Stormur


Stormur - 15.11.1942, Qupperneq 1

Stormur - 15.11.1942, Qupperneq 1
STORM U R Ritstjóri: Magnús Magnússon XVIII. árg. Reykjavík í nóvember 1942. 26. tölublað. J er emíasarbr éf Reykjavík í nóv. ’42. Gamli kunningi! Eg hefi nú venjulega byrjað á því að skrafla við þig um pólitíkina, en í þetta sinn ætla eg að bregða út af venjunni og rabba við þig örlítið um þá andlegu og líkamlegu fæðu, sem þú munt leggja þér til munns í vetur. Bókaútgáfa verður vafalaust mjög mikil þessa tvo mán- uði, sem eftir eru af árinu. Hún var meiri í fyrra en nokkru sinni áður síðan þetta land bygðist, og sennilegt er, að hún verði ekki minni nú. Því meiri sem bókaútgáfan er og kaup- geta fólksins til þess að afla sér bóka, því nauðsynlegra er að vel sé til þessara bóka vandað bæði að efni og máli. — Hvílir því mikil ábyrgð á herðum bókaútgefanda vorra og þeirra, sem fyrir þá starfa að útgáfustarfseminni. Allmisjafnar hafa þær bækur verið, sem enn eru komnar út á þessu ári. Hefir allmjög gætt ómerlylegra áróðursrita, í lítt vönduðum þýðingum. Flestar þessar bækur heimska menn og ef þær eru illa þýddar spilla þær líka málsmekk almennings og geta þá orðið háskasamlegar þjóðerni voru og tungu. Sú hefir orðið raunin á, að á undanförnum árum hafa bestu bækurnar selst best, og það jafnvel, þótt verðið hafi verið mjög hátt. Útgefendur hafa því ekkert sér til málsbótar, nema ef til vill fáfræðina, ef þeir gefa út ómerki- legar bækur eða velja ómerkilega menn til þess að þýða þær eða semja. En því ber ekki að neita, að margt hefir einnig komið út góðra bóka og fleiri munu á ferðinni. Nýlega er komin út skáldsaga allmikil eftir Guðmund Daníelsson frá Guttormshaga. Nefnist hún Sandur. Er það annað bindi í ritverkinu Af jörðu ertu kominn, en hið fyrsta var Eldur, sem kom út í fyrra. Guðmundur er tvímælalaust orðinn einn besti skáldsagna- höfundur vor, tilþrifamikill og snjall. í fyrstu bókunum var hann talsvert undir áhrifavaldi Kiljans, en er nú orðinn al- gerlega sjálfstæður í stíl og formi. Þorsteinn M. Jónsson gefur út þessi skáldrit Guðmundar og er frágangur hinn snotrasti eins og jafnan er á bókum þeim, sem frá Þorsteini koma. Á vegum Finns Einarssonar er fyrir skömmu komin út skáldsagan Máninn líður eftir ameríska skáldsagnahöfund- inn John Stenbeck. Er þetta snjöll lýsing á einum ógeðsleg- asta þætti styrjaldar þeirrar, sem nú geysar. Sigurður Ein- arsson dósent hefir íslenskað söguna og farist það prýðilega úr garði eins og vænta mátti. Þá hefir ísafoldarprentsmiðja sent frá sér tvær miklar og merkar bækur: Sjálfsævisögu Krapotkips fursta í þýð- ingu Kristínar Ólafsdóttur læknis og Tess eftir enska skáld- ið Thomas Hardy í þýðingu Snæbjarnar Jónssonar bóksala. Ævisaga Krapotkins er óefað með merkustu þesskonar ritum, sem birst hafa á íslensku. Hún lýsir ágætlega lífi aðalsins og yfirstéttanna í Rússlandi á 19. öld og bregður upp ógleymanlegri mynd af bændaánauðinni og því hörm- ungarlífi, sem almúginn átti við að búa. Öll frásögn Kra- potkins er ákaflega hlutlaus, blátt áfram og sönn. Frú Kristín hefir leyst sitt starf afbragðsvel af hendi, er hún með vandvirkustu og bestu þýðendum vorum og velur þær bækur einar til þýðingar, sem öllum er hinn mesti fengur að. Frágangur allur, pappír, band og prentun er Isafoldar- prentsmiðju til hins mesta sóma. Er ævisagan með vönduð- ustu bókum/sem út hafa komið, einkum ber bandið mjög af hinu venjulega verksmiðjubandi, sem hefir verið allmjög ábótavant oft og tíðum. Thomas Hardy (1840—1928) var mjög merkilegt skáld, frumlegur og brautryðjandi í fleiri en einni grein skáld- skapar. Tess af D’Urbervilles er af mörgum talið merkasta skáldverk hans. Bókin er mikið rit í tveim bindum, prýdd mörgum myndum og frágangur hinn vandaðasti. Ýms af tímaritum vorum og mánaðarritum eru hin læsi- legustu. Eimreiðin er altaf fjölbreytt og skemtileg. Skímir flytur öðruhvoru veigamiklar ritgerðir og hefir um langt skeið verið merkasta tímarit vort, þótt hann hafi stundum verið óþarflega tyrfinn og óþjáH‘undir tönn. Frjáls verfun — tímarit Verslunarmannafélags Reykjavíkur — hefir frá byrjun verið óvenjulega læsilegt rit og hið prýðilegasta að útliti. Úrval er mjög fróðlegt tímarit og hefir flutt margar greinar í þeim tveim heftum, sem út eru komin, um efni, sem öllum þorra íslenskra lesenda er lítt kunnugt. L°ks er svo Helgafell þeirra skáldanna Magnúsar Ásgeirs- sonar og Tómasar Guðmundssonar. Glæsilegt rit og vandað að öllum ytra búningi. Það fæst einkum við bókmentaleg efni, en hefir þó komið víðar við. Veigamest og snjallast er það, sem ritstjórarnir sjálfir hafa lagt af mörkum. Hafa birst í því ágæt kvæði eftir Tómas og snjallar þýðingar eftir Magnús. Merkilegast er þó ritið vegna hinna hlutlausu og skörpu ritdóma Magnúsar Ásgeirssonar. Er óvanalegt að sjá svo djarft á penna haldið um þau efni, því að ritdómar- ar vorir hafa venjulegast verið í vasa útgefandanna eða látið vináttu og klíkuskap stjórna pennanum. — Fáar til- þrifamiklar ritgerðir hefir tímaritið birt, og mætti það taka sér fram í þeim efnum. — Margt hefir verið hnittilega sagt

x

Stormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.