Baldursbrá - 19.10.1934, Blaðsíða 3

Baldursbrá - 19.10.1934, Blaðsíða 3
BALDURSBRÁ 3. inn — þau eru ekki þýðingarlaus. En svo þegar farið var að skíra blaðið ykkar, var stungið upp á mörgum möfnum; en “Baldursbrá” þótti bezt. Baldursbrá er nafn á fallegu', hvítu blómi sem mikið vex af á íslandi. Þegar því blómi var geíið nafn tóku menn eftir hvað það var hvítt og hversu bjart var yfir því. í goðafræði Norðurlanda hét eitt goðið Baldur; hann var beztur allra goðanna. Goðin voru öll kölluð Æsir en Baldur var kallaður hinn hvíti Ás alveg eins og Kristur í gamla daga var kallaður hvíti Krist- ur. Baldur var svo bjartur á brún og brá að það Ijómaði af honum og þess vegna datt mönnum í hug að kalla þetta fallega blóm Baldurs- brá, þið sjáið því að nafnið á blað- inu ykkar er ekki þýðingarlaust. Þið eigið að fara vel með blaðið ykkar svo það verði altaf hreint og hvítt eins og Baldursbrá, halda því saman og láta svo binda það í bók þegar nóg er komið. Hér er vísa um Baldursbrána: Pagna eg blómum engi á eins og sumargestmn. Þessi hvíta Baldursbrá ber þó af þeim flestum. Lesið þið hvert einasta orð í blaðinu ykkar þegar þi.ð fáið það, hugsið um alt, sem í því er og íeynið að skilja það sem bezt. Segið öllum öðrum unglingum frá blaöinu cg ráðleggið þeim að kaupa það. Ef eitthvað er í Baldursbrá sem þið skiljið ekki þá skuluð þið spyrja mömmu ykkar eða pabba ykkar hvað það þýði. Skri.ið bréf og fréttir og sendið Það til Baldursbrár. Skrifið eins stutt og þið getið og stafið eins rétt og ykkur er mögulegt, en það verður samt lagað ef rangt er staf- að áður en það er prentað. Það verður gaman fyrir ykkur að sjá fréttir, sem þið hafið sjálf skrif- að, í blaðinu ykkar. Ritstj. HÆTTU AÐ GRÁTA (Eftir James Whitcomb Riíey) Litla stúlka, heyrðu, hættu að gráta! Erúðan þín er brotin—það er satt, bláa skálin þín á gólfið datt; litlu rúmin öll af göflum gengin; gullin þessi verða ei aftur fengin, en æskusorgir leikar huggast láta: Litla stúlka, vert þú ekki að gráta. Litla stúlka, heyrðu, hættu' að gráta! Brotið spjaldið þitt er—það er satt, þínir skóladagar liðu hratt; löngu horfinn leikur sá og gleði langa stund, sem æfi þinni réði; en lífið alt er líkt og falleg gáta; Litla stúlka, vert þú ekki að gráta. Litla stúlka, heyi-ðu, hættu' að gráta! Lemstrað hjarta þitt er—það er satt, þínir sólskinsdagar hafa kvatt; ótal marga dýrðardrauma þína dánar vonir þér í fjarlægð sýna; en lífið alt mun lækna á einhvern máta, Litla stúlka, vert þú ekki að gráta. S. J. J. VITIÐ ÞIÐ ÞETTA? í ensku eru ekki nema 28 stafir, en í íslenzku eru þeir 38. Alla stafina til samans köllum við stafrof. Enska stafrofið er: a b c d e f g h i j k 1 m nopqrst’uvwxyz. fslenzka stafrofið er: a á b c d ð eéfghiíjklmnoópqrst uúvwyýxzþæö.

x

Baldursbrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldursbrá
https://timarit.is/publication/1042

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.