Alþýðuhelgin - 10.12.1949, Side 8
344
ALÞÝÐUHELGIN
Loídikíur m Guðbrand biskup Þorláksson.
Kvæði það, sem hér fer á eftir, er
merkilegt að því leyti, að þar er að
.íinna hina merkustu greinargerð um
það, hverjar bækur Guðbrandur
Hólabiskup Þorláksson lét prenta.
Kvæðið ber það með sér, að það er
ort skömmu eftir að kveðinn var upp
Alþingisdómur sá, út af málaferlum
biskups, þar sem biskup var dæmd-
ur til konungs náðar eða ónáðar. Sá
dómur var felldur árið 1620. Er auð-
séð á kyæðinu, að vinir biskups
hafa þá verið mjög uggandi um hans
hag, og jafnvel búizt við því, að
hann yrði að láta af embætti.
Höfundur kvæðis þessa, Björn
Sturluson, hefur vafalaust verið eitt
af betri skáldum sinnar samtíðar,
enda ber „Lofdiktur" þessi ljósan
vott um það, að hagorður maður á
í hlut. Annars er fremur fátt vitað
um ævi Björns Sturlusonar og skáld-
skap. iíefur dr. Páll E. Ólason dreg-
ið það saman í riti sínu „Menn og
menntir“, IV. bindi. Þar segir:
, 0 - ' ***»—
leyfi handa
Birni til land-
vistar, enda
gerðist hann
vel metinn
maður, var t.
tekinn í dóm-
endatölu í
héraðsdómum.
Björn fórst í
skipreika 1621.
Honum er svo
lýst, að hann
hafi verið skáld
mikið og lista-
maður, og tákn-
ar það, að hann
hafi verið þjóð-
hagssmiður. Að
því má þykja
lúta þessi saga:
Síra Ámundi
Ormsson var
um hríð að-
stoðarprestur
föður síns, síra
Orms Egilsson-
ar á Kálfatjörn,
og síðan prest-
ur þar eftir
hans dag. Ilann
hafði einhveriu
sinnibeðiðBjörn
„Björn Sturluson bjó að Þorkötlu-
stöðum í Grindavík. Hann fæddist
1559. Ekki er kunnugt um ætterni
hans. Kona hans hét Anna og var
dóttir Helga Úlíhéðinssonar í
Grindavík. Þeir mágar, Helgi og
Björn Sturluson, urðu sekir um víg
(1587). Sá hét Ingimundur Hákonar-
son, er veginn var, og hafði Helgi
átt hendur sínar að verja og Björn
komið honum til hjálpar. Var og
Birni kenndur síðasti áverki á Ingi-
mundi, er dró hann til dauða. En
Helgi bar örkuml eftir alla ævi. Sátt
var komið á með þeim, er eftirmál
áttu eftir Ingimund, og skyldi þeir
mágar, Helgi og Björn, inna af
höndum 10 hundruð, en dómur
dæmdi, að fellt skyldi niður í þriðj-
ung þegngildi til konungs, vafalaust
af því, að um nauðvörn var að ræða.
Skyldi og Helgi hafa landsvist, en
landsvist Björns komin undir misk-
unn konungs, svo að meiri hefur
sök hans þótt í dóminum. Ekki hef-
að smíða sér aflhólk. Björn sendi
presti hólkinn með stúlku frá sér
og vísu þessa með:
Eydd eru kol, en efnin spillt,
— ekki fer allt að dáðum.
hafðu nú, prestr minn ,hvorn þú
vilt
af hólkunum þessum báðum.
En prestur svaraði eigi miður hag-
lega:
Klerkurinn þar á Kálfatjörn
klausu hefir til búna:
Hafðu þökk fyrir hólkinn, Björn,
hins þarf ég ekki núna.
Því miður eru ekki kunnar fleiri
lausavísur eftir Björn, en af þessari
má ráða, hve hagmæltur hann hefur
verið og glettinn og þó kunnað hag-
lega að dylja gletturnar“.
Til munu nú einungis tvö kvæði
eftir Björn Sturluson, lofkvæði það
um Guðbrand biskup, sem hér fer á
eftir, og brot úr bænarsöng nokki'-
um. Þá eru einnig til eftir hann ein-
ar rímur“, af þeim sjö vísu meistur-
um“. Eru þær 18 að tölu. Segir Páll
E. . Ólason, að þær séu „þokkalega
kveðnar“.
Lofdiktur um þanu Ioflcga og virðu-
Icga hcrra Guðbrand Thorláksson,
22. hiskup Hólastigtis, ortur af Biriii
Stuiiusyni anno 1620.
1. Þögnin gerir þunga lund,
þanka mai-gra byngar,
en gamanræður stytta stund
og stilla hugrenningar.
2. Mai-gir hafa vísnavöl
vandað af heiðnum mönnum,
gert sér af þeim dægradvöl
og diktað um þá hrönnum.
3. Sögurnar ljóðin settu í,
sjálfir á sig skyggðu
af illþýðinu aumir því
að upphafi landið byggðu.
4. Þúsund fimmtigir það svo bar,
þá trúi eg datum héldi,
allt til þess hér ekkert var
andlegt laganna veldi.
5. Skálholtsstigti skipað var
og skikkaður biskup líka
ísleifur, en ekki1 bar
eöla vizku ríka.
1) „Óverðuglega sagt um Isleif
biskup, bezta mann“, hefur séra Jón
Halldórsson í Hitardal bætt við neð-
anmáls, en kvæði þetta er varðveitt
í afskrift hans.