Sendiboðinn - 18.12.1945, Síða 1
Siglufjarðarprentsmiðja
Siglufirði, þriðjudaginn 18. desember 1945
2. tölublað
HEIMILEÐ ER FYRSTI
SKÖLINN
Hin svonefnda skólaskylda 4 íslandi byrjar um
7 ára aldur og stendur 7 ár.
Ákveðnar reglugerðir gilda um það, hve mikla
menntun barnið á að hafa hlotið að því námi loknu.
Það er kunnara en frá þurfi að greina, hve mis-
jafnlega vel börnin standast þau próf, sem krafizt er
af börnunum að loknu skólanámi.
Sum börnin standast prófin vel, önnur sæmilega
og nokkur alls ekki.
Telja verður, að kröfur þær, sem gerðar eru, séu
nokkurnveginn við hæfi, en þó munu margir skólar
stilla kröfum nokkuð hærra, en stranglega er fyrir
mælt í fræðslulögum.
Þetta er í sjálfu sér eðlilegt og sanngjarnt, ef
nánar er athugað.
Kröfur fræðslulaganna eru fyrst og fremst lág-
markskröfur. Þ. e. þær eru kröfur, sem ætla má að
nærri hvert barn geti staðist.
Þá gefur að skilja, að fjöldi barna getur betur en
staðist þessar lágmarkskröfur' og skólarnir eru vitan-
lega skyldir að koma hverju barni svo langt áleiðis
og stendur í þeirra valdi og barnið er fært um. Kröf-
urnar, sem skólinn gerir til duglegustu barnanna
verða því að jafnaði hærri en lágmarkskröfur
fræðslulaganna.
Samt er það staðreynd, að á hverju ári eru í sér-
hverjum skóla nokkur börn, sem alls ekki standast
þær lágmarkskröfur, sem til þeirra eru gerðar. Það
virðist nú liggja beinast við að álykta, að hér sé
aðeins um tvær orsakir að ræða. Þ. e. að annaðhvort
sé skólinn ekki sínu hlutverki vaxinn, eða þá að þessi
böm séu öll það gáfnatreg, að þau séu fyrir neðan
það meðallag, sem fræðslulögin gera ráð fyrir.
Að fyrri ástæðunni um vangetu skólanna mun ég
víkja nánar síðar, en athuga fyrst lítilsháttar hina
hlið málsins um gáfnafar hinna tornæmu bama.
Á því leikur að vísu enginn vafi, að einstaka börn
eru það vangefin, að þau eru alls ekki fær um að
læra það, sem lögboðið er undir fullnaðarpróf, en ég
vil leyfa mér að fullyrða, að þau séu í rauninni sára-
fá og miklu færri, en almennt er haldið, ef þau hefðu
frá byrjun fengið þau þroskaskilyrði, sem þeim voru
nauðsynleg.
Þegar börnin koma í skólann eru þau misjafnlega
undirbúin sem vitanlegt er. Sum eru orðin nokkurn-
veginn læs og jafnvel farin að skrifa og reikna, en
önnur hafa ekki „séð staf“ sem kallað er. Það ræður
náttúrlega af líkum, hversu miklu léttara þeim börn-
um verður um allt nám, sem þegar hafa fengið
sæmilega undirstöðu, þegar þau koma í skólann.
Þessi mikli munur er svo sýnilegur, að hann liggur
öllum í augum uppi, en þó er það annar og meiri að-
stöðumunur þessara barna, sem erfiðara er að sýna
í tölum, en þó er öllu afdrifaríkari. Það er staðreynd,
að nokkur þeirra barna, sem í skólanna koma „alveg
óundirbúin“, sem kallað er, eru mjög fljót að semja
sig að náminu og standa e. t. v. eftir tvö til þrjú
ár algerlega jafnfætis þeim börnum, sem komu sæmi-
lega læs í skóla án þess að gáfnafari einu sé til að
dreifa. Sannleikurinn er sá, að þessi börn komu ekki
óundirbuin. Þeim hafði e. t. v. ekki verið „sýndur
stafur“ en hæfileikar þeirra höfðu fengið þá þjálfun,
sem er meira virði en tveggja ára barnaskólanám.
Þau hafa þegar þroskað hæfileika sína í samræmi
við það aldursskeið, sem þau eru á. Þau hafa enn-
fremur hlotið þann aga í uppeldinu, sem nauðsynlegur
er til þess að þau geti samið sig að skólaaganum. Þau
hafa kynnzt reglubundnu hátterni og lært að upp-
fylla vissar skyldur. En mikilsverðast er þó að þau
hafa fengið æfingu í að leysa margvísleg verkefni og
leggja fram andlega og líkamlega krafta sína til
þeirrar úrlausnar, stundum jafnvel til hins ýtrasta.
Þótt þau hafi ekkert lært í lestri, skrift eða reikn-
ingi hafa þau lært skil á algengustu hlutum í kringum
þau. Þau hafa e. t. v. lært að telja; þau hafa lært
vísur og kvæði, lært að þekkja á klukku, nöfn viku-
daga og mánaða og margt fleira. Allt eru þetta gagn-
legir og nauðsynlegir hlutir, sem hvert barn þarf að
kunna fyrir 7 ára aldur, ef vel er á haldið. En hitt
er þó meira um vert en þessi atriði sjálf, að með
þessu eru þroskaðir námshæfileikar barnsins, getan
til að læra og viljinn til að læra.
Þeim hefur skilist, að til séu verkefni, sem þau
verða að vinna áð og Ijúka við.
Sé sæmilega gefið barn búið að fá slikan undir-
búning þegar það kemur í skóla 7 ára gamalt, þá er
(Framliald á 2. síðu).