Baldur - 02.11.1935, Blaðsíða 1

Baldur - 02.11.1935, Blaðsíða 1
BALDUR Oefið út að fillilufun Umdíemisstúkuniiar nr. 5 á Akureyri. llll llllll lllll.. Ávarp. Um leið og' Umdæmisstúkan nr. 5, á Akureyri, sendir frá sér þetta blað, skal þess getið, að lík- legast kemur ekki út af því nema þetta eina tölublað. Ekki svo að skilja,. að ekki þyki full þörf á framhaldi, heldur skortir fé til að halda slíku blaði úti. En því er þessu eintaki dreift út, að okkur bindindismönnum blöskrar deyfð- in og afskiptaleysið um þessi mál, og viljum því láta þessa rödd frá okkur fara nú, ef vei-a kynni, að einiiver tæki undn-. Blaðið vill heilsa hverjum hugs- andi manni, nú, í byrjun vetrar- ins, og hvísla því í eyru honum, hvoi-t ekki sé nauðsynlegt að nema ögn staðar og athuga það viðhorf, sem nú blasir við sjónum okkar allra, að því er áfengismál- in snertir. Það vill spyrja þig um það, lesari góður, hvort þú sért ánægður með það ástand, sem ni\ ríkir í þessum efnum, og hvort þér sýnist sú framtíð, sem það skapar einstaklingi og heild, heill- andi björt, eður ei. Það vill vekja athygli þína á þeirri staðreynd, að áfengisnautn þjóðarinnar hef- ir stórum aukizt á þessu ári og að af því hlýtur að leiða fjár- hagslegt — og menningarlegt tjón, ásamt öllu því böli, sem það óhjákvæmilega veldur. Það vill minna þig á það, að sá múi-vegg- ur, sem átti að bægja Bakkusi frá landi okkar og gerði það, á meðan við ekki rifum í hann skörðm (bannlögin), er nú að að engu orðinn, svo vínið flæðir óhindrað inn yfir landið. Og full- víst er, að sá múrveggur verður ekki hlaðinn aftur, að svo stöddu. Því ertu spurður: Hvað ætlar þú nú að gera? Ætlai'ðu að verða afskiptalaus um þessi mál? Sýn- ist þér nokkurt vit í því, að láta Bakkus gera strandhögg hjá svo fámennri og fátækri þjóð, án þess að veitt sé viðnám? Vissulega munt þú svara neit- andi. En hverjir eiga þá að veita viðnámið? »Þið, bindindsmenn«, muntu svara. Já, að sjálfsögðu viljum við reyna það, en við er- um alltof fáir og getum alltof lít- ið. Þess vegna þarf að magna lið- styrk bindindismanna að mun, ef eitthvað á að vinnast á, því Bakk- us er voldugur og hefir snjalla hershöfðingja og mannmargt lið og þaulæft. — Því þarf að fylkja liði gegn honum og þú þarft að koma í þann hóp. Þú, sem varst »bannmaður«, mátt ekki missa kjarkinn, þótt þau höft séu horfin, sem þú byggðir vonir þínar á. Við hörm- um það allir, »bannmenn«, að svo fór. Við spáðum illu um afleið- ingarnar og sú spá er að rætast, því miður. En það þýðir ekki að sakast um orðinn hlut, Og nú er að vinna, reyna að opna augu manna fyrir skaðsemd áfengis- ins, vinna gegn drykkjuveizlum og drykkjusiðum, magna þrótt æskunnar til átaka gegn víninu og forða með því framtíð þjóðar- innar frá efnaleg-u og siðlegu hruni. Og þú, »andbanningur«, sem nú ert áhorfandi að ömurlegu á- standi, hvað ætlar þú að gera? Ætlarðu að láta þig þetta ástand engu skipta? Viltu ekki minnast þess, að þú kenndir »banninu« mest um vínnautnina meðan það stóð og taldir að allt myndi batna, ef það væri afnumið? Varstu ekki stundum að gefa það í skyn, að þegar »bannið« væri afnumið myndir þú koma í hóp þeirra, sem efla vildu »heilbrigða bind- indisstarfsemi« í landinu? Sjálfsagt hefir þá hugur fylgt máli. En það hefir lítið orðið vart við þig ennþá í þeim hópi. — Því er nú tími til kominn fyr- ir þig að rumskast, og heitum við nú á þig til liðsinnis. Þér hlýtur að skiljast það, ekki síður en okk- ur, að við svo búið má ekki Áfengi og menning. Hjá lítt mönnuðum og frum- stæðum þjóðum gilda venjulega ekki nein alþjóðalög. Það er nær því algert einkamál hvers einstak- lings hvernig lífinu er lifað. Með öðrum orðum: Þar ríkir hið gullna »einstaklingsfrelsi«, þar sem hver má gera það sem honum sýnist, án tillits til þess, hvaða af- leiðingar það hefir fyrir hann sjálfan, fjölskyldu hans eða þjóð- ina í heild. Það eru til þeir menn, sem jafnvel hjá menningarþjóð- um, dreymir um þetta trelsi villi- mennskunnar. En þó hefir þróun- in verið þannig í margar aldarað- ir, að fleiri og fleiri mál, sem áð- ur voru talin einkamál, eru talin þjóðfélagsmál, mál, sem alla þjóð- ina varðar og hamingja hennar byggist á, að miklu eða litlu leyti. Þess vegna hefir verið bannaður barnaútburður, þrælahald og margskonar siðleysi annað, sem hvílir eins og svartur skuggi yfir fortíðinni og, því miður, á mörg- um sviðum yfir nútíðinni, og það er eitt af lögmálum lífsins, að samhliða þeim menningararfi, sem við tökum við af gengnum kynslóðum, hljótum við einnig að taka, að einhverju leyti, við þeim arfi ómenningarinnar, sem þær, í vanmætti sínum hafa ekki getað losað sig við. Svo er því t. d. far- ið með böl styrjaldanna. Á meðan hernaðarandinn gengur í arf frá kynslóð til kynslóðar; á meðan rjúkandi morðvélaverksmiðjum er skilað í hendur hverri nýrri kyn- slóð, verður bölvun styrjaldanna ekki ekki þurrkuð út úr lífi þjóð- anna. Sama gildir um áfengísböl- ið. Það er arfur ómenningar frá standa, og enn síður dugi það, að illt ástand versni, sem óhjákvæmi- lega verður, ef ekkert er að gert. Og þið foreldrar, sem eruð að senda börnin ykkar inn í fram- tíðina. Ætlið þið að standa á- lengdar og láta Bakkus ræna þau og alla þjóðina þeirri hamingju, sem þið annars æskið þeim og henni. Skilst ykkur ekki, að drykkjuskapur og drykkjusiðir f heimili og utan þess, eru tálsnör- ur, sem þið leggið á leið barna ykkar og sem lang líklegast er að þau kunni að falla í. — Viljið þið ekki sjálf rísa gegn hættunni og verða sjálf algjörðir bindindismenn, og hjálpa þannig, með fordæmi ykkar, ungu kyn- slóðinni til h'ins sama? Sú fórn, 1‘ærð á altari skyldunnar við það, sem ykkur er helgast, myndt auðga ykkur sjálf að hamingju og verða börnum ykkar til blessunar. Komið í Regluna með bömin ykkar. Hún er enn, sem fyrr, traustasta vígið til sóknar og varnar gegn skaðsemdaráhrifum Bakkusar. Snorri Sigfússon. fyrri kynslóðum sem svo virðist samgróinn þjóðunum, eins og styrjaldai’bölið, að nær því algert vonleysi ríkir nú í heiminum um það, að því verði af létt, og af þessu mótast öll afstaða þjóðanna gegn þessum höfuðóvin allrar menhingar. Jafnvel sárbitur reynsla og dýrar fórnir í margar aldaraðir, hefir ekki getað leyst þjóðirnar úr þessum álögum van- ans, því ekkert annað en slík álög geta réttlætt það tómlæti og á- byrgðarleysi, sem í heiminum rík- ir um þessi mál. Á meðan áfengisbikarinn er lát- inn standa við vöggu hverrar kynslóðar; á meðan æskan elst upp í áfengissýktu þjóðfélagi, þar sem Bakkus er látinn sitja í önd- vegi við öll hátíðleg tækifæri, er sannarlega ekki að vænta siðbótar í þessu efni. Og vissulega mun sagan á sínum tíma dæma þá kynslóð hart, sem á neyðartím- um, örlagastund, opnar allar dyr fyrir áfenginu og því böli, sem því er samfara, því slíkri ráðstöf- un hlýtur að fylgja eitthvert ham- ingjuleysi. Þjóð, sem vill í alvöru lifa menningarlifi, verður að taka á- fengismálin alvarlega, því þó að leitað væri með logandi ljósi I gegnum alla veraldarsöguna, mun þar hvergi finnast, að áfengi hafi nokkurn tíma skapað nokkur menningarverðmæti, þvert á móti, alls staðar brotið hana niður, mergsogið og sýkt. Og hafi t. d. áfengisauðmagnið byggt eitthvað upp, sem eigna mætti menning- unni, hefir verið brotið niður á öðrum stöðum sem því svarað. Það er ekki ætíð .sársaukalaust að reiða pxjna að fornum rótuíh) en ef að alþjóðarheill krefst þess, verður að gera það. Og nú e r það staðreynd, að fjöldi heimila um allt land eru í rústum og á vonar- veli af völdum drykkjuskaparins. Það er staðreynd, að fjöldi manna er samfélagi sinu*til byrði, van- sæmdar og vandræða vegna á- fengisnautnar. Það er staðreynd, að fjöldi manna hefir farizt, bæði beint og óbeint, vegna áfengis- nautnarinnar. Það er staðreynd, að fátækt, heilsuleysi og glæpir sigla alls staðar í kjölfar drykkju- skaparins. Það er staðreynd, að samkvæmislífið er sýkt og rotið, þar sem áfengið kemst að, og það er staðreynd, að fjöldi æsku- manna, bæði karla og kvenna, eru að glata lífi sínu og framtíðar- möguleikum, vegna áfengisnautn- ar. Og ef þetta er rétt — og það er rétt — er þá ekki dæmalaust ábyrgðarleysi, bæði af einstak- lingum, bæjar- og sveitarfélögum og þjóðfélaginu í heild, að reiða ekki öxina, eins og ástæður leyfa, að rótum þessarar ómenningar? Og ef að heilbrigð skynsemi og á- byrgðartilfinning íslenzkrar al- þýðu og ísl. stjórnarvalda fer ekki að vísa hér veginn, væri ekki ástæðulaust, þótt hinni ungu ís- lenzku menningu færi á einhvern hátt að hrapa heill, því áfengis- nautn og menning geta aldrei átt samleið til lengdar. Mig furðar á, hve margir eru hér hlutlausir á- horfendur. Mig furðar á kirkj- unni og prestunum. Hvernig ætla þeir að byggja upp guðsriki í á- fengissýktu þjóðfélagi? Mig furð- ar á læknunum, ef þeim er alvara með að vinna að heilbrigði meðal þjóðarinnar. Hversvegna vinna þeir þá ekki á móti áfenginu, sem greiðir svo mjög götu margra sjúkdóma. Mig furðar á kennur- unum, að þeir skuli ekki allir standa í þeirri fylkingu, sem vill áfengið burt. Og ég held ég fari ekki með neinar öfgar þótt ég segi, að hver kennari og skóla- maður, sem ekki vinnur í alvöru á móti áfengisnautn æskunnav, skilur ekki köllun sína til fulls. — Og mg furðar á konunum, hve þær bera með mikilli þolinmæði þann kross sem drykkjuskapurinn leggur þeim á herðar kynslóð fram af kynslóð, án þess að haf- ast að, og myndu samtök um gjörvallan heim á móti áfengi og áfengisnautn. Þessar sömu konur eru af sinni meðfæddu samúð og líknarlund að leggja fram óhemjumikla vinnu og fé til að koma upp t. d. hælum fyrir veikluð og vanrækt börn, sem oft og tíðum eru drykkjumannabörn. En hvers vegna ekki heldur að vinna að því að drykkjumanna- heimilin hverfi úr sögunni og þar með þau ógæfusömu börn, sem verða að alast upp á slíkum heim- ilum? Eg hefi nú með þessum fáu örðum hér að framan sýnt fram

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1039

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.