Baldur - 02.11.1935, Síða 2

Baldur - 02.11.1935, Síða 2
Skólar Lestrarfétag Bókavinir! Innlendar og erlendar skemmti- og fræðibækur, námsbækur og fagbækur, eru alltaf til í úr- vali eða útvegaðar. Bókaverzlun Þ. Thorlacius. Þar sem áður var Porst. M. Jónsson. á það tvennt, að áfengisnautnin er óvinur menningarinnar á öllum sviðum og, að þrátt fyrir þá stað- reynd séu menn þó enn í þeim álögum vanans sem hefir lög- helgað drykkjuskap og drykkju- siði allt fram á þennan dag. En er þá nokkur vön til að þeim á- Uppgjöf eða viðnám. Það eru nú liðnir níu mánuðir, frá því er afnám aðflutnings- banns sterka drykkja kom til framkvæmda hér á landi. Á sjö mánuðum (1. febr.—1. sept.) hefir Áfengisverzlun ríkis- ins selt áfenga drykki fyrir sem allra næst t v æ r m i 1 j ó n i r ikróna.. í fyrra á sama tíma nam sala verzlunarinnar 765 þús- undum króna. AUKNING: e i n m i 1 j ó n tvö hundruð og þrjátíu þúsundir króna. Þetta nær aðeins til missiris og mánaðar í viðbót. Má búast við, að Áfengis- verzlunin fái að minnsta kosti hálfa fjórðu miljón króna í hand- raðann á árinu, ef salan heldur svona áfram. En það er áreiðan- legt,, að íslendingar drekka meira en það, sem kemur úr búðum Á- fengisverzlunarinnar. — Bnigg- iðja þrífst enn hér og þar og smygl er enn ekki nærri því upp- rætt til fulls. Það þarf ekki að deila um af- leiðingarnar af afnámi bannlag- laganna, Ef þjóðin hefir ekki séð þær fyrir, þá sér hún þær nú. En þrátt fyrir stóraukinn drykkjuskap, bólar ekki á nokk- urri sterkri hreyfingu í bindind- isátt hér á landi nú. Mér vitan- lega hefir engra nýrra krafta til stuðnings bindindi orðið vart hér á síðustu missirum. Haustið 1933 hétu margir and- banningar fylgi sínu við bind- indishreyfinguna, ef bannið yrði afnumið. Bannið var numið úr gildi, en efnda er vant enn í dag á heitorð- um andbanninga. Hvenær á að efna þessi loforð? Við bindindismenn óskum ein- dregið nýliða í hóp okkar, og þjóðinni er fyllsta þörf þeirra. Við eigum nú um tvennt að velja: að gefast upp eða veita viðnám og sækja lögum verði aflétt? munu ein- hverjir spyrja. Það er undir hverjum einstakling, hverju bæj- arfélagi og hverju þjóðfélagi komið hvort svo verður. Ef menn sætta sig alltaf við að láta gömlu söguna endurtaka sig og fljóta með straumnum, situr alltaf - við það sama. Bölvunin gengur þá 1 arf frá kynslóð til kynslóðar. En ef menn hafa vegsöguþor eða þó ekki væri nema fylgiþor til að rísa á móti þessum aldagamla ó- vini, þá væri vissulega í aðsigi »dögun af annarí öld«. Áfengis- bölið er tilbúið af mönnunum sjálfum og því aðeins tímaspurn- ing hvenær þeir eignast þann manndóm og þroska að þurrka það aftur úr lífi sínu. Viljið þér, kæru lesendur, tefja fyrir því að svo vei’ði eða viljið þér flýta þeirri lausn á einu hinu mesta alvöru- og vandamáli mannkynsins. Afstaða yðar til áfengismál- anna á komandi tímum verður svar við þeim spumingum. H a n n e s J. M a g n ú s s o n. á. Það samir ekki Góðtemplurum að gefast upp. Þeir munu veita viðnám og sækja á. Hér í bænum er fjöldi fólks mjög bindindissinnaður. Allt þetta fólk á að sameinast okkur hinum. Það á að ganga í Góð- templararegluna. Því fjölmennari,. sem vjer erum, því voldugri. Ef þið viljið styðja bindindismálið, þá gangið í Regluna. Með þvi eflið þér til sóknar gegn áfeng- inu, sóknar, sem kemur að ein- hverju haldi. En ef þér, sem bind- indissinnuð eru, standið dreift og án sameiginlegrar forustu, verður lítið úr yðar góða hug til bind- indismálanna og vilji yðar fær eigi að jafnaði notið sín þann veg. Ef allt bindindissinnað fólk á íslandi væri félagsbundið í Góð- templarareglunni, mundi kröfum bindindishreyfingarinnar vera betur tekið en nú tíðkast, bæöi á Alþingi, í bæja- og sveitastjóm- um og annarstaðar. Það er meira tillit tekið til félags, sem telur 25 þúsundir félaga, heldur en til þess, sem telur aðeins 5 þúsundir. — Við Templarar fáum iðulega sama svar,, þegar við erum að reyna að fá nýtt fólk í Regluna, og það er þetta: É g þ a r f ekki að fara í Regluna. É g e r í bindindi við s j á 1 f a n m i g. Þetta er hættu- legur misskilningur. Einmitt af því að þér eruð í bindindi og haf- ið þá væntanlega hug á því, að aðstandendur yðar og kunningjar séu líka í bindindi, eigið þér að ganga í félag með okkur, gera það eftirsóknarvért að fylla þenn- an flokk og leggja yðar skerf fram til þess. Bindindi hefir alltaf verið ein- staklingunum og þjóðfélaginu í heild sinni til farsældar. En n ú á t í m u m er það sérstaklega rik krafa frá hendi þjóðfélagsins, að fólk snúi baki við flöskunni. Tækni vorra tíma er margbrotin og víðtæk. Það er 1 í f s n a u ð- s y n, að allir þeir,, sem fara með vélar, séu ótruflaðir af áfengi og Öðrum eiturtegundum, sem orka deyfandi og veiklandi á líkama og sál. — Langar þig til að vera í bíl með ölvuðum ökumanni? Fýsir þig að vera í bát eða á skipi með drukknum skipstjóra, vélstjóra og stýrimönnum? Heldurðu það sé öruggt að vera í flugvél með flugstjóra, sem er undir áhrifum áfengis? Villtu láta leggja þig á skurð- arborðið hjá lækni, sem er orðinn veiklaður af drykkjuskap eða er ef til vill ölvaður? Þykir þér ánægjulegt að vera með drukknu fólki á dansleikum, í kaffihúsum, á samkomum o. s. frv.? Finnst þér fýsilegt að bjóða Bakkusi heim til þín og gera hann að heimilisvini þínum, konu og barna? Villtu senda börn þín í skóla til drykkfelldra kennara? Ég bið þig, lesari góður, að svara þessum spurningum sam- vizkusamlega, í einrúmi, og ef þú gerir það, þá veit ég, að þú svar- ar ö 11 u m s p u r n i n g u n u m NEITANDI. Þar af verður að álykta, að þér virðist áfenginu o f a u k i ð í mannlegu félagi, og það er ein- mitt skoðun vor bindindismanna, og þess vegna teljum vér oss skylt að berjast gegn áfengisnautninni, og þú munt vera oss sammála um nauðsyn þeirrar baráttu. En viltu þá ekki brýna egg vilja þíns og taka skrefið heilt: koma í Regl- una til liðs því málefni, sem þú fyrír Guði og samvizku þinni tel- ur gott og nauðsynlegt. Aðeins eitt fær útrýmt drykkju- siðunum og áfengisnautninni. -— Það er almenningsálitið. Ei' það fordæmir diykkjuskapinn, eins og t. d. kokain- og ópium-nautn, hverfur áfengið af veizluborðun- um; það á sér enga uppreisnar von úr því, fremur en þjófurinn. Það er á þínu valdi, lesari góð- ur, að skapa þetta almenningsá- lit. Til þess þarf starf, starf og aftur starf. Byrjum þegar í stað, hver á sínum vettvangi: í sam- kvæmislífinu, í skóla, kirkju, á skipum, þingum, í verzlunarbúð- um, verksmiðjum og í öðrum verkstöðvum, í bílunum, í hinum dreifðu bæjum sveitanna. — Veljið á milli þess að veita við- nám og sækja á gegn áfengisböl- inu eða að gefast upp og láta skeika að sköpuðu! — Hlutleysi í þessum efnum er af hinu illa, Vonleysið meðal vor þarf að hverfa á öllum sviðum. Hættum að ala á því, að allt sé vonlaust, dautt og dáðlaust. Það er bæði heimskulegt, vesalmannlegt og lamandi. — Það eru nægir kraft- ar fólgnir í þjóð vorri til sterkra átaka gegn þeim fjöndum, sem á oss sækja, á hið bezta í sjálfum oss. — Einn hinn hættulegasti ó- vinur þjóðar vorrar er áfengið. Rekum það oss af höndum og tök- um þátt í þeirri baráttu með þeim fögnuði, sem reiðir sigurinn 1 garð. Sterk og sameiginleg átök gegn áfengisnautninni eru vorsins bar- átta gegn vetrinum. T v æ r m i 1 j ó n i r f y r i r á- fengi á sjö mánuðum! Eigum við að láta veturinn sigr- ast á vorinu, íslendingar! Eigum við að stynja og vola yfir ósköp- unum og segja að allt sé vonlaust — eða efla til samtaka g e g n ó- sköpunum? Vaknið, meyjar og menn, og takið til starfa! Br. T. KAUPUM rjúpnr hæsta verði fram til 15. nóv. n. k. Ver*l. .Eyfaf jörflurL Vitið þið það, að allar konur, sem hafa reynt »Freyju«-kaffibætinn, eru sammála um að hann sé beztur? — Hitt vita allir, að sá úrskurður, sem konurnar kveða upp um kaffibæti ræður úrslitum. Kaffibætir okkar er seldur bæði í pökkum og smástöngum. Hann fæst hjá öllum kaupfélögum Iandsins og öllum kanpmönn- um. — í heildsölu hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga flfe og beint frá verksmiðjunni. tr~”

x

Baldur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/1039

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.