Stormur - 30.11.1942, Page 2

Stormur - 30.11.1942, Page 2
S TORMUR Sundurlausir þankar I. Listamannaþinginu er nú að v,erða lokið. Allmisjafnt hefir að vonum það verið, sem út af munni þeirra hefir gengið, enda mennirnir misjafnir. Hefir drottinn verið full- nískur við suma í útlátunum, þó ekki á yfirlætið. Sennilega hefði aldrei þetta listamannaþing farið að keppa við Alþingi í andríki og gáfum, ef Jónas hefði ekki egnt þessa guðinnblásnu menn til fjandskapar við sig, enda hefir allmikill tími gengið til þess hjá listamönnun um að svala sér á honum. Ræður Sveins Björnssonar ríkisstjóra og Sigurðar Nor dals prófessors voru báðar ágætar, þótt ræða Nordals væri yfirgripsmeiri og snjallari. Upplestur sagnaskáldanna var yfirleitt lélegur, þegar Gunnar Gunnarsson er undan skilinn, og var sumt blátt áfram þvættingur, svo að alt bendir til þess, að skáld þessi séu nú stöðnuð í bili og sum jafnvel í hraðri hnignun. .Upplestur ljóðskáldanna tókst yfirleitt miklu betur, enda lásu flestir gömul kvæði eftir sig. Fremur var litið að græða á erindunum: Höfundarnir og verk þeirra. Auðmýkt Kiljans var hlægileg uppgerð, en Kristmann hefði að ósekju mátt vera dálítið yfirlætis- minni. Mjög aumkvuðu menn Kiljan vesalinginn fyrir þær þjáningar, sem skáldskapurinn bakar honum (og hvað mætti þá Þorbergur segja?), en hinsvegar glöddust þeir yfir sælu Kristmanns. (Hann sagði eitthvað á þá leið, að skáldin væru sælust allra manna, og finst manni það ekki furða eftir að hafa hlustað á upplestur hans úr „Nátttröll- Það er líka notalegt fyrir menn, sem líta á eignir ríkis- ins eins og sína eign að komast til valda nú. Nú er ekkert tómahljóð í skúffunni og ólíklegt að«vo verði næstu fjög- ur árin. Sama gegndarlausa óráðvendnisbruðlið getur því hafist og á árunum 1927—1930. Enn er ekki um það vitað hvort kommúnistar og jafn- aðarmenn láta að óskum Hermanns Jónassonar. Vitað er að hvorutveggja hafa hina innilegustu skömm á honum og framsóknarflokknum í hjarta sínu. En kommúnistarnir eru langsoltnir menn og Stefáns Jóhanns flokkurinn hefir æ gráðugur og sísoltinn verið og því má vera að græðgin verði viðbjóðnum yfirsterkari. En ef að þessir tveir flokkar ganga til samstai’fs við framsóknarmenn, þá verða það þeir, sem töglin og hagld- irnar hafa í stjórninni, enda þótt þeir svali hégómagirni Hermanns með því að lofa honum að rolast í forsætisráð- herraembættinu. Sósíalistarnir eru 10, en Alþýðuflokks- þingmennirnir 7, en framsóknarlýjurnar eru hinsvegar ekki nema 15. Kommúnistar mundu því hafa tvo ráðherra í stjór-ninni, Alþýðuflokkurinn einn og Framsóknarflokk- urinn tvo. Hermann og flokkur hans yrði því skóþurka og leppur sósíalistaflokkanna, en Jónas yrði sennilega eins- konar Kammertjener Einars Olgeirssonar og Brynjólfs Bjarnasonar. Nú má eg ekki vera að því að skrifa þéf meira að sinni, því að Valtýr ætlar að fara að tala um orðlist og af því erindi má eg ekki missa, því að altaf hefi eg verið fremur slappur í íslenskunni. Þinn einl. Jeremías. ið glottir“). Tómas okkar var full heimspekilegur og tor- skilinn, hefir langvarandi þurkur líklega verið orsökin. Hagalín var glaðklakkalegur og gaspursmikill að vanda. Gunnar Gunnarsson var sannastur og látlausastur. Vonandi er að Alþingi taki þessari sam*kepni vel og geri hlut listamannanna góðan. II. Septemberhefti Helgafells er nýútkomið, læsilegt og fjölbreytt, en fremur v.eigalítið. Vantar enn þann spíritus í rit þetta og skyrhákarl, sem margir bjuggust við að þeir Magnús og Tómas mundu bera á borð fyrir lesendur sína. Ef til vill gæti þetta að einhverju leyti stafað af því, að naumast verður veigamiklum og ýtarlegum ritgerðum komið við í mánaðarheftum, sem ekki eru stærri en þetta. Mundi þvi sennilega vera heppilegra að ritið væri árs- fjórðungsrit, enda mundi þá útkoman að líkindum verða reglulegri, en nokkuð hefir slcort á í því efni. Margt er sniðuglega sagt í Léttara hjali, t. d. þar sem lýst er hinni miklu peningav.eltu þjóðarinnar. Þar er með- al annars komist svo að orði: „Svo ævintýraleg hefir þessi þróún í viðskifta- og fjár- hagsmálum þjóðarinnar gerst, að hvað úr hverju fer prent- un íslenskra peningaseðla að verða álitleg atvinnugrein fyrir breska heimsv.eldið, enda eru nýríkir hátekjumenn orðnir álíka algengt fyrirbrigði eins og óborgaðir reikn- ingar voru fyrir stríð. Er ekki annað sýnna, ef slíku fer fram, en að bráðum fáist ekki í bankastjórastöður og áþekk embætti aðrir en mjög óeigingjarnir hugsjónamenn, sem af meðfæddri föðurlandsást leggja það á sig að gegna þeim. Er þegar svo komið, að jafnvel rótgróin verslunar- fyrirtæki hafa neyðst til að hætta heimsendingum vegna þess að þeir, sem voru sendisveinar í fyrra, eru orðnir heildsalan í ár, og eru sjálfir lentir í hraki með sendi- sveina. En þannig hefir jafnvel hið sæluríkasta áhrif sínar skuggahliðar og vel mættu menn setja sig í spor reyndrar og dugandi matsölukonu hér í Reykjavík, sem nýlega lét þess getið, að sér fyndist einasti gallinn á yfirstandandi styrjöld sá, að nú þyrði hún ekki lengur að „brúka munn“ við þ.jónustustúlkurnar eins og í gamla daga, því að þá væru þær óðara þotnar úr vistinni og komnar í aðra arð- samari atvinnu". Um útgáfuna á Hrafnkötlu Kiljans er meðal annars þetta sagt og mun fáum ofdjúpt þykja árinni dýft í: ,, . . . Hinsvegar finst Léttara hjali rétt að taka það fram, að það hefir ýmislegt við þessa útgáfu af Hrafnkötlu að athuga. Fyrst og fremst er það að segja um formála Hall- dórs K. Laxness, að enda þótt ástæða hafi þótt til að höfða mál gegn öllu öðru í bókinni en honum, og forseti Samein- aðs Alþingis hafi jafnvel lýst yfir því, að hann hefði ekk- ert við formálann að segja fyrir þingsins hönd, getur hann hvorki talist samboðinn vel mentuðum rithöfundi né merki- legu riti. Unglingar geta að vísu bölvað sér til stundar- fróunar með sæmilegum árangri, en fullorðnir menn freista þess að jafnaði að leita skapsmunum sínum virðulegra forms og þykjast hafa reynslu fyrir því, að það dugi þeim betur . . .‘ . Margt fleira er vel sagt og réttilega um þessa útgáfu á Hrafnkötlu. Óvenjulega hvass ritdómur er i heftinu um leikrit Björg- vins Guðmundssonar: Skrúðsbóndinn, sem sumir hafa lof-

x

Stormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.