Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness. - 01.03.1936, Blaðsíða 1

Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness. - 01.03.1936, Blaðsíða 1
5. tbl, 1936. ^ra m ™r "fxl hv síívíí fl ¦;'- ¦ '¦;¦:• 3B3B Ritnefnd: Svbj. Oddsson, Arnmundur Gíslason, Guðm. Sveinbjs, Útgefandi: Jafnaðarmannafelag Borgarf jarðarsýslu.. JÍbyrgðarma ður: Sigurdór Sigurðsson. UH SJUIglaTRYGGINGAR OG SJUERASaMLÖG. í l'ógum um alþyðutryggingar, sem samþykkt voru a Alþingi síðast, er sér- stakur balkur um sjúkratryggingar. Þar er svo ákveðið, að sjukrasamlög skuli vera í hverjum kaupstað. En hreppunum er það í sjálfsvald sett, hvort þeir stofna sjúkra- samlög eða ekki. Ef fimmti hluti kjósenda í hreppi óskar þess, skal hreppsnefnd láta fara fram atkvæðagreiðslu meðal allra hrepps- búa, sem kosningarrett hafa í málefnum hreppsins, um það hvort stofna skuli b jukras amlag. Ef meiri hluti kjosenda lýsir sig því samþykkan, skal sjúkrasamlag stofnað. Þar seia nú þetta merkilega mál er lagt undir viljá kjósenda í hreppunum, hlýtur sú spurning- að vakna hjá fleiri eða færri mönnum £ hverjum hreppi landsins: Eigum við að nota þennan rétt eða. ncta ekki? En til þess að skera úr því, er auðvitað höfuðskilyrðið að menn þekki þau lagaákvæði, sem að þessu lúta, og skilji tilgang laganna í þessu efni. Tilgangur þeirra samtaka, sem sjúkra- tryggingar nefnast, er skyr og auðskilinn, og alveg hinn sami, hvort sem samtökin eru gerð af frjálsum vilja nokkurra manna eða fyrirskipuð með lögum. Tilgangurinn er framkvsaiid þeirrar fé- lags- og siðgæðiskenningar, að mennirnir eigi að "bera hvers annars byrðar, að sá sterki eigi að taka á sig nokkuð af byrði i>.kranesi Mars 1936 þess, sem mattarminni er. Samhliða þessum tilgangi er svo fylgt þeirri forsjálnisstefnu, að geyma. nokkuð af arði meðlætisdaganna, til þess að jafna með halla mótlætisdagaiuna, í frummynd sinni voru sjúkrasamlög þannig, að fleiri eða færri menn mynduðu samlag með sér og guldu ákveðin iðgjöld í samlagssjóð, sem svo gengu til þess að grei ða veikindakostnað þeirra samlagsmanna, sem á því þurftu að halda, eftir nánar til- teknum reglum. Þessir samlagsmenn báru út af fyrir sig hvers annars byrðar af f jár- hagslegum afleiðingum veikinda,, Aðrir hlupu þar ekki undir baggann. Síðar, þegar menn foru almennt að átta sig á því, hve skynsamlegt og gagn- legt þetta fyrirkomulag var, fóru sveita— og bæjarsjoðir að veita saml'ógum fjárstyrk, og síðar ríkissjóðir. í sjukrasamlögum þeim, sem lögin um slysatryggingar gera ráð fyrir, er þessm þannig háttað, að gerð er áætlun um út— gjöld samlagsins yf ir árið, og iðgjb'id sam- - lagsmanna miðuð við það? að þau geti stað— ist helminginn af þeim kostnaðic Hinn helmingurinn er lagður fram af ríki og- bæ (eða hreppi) að j'ófnu, Ef ég t.d, greiði 2 kr. á mánuði í samlagssjóð, eða 24 kr. yfir árið, pá fær samlagssjóður þar á mot i 12 kr» úr rikissjóði og 12 kr. úr sjóði þess sveitarfélags, sem ég tilheyri, Vegna mín verða því tekjur samlagsins 48 kr. á ári. Ef hreppur samþykkir með atkvæðagreiðsiu að stofna s jukrasamlag, þa eru allir hrepps-- búar, eldri en 16 ára,skyldir til að vera

x

Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness.
https://timarit.is/publication/1031

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.