Stormur - 21.09.1942, Side 1

Stormur - 21.09.1942, Side 1
STORMUR Ritstjóri: MagTiús Magnússon XVIIL árg. Reykjavík 21. sept. 1942. 21. tölubl Stjórnmálaþankar i. Jón Blöndal hagfræðingur, sem margir telja að sé einn f'kynsamasti og bezt menntaði maður Alþýðuflokks^ns, ritaði í Alþýðublaðið fyrir skömmu grein, sem hann nefndi I hringiðu verðbólgunnar. Telur hann þar meðal annars að mjög sé varhugavert að ráðast í margar og miklar framkvæmdir nú og færir að því mörg rök, kostnaðar- áætlanir muni ekki standast, framkvæmdunum verði ekki hægt að ljúka vegna skorts á efnivörum, sem til þeirra þurfa o. s. frv. Síðan segir hagfræðingurinn: „En nú veit ég, að til eru menn sem spyrja: Hvert er maðurinn eiginlega að fara? Er hann að hafa á móti því að settar séu af stað nýjar framkvæmdir, sem auka eftir- spurnina eftir vinnuaflinu og hljóta að hafa í för með sér hækkun kaupgjaldsins og þar með bætta afkomu verka- lýðsins? Er allt þetta skraf um verðbólguna ekki upp- fundið af fulltrúum atvinnurekendanna, sem vilja komast hjá því að greiða hærra kaup? Eg veit að til eru verkalýðsleiðtogar, sem telja það ,,fjandsamlegt“ verkalýðnum að benda á hættuna a(f hinni skipulagslausu eftírspurn setuliðsins eftir vinnuafli og yfirboð stríðsspekúlantanna yfir hvern annan til þess að ná í vinnuaflið til framkvæmda • sinna. Sömu menn hljóta einnig að telja það fjandsamlegt, hagsmunum verka manna að halda því fram að draga þurfi úr ráðgerðum framkvæmdum eða fresta þeim. 1 En þeir sem þannig hugsa, skoða hagsmunabaráttu verkalýðsins frá ótrúlega nærsýnu og skammsýnu stund- arhagssjónarmiði. Hagsmunir verkalýðsins eru ekki kaup-, taxti, sem kannske fær ekki staðizt nema'nokkrar vikur eða mánuði. Þetta hafa þroskaðir leiðtogar verkalýðsins í öllum menningarlöndum löngu lært, ekki sízt á Norðurlöndum. Þess vegna hafa þeir lagt á það mikla áherzlu að skilja hagkerfi auðvaldsskipulagsins og gera verkamönnum það skiljanlegt. Og þessvegna hafa þeir lagt megináherzlu á að heyja hina pólitísku baráttu með skynsamlegum rök- um og baráttuaðferðum, til þess að ekki væri jafnóðum tekið frá verkalýðnum með pólitískum aðferðum það, sem hann kann að ávinna sér með hinni faglegu baráttu. Ef leiðtogar verkamanna vilja vera raunhæfir og ábyrgir forustumenn þá mega þeir ekki segja: Hér er allt 1 lagi, eftirspurnin eftir vinnuaflinu eykst, kaupið hækkar, hafið engar áhyggjur um framtíðina. Þeir eiga þvert á móti að krefjast skjótra og ákveðinna aðgerða til þess að stöðva verðbólguna og geta ekki skor- azt undan ábyrgðinni á því að taka þátt í þeim aðgerðum, sem til þess þurfa. Það er rétt að verðbólgan eykur eftirspurnina eftir vinnuafli að vissu marki og skapar grundvöll fyrir kaup- hækkunum. En hitt er jafnvíst, að fái verðbólgan að halda áfram óhindrað framvegis eins og hingað til, þá stöðvast atvinnureksturinn og kauphækkunin verður aftur tekin af verkamönnum með gengislækkun, sem hlýtur að verða óhjákvæmileg, ef ekki er snúið aftur á óheillabrautinni“. Enginn vafi er á því, að Jón Blöndal hefir hér rétt að mæla, en hvernig hafa stjórnmálaleiðtogar flokksins fylgt þessum kenningum hans og ábendingum að undan- förnu? Þeir hafa í stuttu máli sagt breytt algerlega gagn- stætt þeim. Síðan Stefán Jóhann fór úr ríkisstjórninni, hafa ráð- andi menn flokksins og blað hans háð hið harðasta kapp- hlaup við kommúnista og Framsóknarflokkinn um að auka verðbólguna, setja allt á bólakaf í hringiðu dýrtíð- arinnar og peningagræðginnar. 1 kapphlaupi um sálir kjósendanna, hafa þessir þrír flokkar (og Sjálfstæðisflokkurinn er því miður ekki held- ur vítalaus í þessum efnum, þótt skemmra hafi gengið) stofnað fjárhag allrar þjóðarinnar og ríkisins í hina stór- feldustu hættu. Horfir nú svo við, að hin mikla peninga- eign landsmanna verði gerð að engu á örskömmum tíma, og verður þá þjóðin miklu fátækari en hún var fyrir þessa styrjöld, því að öll mannvirki hennar hafa gengið úr sér og hrörnað. Má ef til vill segja, að þjóðin íslenzka sé ekki það betri en aðrar þjóðir, að hún eigi nokkurn rétt á því, að safna auði og allsnægtum þegar aðrar þjóðir þjázt og komast á vonarvöl, en það syndugri og verri en aðrar þjóðir heims er hún heldur eigi, að réttmætt megi teljast að forustumenn hennar í stjórnmálum séu heimskari og ábyrgðarlausari en stjórnmálamenn annarra þjóða — og það að stórum mun. II. Nú er þinginu lokið eftir rúmlega fimm vikna setu. Áttu Framsóknarmenn drýgstan þáttinn í að lengja það, Beittu sífelldu málrófi og voru hinir illvígustu. Er það um flokk þenna að segja, eða forustumenn hans öllu heldur, að þeir eru jafn óhlutvandir og ábyrgðarlitlir, hvort sem þeir fara með stjórn landsins eða voru í stjórnarandstöðu. Bæði kommúnistar og alþýðuþingmennirnir höguðu sér sæmilega og brugðust í engu loforðum sínum og því stefnumáli sem um var barizt. Sjálfstæðismenn sýndu líka fullan trúnað og þegnskap, en Framsóknarmann einir höguðu sér eins og ribbaldar, enda er nú almennt talið, að ,,þeir séu annar þjóðflokkur“, sennilega afkomendur

x

Stormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.