Alþýðuhelgin - 10.12.1949, Side 3
ALÞÝÐUHELGIN
339
sem eftir væri til lokanna, gæti ég
fengið skiprúm hjá sér, en hann reri
úr Stafneshverfi. Klukkan þrjú
sömu nótt lagði ég af stað suður eft-
ir og fór í róðurinn með föður míri-
um. Reri ég svo með honum fram til
lokanna.
*
Á lokadáginn fórum við félagarnir
þrír inn í Reykjavík. Gerðum við
okkur þá dagamun, eins og títt var,
og vorum ofurlítið við skál. Létum
við þá taka mynd af okkur saman til
minnirigar um atburð þann, sem hér
hefur verið lýst.
Ameríski togarinn, sem bjargaði
okkur, lá í höfn í Reykjavík þennan
dag, og hitti ég skipstjórann á götu.
Fagnaði hann mér mikið og einlæg-
lega og bauð mér með sér um borð.
Sat ég þar um hríð í góðum fagnaði
og við rausnarlegar veitingar.
Lýkur svo þessari frásögn.
SMÆLKl
Kona nokkur, sem hafði hvað eft-
ir annað orðið fyrir því óláni, að
lenda í árekstri, meðan hún var
óvön akstri, keyrði einhverju sinni
austur á Þingvöll. Hún var nú farin
að venjast nokkuð og orðin öruggari
en áður. Einhvers staðar í Mosfells-
sveitinni sér hún hvar símamenn eru
að klifra upp í símastaur, $em stóð
við veginn.
— En þeir asnar, sagði liún við
fólkið, sem í bílnum var. — Þcir
halda víst að ég hafi aldrei stýrt bíl
fyrri!
Söðlasmiður einn, sem jafnframt
var leikpredikari, var mjö mælskur
í viðtali við menn og hafði mest gam-
an af að heyra sjálfan sig tala, en aðr-
ir komust varla að fyrir honum.
Dag nokkurn kom maður til hans
og ætlaði að biðja söðiasmiðinn að
srníða fyrir sig hnakk. Sóðlasmiður-
inn fór að halda yfir manninum
predikun, svo að mannauminginn
komst ekki að með að segja ncitt.
Loks missti hinn tilvonandi við-
skiptamaður þolinmæðina cg sagði:
— Lofið mér nú að komast að mcð
að segja það, sem mér liggur á
hjarta.
— Sjálfsagt, góði, sjálfsagt. Not-
aðu tækifærið á meðan eg snýti mér.
Félagarnir þrír, sem af komust, talið frá vinstri:. Ásgeir Daníelsson,
Magnús Guðmundsson, Magnús Hákonarson.
íslendingúm, þeim ísak frá Óseyri
við Hafnarfjörð og Jóni, föður Emils
íáðherra.
Togarinn var á leið inn til Reykja-
víkur, þegar hann bjargaði okkur,.
og sigldi nú beint þangað. Skipverjar
rilúðu að okkur eftir föngum, færðu
okkur í þurr föt og rauðkyntu ofn-
inn í hásetaklefanum. En jafnskjótt
og við komum á skipsfjöl greip okk-
Ur ákafur skjálfti, og var ég a. m. k.
ekki laus við hann, þegar við kom-
Uih inn á Reykjavíkurhöfn. En ekki
höfðu skipverjar annað að bjóða
okkur til hressingar en te eða kókó,
sem við höfðum ekki lyst á. Skip-
stjórinn var afar glaður yfir björg-
Uninni og kom margar ferðir fram í
riásetaklefann til að grennslast eftir
iíðan okkar.
IIEIMFERÐIN.
Til Reykjavíkur var komið síðari
hluta dags, Stigura við þegar á land
og komum fyrst til Eyjólfs Eiríks-
sonar húsgagnabólstrara og Guðrún-
ar Eyvindsdóttur frá Stafnesi, konu
hans. Skiptum við þar um föt og
þáðum góða hressingu. Föðurbróðir
minn, Magnús Guðnason stein-
höggvari, bauðst til að ílytja okkur
suður í Voga í lystivagni, sem hann
átti, en lengra náði akvegurinn ekki
þá.
í Vogum vora tveir vélbátar, sem
Ágúst Flygenring gerði út. Fengum
víð annan þeirra til að flytja okkur
til Keflavíkur. Þegar við komum á
bryggjuna í Keflavík, var faðir
minn þar fyrir með hesta handa
okkur. Riðum við síðan sem leið lá
suður á Hvalsnes og vorum komnir
þangað kl. 12 á miðnætti.
Áður en faðir mirin skildi við okk-
ur, lét hann orð falla um það, að ef
ég hugsaði til að róa eitthvað það