Sendiboðinn - 18.12.1945, Page 5

Sendiboðinn - 18.12.1945, Page 5
5 SENDIBOÐINN STUNDVISI OG SVEFNÞÖRF SKÓLABARNA Ein af þeim skyldum, sem skólarnir leggja á nem- endur sína er stundvísi. Því hefur verið haldið fram, að Islendingar væru ekki jafnokrar annarra menn- inga þjóða á þessu sviði. Um það atriði mun ég ekki ræða í þessari grein, eh mun hinsvegar fara nokkrum orðum um stund- vísi skólanemenda og gildi hennar. Eins og áður er sagt, kref jast allir skólar þess af nemendum sínum, að þeir mæti stundvíslega í kennslustundir. Af hvaða ástæðum skólarnir gera þetta er óþarft að fjölyrða. Allir geta gert sér grein fyrir því, hve mikill vinnufriður væri í skóla, þar sem nemendur væru að tínast inn, megin hlutann af kennslustund- inni. Afleiðingin af því yrði þessi. Nemendur sem kæmu á réttum tíma fengju ekki vinnufrið, fyrir hinum, sem ekki höfðu hirðu á því að koma á tilsettum tíma. Hinsvegar er kennslustundin glötuð þeim, sem ekki koma nógu snemma að meira eða minna leyti. Skólarnir gera því ýmsar ráðstafanir til þess að fá nemendur sína til þess að virða mikilvægi stund- vísinnar, t. d. með því að halda skrá yfir fjarvistir og óstundvísi. Ennfremur með því að loka skólanum o. s. frv. Nú mun það vera reynsla við flesta eða alla skóla, að óstundvísi gæti mest í fyrstu stund, þ. e. a. s. á morgnana. Þáð teljum við kennarar að stafi af því, að svefnþörf barnanna sé ekki gætt sem skyldi. Allir vita, að börn þurfa að sofa meira en fullorðnir, en þessu er ekki alltaf gefinn sá gaumur sem skyldi. Nokkuð er það talið misjafnt, hve mikils svefns hver einstaklingur þarf, en þó er talið, að ekki megi skakka meira en einni klukkustund frá þeim tíma, er hér er talinn ef vel á að vera séð fyrir svefnþörf barna: 6—10 ára IOV2—HV2 klukkustund 10—15 ára 10 —10 V2 klukkustund Af þessu má sjá, að börn á aldrinum 6—10 ára HEIMANÁM SKÓLABARNA (Framhald af 4. síðu). leggi fram sinn skerf til þess, að árangurinn af því verði sem mestur og beztur. Þess var áður getið, að upphaflegt hlutverk skólans er að veita heimilinum hjálp við uppeldi barnanna, og miðaður við það, að uppeldið fari þó sem áður að mestu fram á heimilunum. Benedikt Sigurðsson þurfa að sofa minnst tíu og hálfa klukkustund á sólarhring. Börn á aldrinum 10—15 ára minnst 10 klukkustundir í sólarhring. Börn sem eiga að mæta í barnaskólann tíu mínútur fyrir níu þurfa því í síðasta lagi að fara að sofa kl. 9—10 á kvöldin. Það er ekki óvenjulegt hér bæ að mæta skóla- börnum úti, löngu eftir þann tíma. Þetta þarf að laga, og kemur þar fleira til greina en svefnþörfin ein, þótt að hún ein sé ærið nóg tilefni til þess, eins og áður er sagt. Hér þurfa heimilin, skól- inn og lögreglan að leggjast á eitt og koma í veg fyrir, að skólabörn flækist úti, allt til miðnættis og kennske lengur. Að lokum þetta. Bam, sem ekki hefur nógan svefn líður bæði andlegan og líkamlegan skort. Barn, sem ekki hefur nógan svefn verður fljótlega tekið til augnanna og önugt í skapi, af því að líðan þess er ekki góð. Það þreytist fljótt í kennslustundum, á erfitt með að einbeita huganum að náminu, þótt það af skyldurækni komi í skólann á tilsettum tíma. Það er skoðun mín, að skólaböm sofi yfirleitt of lítið, og margt af því, sem miður fer í uppeldismálum okkar eigi rætur að rekja til of lítils svefns hjá skóla- börnum. Kristján Sturlaugsson MERKINGAR A FÖTUM Oft kemur það fyrir, að börnin finna ekki húfur sínar, stígvél, vettlinga eða annað, er þau fara úr skólanum. Stafar þetta oftast af því, að viðkomandi flík, hefur ekki verið nógu vel og greinilega merkt barninu, og annað hefur tekið hana í misgripum fyrir sína, án þess að athuga, hvort hún væri auðkennd. Nauðsynlegt er, að öll stígvél, skór, húfur, vett- lingar og annað, sem hætta er á að lendi í misgripum, sé glöggt og auðkennilega merkt. Komi það hins- vegar fyrir, að hlutur glatist, ætti að gera viðkomandi bekkjarkennara aðvart, og mun hann þá gera það, sem hægt er til að finna hlutinn aftur. Öllum óskila- hlutum er haldið saman, flest húfur, sem engin börn virðast þekkja. Ættu aðstandendur þeirra barna, sem týnt hafa fatnaði í skólanum að koma í skólann og athuga hvort hann er ekki meðal vanskilamunanna, og þá helzt sem fyrst. Æskilegt væri, að heimilin litu daglega eftir því hvort börnin eru á sínum eigin skóm eða hafa sína eigin húfu, og gerðu þá sem fyrst ráðstafanir til þess, að misgripin verði leiðrétt. Hlöðver Sigurðsson. Jóhann Þorvaldsson. Benedikt Sigurðsson. Kristján Sturlaugsson. Arnfinna Björnsdóttir.

x

Sendiboðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sendiboðinn
https://timarit.is/publication/1028

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.