Barnablaðið - 21.10.1938, Page 3
BARNABLAÐIÐ
3
hann slengdi á axlirnar. Því næst kom
hann niður. Strákarnir stóðu kyrrir í sömu
sporunum og gátu naumast trúað eigin
augum.
Maðurinn tók af sér húfuna og gleraug-
un, og kom þá í ljós glaðlegt og sólbrennt
andlitið og brosandi út undir eyru. Hann
heilsaði öllum veizlugestum, eins og ekkert
væri um að vera. En svo teymdi Benedikt
hann, með pakkann á bakinu, inn í lestrar-
stofu sína.
Skömmu síðar kom ókunni maðurinn
þaðan fram og var þá í vanalegum ferða-
fötum.
Drengirnir þyrptust kring um hann og
hlýddu á hina fjörugu frásögn hans með
mestu athygli. Hann hló, þegar hann
heyrði um útvarpsfréttina og drakk súkku-
laði með beztu lyst. „Þetta var ljómandi
ferð,“ sagði hann með munninn fullan af
afmæliskringlu, ,,allt hefir gengið að ósk-
um, en ég verð að hafa mig á burt héðan,
áður en lögregla og blaðamenn koma á
staðinn. Og þið strákar lofið mér að þegja,
að minnsta kosti þangað til á morgun.“
Allir lofuðu þeir því hátíðlega. Pétur var
alveg frá sér numinn af hrifningu. „Þetta
var þó vel af sér vikið,“ sagði hann hvað
eftir annað.
Afmælisgestirnir dvöldu að minnsta
kosti kálfri stundu lengur en þeir höfðu
ætlað, því að svo ákafar voru viðræðurnar.
Á heimleiðinni lýsti Pétur því ánægður
yfir, að sjálfur hefði hann ekki getað hald-
ið upp á afmælisdag sinn dýrðlegar.
En daginn eftir kom hann sárhryggur
til Axels og sagði: „Viltu gefa mér skýr-
ingu, því þetta var allt saman blekking?“
„Það var bróðir minn og Jean frændi,
sem fundu upp á þessu,“ sagði Axel
hlæjandi. „Frændi var nefnilega í raun og
veru kominn með flugvélinni frá Bruxelles.
En það var í fyrradag. Skeytið hafði Bene-
dikt sjálfur búið til, og útvarpsfréttin var
grammófónsplata, sem hann hafði látið
tala á og spilaði hann hana svo í útvarps-
tækið okkar, og svo hafði Jean frnædi
laumast upp á þakið í vélasloppi sínum
með gólfið úr stóru tjaldi.“
Félagarnir hlógu glaðlega, þegar þeir
heyrðu söguna, og þá varð Pétur auðvit-
að líka að gera það sama.
Konungsdóttirin, sem
vildi ekki spinna.
Einu sinni var konungsdóttir, sem vildi
alls ekki læra að spinna.
„Það er þá bezt að sleppa henni við
það,“ sagði konungurinn, en hann bað dótt-
ur sína að segja sér, hvers hún óskaði sér
á afmælisdaginn.
Konungsdóttirin hugsaði sig um alla
nóttina, hvers hún ætti að óska sér, en
þegar morgnaði gekk hún út í hallargarð-
inn til að reyna að láta sér detta eitthvað
gott í hug.
Um þetta leyti árs — en það var í sept-
embermánuði — voru allir runnar og öll
gerði full af kóngulóavefum, sem voru
alsettir örlitlum, glitrandi daggardropum,
sem glóðu í morgunsólinni. Þetta var eink-
ar fagurt, og konungsdóttirin hrópaði upp
yfir sig:
„Nú veit ég, hvers ég óska mér!“
Hún hljóp nú sem leið lá heim í höllina
og upp í svefnherbergi foreldra sinna og
hrópaði:
„Eg óska, að ég fái kjól úr kóngulóavef,
sem sé alsettur ljómandi daggardropum,
— komið þið með mér og sjáið! “
Ekki kann ég að segja frá því, hvernig
konungurinn fór að því að uppfylla lof-
orð sitt — ef til vill hefir hann stuðzt við
galdra — það getur meir en verið.
En endirinn varð sá, að á afmælisdegi
konungsdóttur var til reiðu kjóll úr kóngu-
lóavefi, loftkenndur og silfurglitrandi, og
ljómuðu á honum milljónir smárra dagg-
ardropa.
„En hvað hann er fallegur! En hvað ég
verð fín!“ hrópaði konungsdóttir upp yfir
sig, og svo fór hún í nýjakjólinn. Allir karl-
ar og konur við hirðina komu nú til að óska
konungsdótturinni til hamingju og hneigðu