Sendiboðinn - 18.12.1945, Page 2

Sendiboðinn - 18.12.1945, Page 2
SENDIBOÐINN 2 HEIMILIÐ ER FYRSTI SKÓLINN (Framhald af 1. síðu). ekki mikið í hættu, þótt því hafi ekki „verið sýndur stafur.“ Auðvitað þarf það meira á sig að leggja en það barn, sem meira hefur lært og „kemur seinna til,“ en kunni það að leggja að sér við lausn verk- efna er þó munurinn minni en ætla mætti, og hafi hitt barnið, sem þegar hefur lært að lesa 7 ára verið þvingað um of við námið, þá er það e. t. v. engu betur á vegi statt. Ofþjálfun er stundum lítið betri en vanþjálfun, þar sem sannað er, að einungis sú þjálfun, sem er í sam- ræmi við þroskastig barnsins, er því til góðs. Oft er um það talað, að hættulegt sé að þvinga börn til náms mjög ung. Þetta er hverju orði sann- ara, því að sú námsþjálfun hefnir sín alltaf á seinni þroskastigum barnsins. En hitt er jafnvíst að hverju barni er nauðsynlegt, strax og það er fært um, að setji sér ákveðin verkefni, og leysa þau til fulls eftir því, sem efni standa til. Fyrstu námstæki barnsins eru leikföngin, og skiptir því miklu máli, að þau séu vel valin. Leikföngin eigi umfram allt að vera þannig, að börnin skapi sér verkefni með þeim. Bygging, mótun, málun o.þ.u.l. eru allt verkefni, sem barnið setur sér og verður að ljúka, ef leikurinn á að hafa nokkurt gildi fyrir það. Öllum drengjum er t. d. nauðsynlegt að eignast smíðaáhöld, og efni til að smíða úr, strax og þeir geta valdið þeim. Barnið á fyrst og fremst að vera framkvæmandi en ekki áhorfandi í leiknum. Ég er sannfærður um, að ástæðan til þess, að all- mörg börn virðast alls ekki njóta sín við nám í barnaskóla, er sú, að þau hafa ekki fengið þá undir- stöðuþjálfun, sem þeim er nauðsynleg áður en þau koma í skóla. Það er algengt, að börn, sem koma 7 ára í bama- skóla, kunna ekki að telja, þekkja ekki á klukku, þekkja ekki nöfn vikudaga og mánaða o. s. frv. Þetta er nú að vísu allalvarleg fáfræði, en úr því ætti þó að mega bæta. Hitt er alvarlegra, að mörg þeirra virðast tæplega hafa nokkurt áræði eða getu til þess að ráðast i nokkurt verkefni og leysa það. Þessi börn hafa verið vanrækt allt fram á skóla- aldur, annaðhvort af hirðuleysi heimilanna eða þá af fátækt og getuleysi foreldranna, nema hvorttveggja sé til að dreifa og má í því sambandi benda á, að fjölmörg fátæk heimili hafa séð hið bezta fyrir upp- eldi barna sinna, og verður því fátækt einni sjaldan um kennt. Það verður að segjast eins og er, að þessum van- ræktu börnum hefur skólinn sjaldan eða aldrei reynst það, sem þurft hefði. Eflaust mætti eitthvað úr því bæta með meiri nákvæmni og breyttum aðferðum í neðstu bekkjum skólans, en eins og nú er, þá er skólakerfið alls ekki miðað við það, að börnin séu svo illa undirbúin, þegar þau koma í skóla. Ég tel enda, að til þess að ráða bót á þessu þyrfti aðrar stofnanir, en hinn almenna bamaskóla. Það fyrsta, sem þarf að gera við þessi börn er ekki að „berja þau til bókar,“ eins og kallað var fyrr á öldum, heldur að skapa þeim umhverfi, þar sem þau geta á sem allra skemmstum tíma hlotið þá þjálfun, sem vanrækt hefur verið allt frá fæðingu, og þyrfti sú stofnun helzt að fá bömin til meðferðar fyrr en þau eru orðin 7 ára gömul. Þar sem ég hef farið svo mörgum orðum um hin svonefndu vanræktu börn, vil ég þó að lokum fara nokkrum orðum um þau börn, sem kalla mætti of- rækt. Allmargir foreldrar, sem mikla umhyggju bera fyrir börnum sínum, vaka svo yfir hverju þeirra fót- máli og hverri hreyfingu, að þau fá aldrei að „steyta fót við steini,“ sem kallað er. Þessum börnum eru að vísu fengin verkefni, en þau fá bara aldrei að leysa þau sjálf. Strax og einhverjir erfiðleikar mæta þeim eru foreldrar eða aðrir komnir þeim til hjálpar. Þessi börn fá ekki heldur að þjálfa eigin krafta, því að þau þurfa aldrei að leggja sig fram. Algengt er, að keyptir séu menn til að lesa með börnum í barnaskóla. Slíkt tel ég oft og tíðum algeran óþarfa. Hafa þarf strangt eftirlit með því, að börnin ljúki sínu heimanámi, en fæstar af þeim námsgrein- um, sem börnin læra í barnaskóla eru þannig vaxnar að börnum séu ofvaxnar, ef þau á annað borð leggja sig fram. Þessi ofræktu börn eru oft litlu áræðnari eða út- haldsbetri við lausn verkefna sinna en vanræktu börnin. Oft heyrast aðfinnslur á báða bóga milli skólans og heimilanna. Réttlát gagnrýni er báðum holl, og er þá hverjum aðila nauðsynlegt að kunna að beita sjálfsgagnrýni. En hvað sem annars má að báðum finna, er hitt þó víst, að heimilið er fyrsti skólinn. Hlöðver Sigurðsson. GflÐAR JðLAGiAFIR: Badminton: Spaðar Boltar Pressur Hlífar Boxhanzkar Kringlur Gestur Fanndal

x

Sendiboðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sendiboðinn
https://timarit.is/publication/1028

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.