Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1939, Blaðsíða 36
36
2. Sjúkratryggingar.
I Reykjavík og kaupstöðum er skylda að stofna sjúkra-
samlög’, en í kauptúnum og hreppum utan kaupstaðanna er
heimild til þess, ef meiri hluti þeirra, sem kosningarrétt
hafa í málefnum sveitarfélaga, æskir þess.
Upprunalega höfðu allir, sem búsettir voru á samlags-
svæðinu rétt og skyldu til að tryggja sig í samlaginu.
Undanteknir voru aðeins þeir, sem dvöldu á sjúkrahúsum
eða heilsuhælum vegna alvarlegra, langvinnra veikinda.
Nú er fyrirkomulagið þannig: Allir þeir, sem eldri eru
en 16 ára og yngri en 67 ára og eru búsettir á samlags-
svæðinu, eða hafa stundað þar atvinnu lengur en 6 mán-
uði, hafa rétt og skyldu til að tryggja sig í samlaginu, ef
þeir eru ekki haldnir alvarlegum, langvinnum, virkum
sjúkdómi.
Alvai'legir, langvinnir sjúkdómar, falla eins og kunnugt
er undir lögin um ríkisframfærslu sjúkra manna og ör-
kumla og eru fyrst og fremst þeir sjúkdómar, sem þar eru
upp taldir sérstaklega (berklaveiki, holdsveiki, kynsjúk-
dómar, fávitaháttur, geðveiki og eitui'lyfjanautn), svo og
aðrir sjúkdómar, sem að jafnaði haga sér þannig, að sjúk-
lingarnir þarfnast sífelldrar eða margendurtekinnar
sjúkrahúss- eða hælisvistar eða stöðugrar meiriháttar
læknisþjónustu.
1. Ef þeir, sem sækja um upptöku í sjúkrasamlag, eru
haldnir alvarlegum, langvinnum, virkum sjúkdómi, hafa
þeir ekki skyldu til þess að ganga í samlagið, svo lengi
sem sjúkdómui'inn er virkur, en þeir hafa rétt til þess,
einnig þó um virkan sjúkdóm sé að ræða og njóta fullra
hlunninda vegna allra annara óviðkomandi sjúkdóma, svo
og almennrar læknishjálpar og nauðsynlegra lyfja í
heimahúsum, vegna hins alvarlega, langvinna sjúkdóms.
Það sem slíkur meðlimur því fer á mis við er rétturinn
til að fá borgaða frá samlaginu sjúkrahússvist og meiri
háttar læknishjálp í heimahúsum eða hjá lækni (t. d.
ítrekaðar röntgengeislanir utan sjúkrahúss), enda er til