Baldursbrá - 14.01.1935, Blaðsíða 4

Baldursbrá - 14.01.1935, Blaðsíða 4
4. BALDURSBRÁ VISAN HANS NONNA Kraftalítill <er eg enn þá, unnið get eg varla neitt; pabbi minn er altaf úti, oft eg sé að mamma er þreytt. Eg er ennþá ósköp stuttur, eins og kútur — rengla mjór — einiliverntíma, ef eg tóri, ætla eg samt að verða stór. FJÖGUR CENT—NEI, ÞRJÚ CENT Taktu tvö cent upp úr vasa þín- um og biddu einhvern að lána þér eitt cent. Þegar þú hefir fengið það, þá skaltu telja centin og segja: “Eitt, tvö, þrjú; það verða fjögur cent.” “Nei, það eru ekki nema þrjú cent!” segir sá sem lánaði þér centið: “Eitt, tvö, þrjú; það verða fjögur cent,” segir þú aftur, en hinn mótmælir enn og segir að centin séu ekki nema þrjú. Þú segir það sama í þriðja skifti og lítur á hann eins og þú sért al- veg hissa á honum; en hann held- ur því fram enn að centin séu' ekki nema þrjú. “Jæja, má eg þá eiga centið, sem þú lánaðir mér ef eg hefi á röngu að standa?” segir þú. Og hann svarar auðvitað játandi. “Jæja, þá á eg centið,” segir þú: “því eg hefi á röngu að standa.” Maðurinn verður steinhissa; hann sér að leikið hefir verið á hann. DRYKKJUGALDUR Segðu fólkinu að þú getir látið fult vatnsglas undir hatt og drukkið vatnið án þess að taka hattinn ofan af glasinu. Þessu trúir enginn, sem ekki veit hvernig það er gert. — Svona ferðu að því: Þú tekur glas, fyllir það af vatni, lætur glasið á borð, færð léðan hatt hjá einhverju'm og lætur hann ofan yfir vatnsglasið. Síðan ferðu undir borðið og læt- ur sem þú drekkir vatnið í gegn um borðið. Auðvitað trúir því enginn; en þá segir þú fólkinu að taka hattinn of- a,n af glasinu og vita hvort vatnið sé í því; þú gerir þetta þegar þú ert kominn aftur undan borðinu. Einhver tekur hattinn ofan af giasinu, en þá grípur þú glasið í flýti og drekkur vatnið. Þá ertu búinn að gera það, sem þú lofaðir: að drekka vatnið úr glasinu án þess að taka ofan af því hattinn — þú tókst hann ekki sjálfur, heldur ein- hver annar. GÁT..U R Maður nokkur horfði á niynd og sagði: “Eg á engan bróður og enga systur; en faðir þess, sem myndin er af, er sonur föður míns.” Af hverjum var myndin? Eftir þrjú ár hér frá verður Tómas þrisvar sinnum eins gamall og hann var fyrir þremur árum. Hversu gamall er hann núna? Níu menn voru viltir uppi á fjöll- um og höfðu' nógan mat í fimm daga. Svo mættu þeir öðrum mönn- um, sem líka voru viltir og reikn- uðu það út að maturinn dygði ein- ungis í þrjá daga handa þeim öll- um. Hversu margir voru mennirnir. sem þeir mættu?

x

Baldursbrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldursbrá
https://timarit.is/publication/1042

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.