Stormur


Stormur - 30.11.1942, Qupperneq 3

Stormur - 30.11.1942, Qupperneq 3
s T 0 R M U R 3 að hástöfum. Er það Tómas Guðmundsson, sem talar þar við „collega“ sinn. Þykir Tómasi t. d. þetta heldur léleg iýrik hjá Björgvin: Tíð er flá, Tökum á. Töfrum auðar.gná. Alt um kring. Undirbyng. > Dátt er dansinn stiginn. Hringa gná hruma svá Hrekjum solli frá, Út á rist, uns hún snýst. Trylt af glaumsins táli. Tíðin flá telur svá Tölum, auðar gná, Sem var fyrst sætt um kyst — Síðan hýst á báli. Þá finst Tómasi að frumlega sé komist að orði hjá skáld- inu, er það talar um: „að hrapa gegn vilja sínum“. Nýlega er komin út bók, sem timbraðir menn og þung- lyndir ættu að hafa við höfðalagið sitt. Það er: Ævintýri góða dátans Svejk í heimsstyrjöldinni, eftir Jaraslav Ha- sek, en íslenskað hefir Karl ísfeld, sem þýðir flestum íuönnum betur það, sem kýmilegt er. Bók þessi, þótt hún sé nöpur ádeila, er sprenghlægileg og Svejk og herprest- urinn verða öllum ógleymanlegir. Hér er örlítið sýnishorn af guðsþjónustugerð herprests- ins: — Viðbúnir! æpti herpresturinn. — Allir á bæn og ger- ið eins og eg! Og þú þarna á bak við, þorparinn þinn, ekki að snýta þér með fingrunum, eða eg læt loka þig inni. Þú ert í musteri guðs. Þið eruð víst ekki búnir að gleyma faðirvorinu, labbakútarnir ykkar? Jæja, þá byrjum við ---------Nei, eg mátti vita, að það væri tilgangslaust. Faðir vor, nei ekki alveg, þá viljið þið heldur tvo skamta af keti með baunasalati. Þið viljið heldur kýla vömbina, leggjast í bælið og grúfa smettið ofan í svæfilinn, en gleymið að hugsa um guð. Hefi eg ekki á réttu að standa?, . . . Syngið þið eitthvað, piltar, hrópaði hann. — Eða viljið þið heldur, að eg syngi eitthvað sjálfur. — Þið getið aldrei læih neitt, kláðagemlingarnir ykkar, hélt hann áfram. — Eg vil láta skjóta ykkur alla. Eg lýsi því yfir á þessum heilaga stað, því að guð er ekki hræddur við ykkur og lætur ekki að sér hæða. En þið hikið við að snúa ykkur til Krists og gangið þyrnum stráðan veg synd- arinnar. . . . Jæja, hvar var það nú, sem eg hætti? Já, eg var að tala um sálarfriðinn. Munið, þorskhausarnir ykk- ar, að þið eruð menn, og að þið eigið að stara ykkar heimsku augum út í endalausan geiminn og gera ykkur það ljóst, að alt er hverfult í heiminum, en guð er eilífur. Þið ætlist kanske til að eg biðji fyrir ykkur nótt og dag, mannaparnir ykkar, en þar eruð þið á villigötum. Eg ætla ekki að teyma ykkur inn í Paradís. Herpresturinn hikstaði. — Það geri eg ekki, endurtók hann þrjóskulega. — Eg vil ekkert fyrir ykkur gera, mér dettur það ekki í hug, því að þið eruð óbetranlegir, hengilmænurnar ykkar, og guði dettur ekki í hug að skifta sér af svona þrjótum. Haldið þið það, þið þarna á nærbuxunum . . .“. Og hér fer á eftir kafli úr lýsingu hans á Paradís: „I Paradís labba þeir um með snyrtar neglur og þræl- púðraðir, og svo spilar filharmonían lög eftir Brahms, þangað til þeir vilja heldur vera í helvíti en himnaríki. Englarnir hafa krossrellur í stélinu, svo að þeir ofþreyti ekki vængina“. Prestarnir hans Óskars Clausens mega vara sig á her- prestinum hans Haseks, en sumir þeirra munu þó sennilega slaga upp í hann. Tvær Ijóðabækur «ru nýkomnar út: Haustsnjóar eftir Jakob Thorarensen og Illgresi eftir Örn Ai'narson. Báðar bækurnar eru hinar prýðilegustu að ytra frá- gangi. Er Menningar- og fræðslusamband alþýðu útgef- andinn að Illgresi, en Jakob gefur sína bók út sjálfur. Hefjr honum orðið sú skyssa á að setja sanngjarnt verð á bókina og er því hætt við að salan verði ekki eins ör og hún hefði orðið, ef fylgt hefði verið verðlagi á íslenskum landbúnaðarafurðum eða á tildurs- og skrumútgáfum, sem ætlaðar eru hégómagjörnu fólki til augnayndis. Örn Arnarson er nú kominn undir græna torfu og verð- ur honum því ekki kendur skáldskapur héðan af, Jakob Thorarensen er enn ofan jarðar, en maðurinn hefir löng- um farið eftir því einu, sem tilfinningar hans og vit hefir sagt honum, og mun því heldur ekki leitast við að umvenda honum. En þeim lesendum Storms til bragðbætis, sem enn hafa eigi lesið þessar bækur, birtast hér tvö kvæði sitt úr hvorri bók. Er hið fyrra: Horft fram, úr Haustsnjóum, en hið síðara: Sigurður hreppstjóri, Úr Illgresi. • HORFT FRAM. Brosir vor — og björtum glömpum bylgja lífs er risin enn, kynslóð ný, hve fram hún flæðir, freyjur prúðar, vaskir menn. Söm er æskan eins og fyrrum, augun tindra skær og snör, hvötin djörf. — En hvert er markið, hvert er heitið ykkar för? Það er sem úr ýmsra augum óviss logi blysin tvenn, annað boði dýrar dáðir, drenglund heila og trausta menn. Hitt ber keim af græðgi gammsins — gleypt það draf, er fyrst sé völ, fárátt glott að fornum véum, Fróni hugað meginböl. Hugðum snýr að háu miði heilbrigð æska í glöðum móð, vill að gull og grænir skógar gefast megi allri þjóð. Til er þá, að sýnin sanná svífi skír um hugans tún, henni þarf að horfa í augu heitri þrá, svo rætist hún.

x

Stormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.