Sjálfstæðis- maður í bankastjórastöðu við Landsbankann hefði boðið sig fram við þessar kosningar, og Framsókn ráðið stjórn Smekklegast úrval af karlmannaskóm fáið þér sem fyr hjá Lárus G. Lúðvígsson - .— Skóverslun zzz bankans og landsins þarf ekki að efa það, að hann hefði orðið að víkja úr stöðunni, jafnvel þótt aðeins hefði verið útbússtjóri. En það hefði líka „alls ekki verið sambærilegt“ við framboð Vilhjálms Þór. En meðal annarra orða: Er það nú alveg víst að kaup- félagsstjóravalið hér á landi sé alveg eins ramaukið og það var á mestu þrengingarárum bænda? Það var sú tíðin, er góðir og gegnir bændur urðu að bíða þess í auðmýkt fram við krambúðardyr kaupfélags- ins að hreykinn og hofmóðugur kaupfélagsstjóri mældi þeim, lánsskamtinn.* Pólitíska samvisku sína varð hinn skuldugi heiðursmaður að setja að veði fyrir mjölskeff- unni og léreftspjötlunni. En nú er hið veiðisæla skulda- net kaupfélagsstjpranna fúið og rifið, og fleiri og fleiri fá um frjálst höfuð strokið fyrir framsóknaruppskafningn- um. Nýi tíminn er „alls ekki sambærilegur“ við þann gamla. Vonandi verður framtíðin það enn síður. Undralönd Asíu. Síðan Gandhi hætti opinberum afskiftum af stjórnmálum hefir hann dvalist lengst af í sveitaþorpinu Seagon í grend við Wadka. Staður þessi er mjög afskekktur og þar búa eingöngu Harijúus (börn guðs) en það er nafnið sem Gandhi hefir valið „hrökkunum“ eða hinum útskúfuðu. Með því að velja þennan einmannalega stað, þar sem lífið allt er með miðaldarsniði, vildi hann sýna, að jafnvel þar gætu kenning- ar hans og fordæmi orðið fólkinu til blessunar. Hann fer á fætur klukkan hálf fimm á hverjum morgni og er hann hefir lokið morgunbænum sínum, gengur hann sér til hressingar alllangan spöl, hvernig sem viðrar. Þess- um vana sínum hélt hann er hann var í Lundúnum, og hafði þá nær því sprengt tvo leynilögreglumenn, sem áttu að fylgjast með ferðum hans. Hann gengur við staf og fer svo hratt yfir, að helst má líkja við Paava Nurmi, er hann þreyt- ir kapphlaup sín. Mesta stund leggur hann á bænirnar, jafnvel meiri en á hinar daglegu gönguferðir. Er hann var í Lundúnum hikaði hann ekki við að biðjast fyrir hvar sem hann var staddur og hvernig sem á stóð, jafnvel í nefndarherbergi neðrideildar Parlamentisins. Hann biðst fyrir tvisvar á dag, að morgn- inum og er sól sest. Kvöldbænirnar eru einskonar opinber guðsþjónusta, því að íbúar þorpsins og heimilisfólkið biðst þá fyrir með honum. Bænirnar hefjast með því, að aðstoðar- maður hans, breiðir ferhyrnta strábreiðu á gólfið, síðan sest fólkið á hækjur sínar í kringum hana og ljósin eru kveikt. Kvöldið sem ég var við þessa guðsþjónustu var einnig við- staddur japanskur prestur, en ungfrú Madeleina Slade, dóttir ensks aðmíráðs sem sér um hússtjórnina fyrir Gandhi, söng dálítinn kafla úr hinum heilögu ritum Hindúanna. Þegar sól- in gekk undir kom tunglið upp. Kvöldið var kyrt og fagurt. Gandhi kom gangandi með konu sína, settist hjá strá- breiðunni, krosslagði fæturnar og laut höfði. Þannig sat hann hálfa klukkustund. Ekkert bar við, enginn mælti orð frá vörum og enginn hreyfði sig, en hinni tilbreytingarlausu hindversku guðsþjónustu var haldið óslitið áfram. Allt í einu stóð Gandhi upp, guðsþjónustunni var lokið. Hann neytir ekki kets og mjög sjaldan soðinnar fæðu, en þar fyrir er hann ekkert sérstaklega neyslugrannur. Venju- legur matur hans er: Skál af geitamjólk, döðlur, hnetur, mat- skeið af hunangi, hvítlaukur, skál af hráu söxuðu græn- meti, mikið af ávöxtum — appelsínum, ananas, mangóum og ferskjum.— • Hann leggur mikið á sig. Fjöldi fólks kemur til hans og hann heimsækir marga og ræðir viðfangsefnin við samverka- mennina. Hvar sem hann dvelur, þar er höfuðstaður Indlands. Allar viðræður hans er miklu máli skifta birtast í blaði hans, Harijan, svo að þær gleymist ekki. Hann hefir mikil bréfa- skifti við menn, hér og þar, um víða veröld. Hann hvílist að- allega á meðan hann er í baði, og ver til þess fjörutíu mín- útum áður en hann gengur til hvílu. Venjulega les hann þó í baðkerinu. Á mönudögum mælir hann ekkert. Og þessa þögn rífur hann ekki, hvað sem við liggur. Nú helgar hann þorpinu, sem hann býr í nær því alla starfskrafta sína, og reynir að örfa íbúa þess til framtakssemi og atorku, svo að lífskjör þeirra verði þolanlegri l«afoldarpr»nt»mlt)j» h.l. —

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.