Árroði: blað félags ungra jafnaðarmanna. - 19.01.1936, Page 3

Árroði: blað félags ungra jafnaðarmanna. - 19.01.1936, Page 3
ÁRROÐI 3 veittu formanni F. U. J. áverka. Hefir þessi árás verrð fordæmd af almenningsálitinu og orSið til þess að staðfesta fyrirlitningu al- mennings á hinum villimannlegu starfsaðferð- um þessara aumkunarverðu unglinga, og vak- ið alþýðuæskuna til umhugsunar um sam- eiginleg átök gegn þessum ófögnuði. í tilefni af þessum einstæða atburði hélt F. U. J. opinberan æskulýðsfund skömmu eftir, þar sem mættir voru yfir 500 æsku- menn, sem létu nær einróma í Ijósi fyrirlitn- ingu sína á framkomu nasistanna og strengdu þess heit, að ganga sameinaðir til sóknar gegn því að slíkur óaldarher festi rætur í íslenzku þjóðlífi. Loks hélt Heimdallur, félag ungra íhalds- manna, fund um lýðræði og einræði. Var sá fundur fjölsóttur og að miklum meirihluta skipaður ungu alþýðufólki. Eins og kunnugt er, hefir íhaldið raunverulega gert út nasist- ana, og samband þess við þá verið stundum mjög greinilegt, enda viðurkennt af nokkr- um rithöfundum íhaldsflokksins. En óttinn við almenningsálitið hefir vald- ið því, að íhaldið hefir ekki enn að fullu opinberlega gengið á hönd ofbeldisstefnu nasistanna og kosið heldur að hafa þá frá- skilda sér að nafni til. En innrætið er það sama hjá báðum og þegar vonir íhaldsins um þjóðfélagsleg yfirráð á grundvelli lýð- ræðisins bresta, endurnýjast þær aftur í hin- um nýju „hugsjónum“ afturhaldsins um aðr- ar aðferðir til að vinna yfirráðin og halda þeim, og þær aðferðir felast í frelsissvipt- ingu alþýðunnar, ofbeldi og kúgun. A Heimdallarfundinum sýndi alþýðuæsk- an, að hún vakir á verðinum, að hún er til- búin til að berja niður hverja þá tilraun, sem afturhaldið kann að gera til að vinna yfirráðin á kostnað þess dýrmæta frelsis, sem þjóðin hefir áunnið sér með margra ára- tuga baráttu og fórnum. Tillögur, sem fram komu á fundinum og fólu í sér mótmæli gegn ofbeldi yfirstéttarinnar, vildu ungu íhaldsmennirnir ekki bera upp. Þannig brutu þeir í fundarlokin lýðræðið, þegar þeir sáu að fólkið, sem fundinn sat, var á móti þeim og með atkvæðagreiðslu hefði afhjúp- að ósigur þeirra og vanmátt. Þetta er tákn- andi fyrir afstöðu íhaldsins til lýðræðisins. Meðan lýðræðið ekki truflar völd íhaldsins í þjóðfélaginu, er það gott, en jafnskjótt og það snýst gegn því, og það verkar sem fjötur á yfirráðafýsn þess, er það óalandi. Þá er ofbeldi síðasta úrræði hinna feigu aft- urhaldsafla, þegar þeim förlast kraftur í lýð- frjálsri baráttu og ásmegin þeirra afla, sem í fólkinu sjálfu býr og framtíðina á, skapar frelsinu ósigrandi vígi. Útbreiðslufundur verður haldinn að tilhlut- un Félags ungra jafnaðarmanna í dag kl. 3Vz í Alþýðuhúsinu Iðnó. Dagskrá fundarins er mjög fjölbreytt, eins og sjá má á augl. í Alþýðublaðinu í dag. Samf ylkingin. Uppeldi og umhverfi æskunnar, er hin skap- andi stefna þjóðarinnar á hverjum tíma, þess- vegna er það nauðsynlegast hverjum einstak- lingi að gera sér sem fyllsta grein fyrir hlut- unum og skilgreina rétt frá röngu með rök- um og engu öðru. Stjórnmálabarátta okkar íslendinga varð margþættari eftir að við fengum sjálfstjórn og fullkomið skoðana- og prentfrelsi. Það er ekki nema eðlilegt að menn hafi misjafnar skoðanir á því hvernig leysa skuli vandamál þjóðarinnar á hverjum tíma. Hinn almenni kosningaréttur sker úr því hver hafi rétt fyrir sér í stjórnmálabar- áttunni, ef allir hafa sömu aðstöðu til upp- lýsinga um sína stefnu. Það er ein flokkastarfsemi sem ekki á að þroskast í skjóli lýðræðisins, og það er sú sem fyrst og fremst vinnur að afnámi lýð- ræðisins, með það fyrir augum að stjórna með flokkseinræði. Það á að vera skylda allra sannra lýðræð- isflokka að afnema, með mætti lýðræðisins, slíka starfsemi með öllu. Um þessa kröfu eiga allir æskumenn að vera sammála, því það er fyrst og fremst eðli æskumannsins, að elska frelsið, og koma fram með sína sjálfstæðu skoðun. Hverja er að varast og vinna á móti? Það er ekki nóg að skilja hættuna, við verðum að skilja orsakir hennar og uppruna, til þess að hægt sé að vinna gegn henni. 011 þekkjum við starfsemi og stefnu þýzku nazistanna, hvernig þeir eftir valdatökuna, hafa afnumið allt persónufrelsi, hneppt flesta andstæðinga sína í fangelsi og pínt þá þar og drepið. Nú er svo komið undir þeirra stjórn að matvælaskorturinn er jafn tilfinnanlegur og þegar hann var verstur á stríðsárunum. Strax eftir valdatöku þýzku nazistanna, fór að bera hér á flokki manna sem tekið hafði flokksmerki þeirra, hakakrossinn, og höguðu sér í öllu eftir þýzku fyrirmyndinni. Þeir kalla sig „þjóðernissinna“. Ekki þyrftum við að efast um örlög ís- lenzku þjóðarinnar ef þessir „þjóðernissinn- ar“ hefðu mátt til að framkvæma sína stefnu, þau yrðu sízt betri en þýzku þjóðarinnar í dag. Þessvegna er það krafa okkar ti! lýð- ræðisflokkanna að þessi félagsskapur verði hið fyrsta bannaður með lögum. Sjálfstæðis- flokkurinn hefir oft látið í ljós ánægju sína yfir starfsemi þjóðernissinna, og það er eng- inn efi á því, að þeir eru notaðir sem þreyfi- angi fyrir íhaldið, sem mun við fyrsta tæki- færi taka upp þeirra stefnu og gera að sinni. Þessvegna er hættan engu minni frá íhaldinu ef við ekki stöndum vel á verði. Árið 1930 hélt Samband ungra jafnaðar- manna þing á Siglufirði. Það var vitað áður en þingið var sett að þarna yrði mjög harðar deilur og átök um tvær stefnur, á milli lýð- ræðissinna annarsvegar og einræðissinna hins- vegar. Lok þessa þings urðu þau að einræðis- sinnar klufu sig út úr sambandinu, og stofh- uðu sinn eigin félagsskap, og kölluðu sig kommúnista. Allt frá ^>ví að kommúnistar stofnuðu sinn flokk (haustið 1930) hefir það verið eitt aðalstefnuatriði þeirra að rægja AI- þýðuflokkinn og Alþýðusambandið. Gekk þessi rógstarfsemi svo langt einu sinni, að það munaði minnstu að flokkurinn klofnaði á því hvaða nafni kommúnistar ættu að kalla AI- þýðuflokkinn! í sumar sem leið héldu kommúnistar þing í Moskva. Þar heldur Dimitroff ræðu, og sú ræða er leiðarmerki allra kommúnista þangað til næsta þing þeirra verður haldið! Ræða Dimitroffs var að innihaldi þessi: Við höguðum okkur eins og asnar í Þýzka- Iandi. Við eigum ekki að vera í jafn opinberri andstöðu við Alþýðuflokkinn eins og verið hefir, við eigum að bjóða Alþýðuflokks- verkamönnum upp á samfylkingu, sýna alla þá sáttfýsi sem þurfa þykir, til þess, að kom- ast í sem nánast samband við þá. Þeir hafa fullkomlega fylgt þessari gefnu línu komm- únistarnir hér, svo fullkomlega að þeir hafa staðið fyrir verkfalli með nazistum og íhaldi. Þeir sýna við öll tækifæri fullan fjandskap til Alþýðusambandsins, á sama tíma og þeir eru að bjóða Alþýðuflokksverkamönnum upp á samfylkingu. Nei, við höfum aldrei treyst kommúnistum, og treystum þeim ekki til nokkurrar samvinnu. Sú eina samfylking gegn fazisma og einræði sem við ungir jafnaðar- menn bendum á er:; Sameinist öll í Alþýðuflokkinn. þá er íslenzkum verkalýð og verklýðsæsku borgið. Kjartan Ragnar. Við eldana. Með því að starfa í Félagi ungra jafnað- armanna, skipar æskan sér gegn auðskipu- laginu, sem veldur því að hið starfandi mannkyn verður sífellt að berjast við ört- vaxandi atvinnuleysi, og skort mitt í alls- nægtum þeim, sem hlaðast upp í vörugeymsl- um auðhringa og braskara. Æskan í F. U. J. berst fyrir socialisma og frelsi, og leggur þannig bróðurskerf sinn í hið mikla starf, sem samtök verkalýðsstétt- arinnar hafa unnið og eru að vinna í þágu framfara og menningar. Og mitt í ánauð sinni er verkalýðsstéttin voldug og sterk, og í sam- tökum hennar felst veldissproti sá, sem á komandi áratugum slær Filisteavald auð- skipulagsins til jarðar, en leiðir til hásætis sitt eigið vald, vald fólksins sjálfs, sem í menningarlegri sambúð á að drottna til þess að vernda menningu, frið og frelsi og í jafn- vægisbaráttu örva til vaxtar allt það bezta, sem býr í þjóðum og einstaklingum. Hver er sá æskumaður, sem ekki vill starfa í sam- tökum þess fólks, sem á framtíðina, og með því eignast hlut í því ríki, sem það skapar á rústum þess gamla og úrelta?

x

Árroði: blað félags ungra jafnaðarmanna.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árroði: blað félags ungra jafnaðarmanna.
https://timarit.is/publication/1032

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.